Litli Bergþór - 01.04.1989, Side 15

Litli Bergþór - 01.04.1989, Side 15
EftirUt á afrétti eftir Sigurjón Kristinsson Þegar fór að líða að vordögum 1988 gerði ég alvöru í að sækja um eftirlitsstörf á Biskups- tungnaafrétti, en hreppsnefnd hafði ákveðið að hefja eftirlit með hestaferðum og öðrum ferðamönnum. Jafnframtáttiað selja gistingui í húsum hreppsins á afréttinum. Það fór svo að ég var ráðinn í þetta starf. Ég var svolítið hikandi í fyrstu vegna þess að þetta var byijun á e.t.v. vanþakklátu starfi. I byijun júlí tók ég á móti fyrsta hópnum, en það voru "íshestar". Það álitu margir að þeir yrðu erfiðir viðureignar, en það var öðru nær. Það komu 65 hestar og yfir 20 manns í Fremstaver þetta fyrsta kvöld með Einar Bollason í broddi fylkingar. Ég hafði fyrr um daginn lagt rennandi vatn heim að húsinu í plaströri. Ekki varbúiðaðstansa lengi, þegar ég fór að heyra íslendingana dásama þessa aðstöðu á fjöllum. Húsið snyrti- legt með gaseldavél, rennandi vatni við húsgaflinn og ágætum kamri í mátulegri fjarlægð. I þessari ferð Ishesta voru nokkrir sem ég kannaðist við og er mér einna minnisstæðastur Kjartan Ragnarsson leikari, en hann plokkaði gítarinn óspart um kvöldið. Hestar allir settir í gerðið og gefið hey og síðar um kvöldið var slangan flutt í tunnu í gerðinu svo nóg vatn væri til staðar hjá hestunum. / --------------‘N "Það var tilkomumikið þegar Jón söng ýmsa óperusöngva og slag- ara ásamt Bjórkjall- aranum í kvöldkyrrð- inni ífjallasalnum." Nú var sungið af miklu fjöri fram eftir kvöldi - ýmsir söngvar á ýmsum málum, því þjóðemin voru fleiri en eitt. Þannig leið fyrsta kvöldið, allir ánægðir og þar með létti af mér áhy ggjunum. Síðan kom að næsta kvöldi í Hvítárnesi og var það í svipuðum dúr nema nú var gist í Ferðafélagsskála og var hann ekki á mínum vegum, þótt ég hreinsaði þar mikið af drasli og brenndi og fylgdist með um- gengni. Enhestanavarðaðsetja í gerði og gefa hey. Síðan hélt þessi hópur áfram norður í Skagafjörð og þar með úr minni umsjá, en þeir komu aftur 10 dögum seinna til baka. Alls fóm þeir þijár ferðir fram og til baka. Skipt var um ferðamenn á Mælifelli í Skagafirði, en sama rekstrarfólk og stjóm fór alla ferðina; Méreríminni síðusta ferð íshesta, en þá voru rekstrarmenn ásamt fleimm Jón Sigurbjörnsson bóndi á Helgastöðum og Sigurður A. Magnússonrithöfundur. Þaðvar tilkomumikið þegar Jón söng ýmsa ópemsöngva og slagara ásamt Bjórkjallaranum í kvöldkyrrðinni í fjallasalnum. Svo komu aðrir hópar vestan úr Borgarfirði um línuveg, norðan úr Skagafirði og austan af Hreppamannaafréttum sem gistu ýmist við Sandá, í Fremstaveri, Hvítárnesi eða Svartárbotnum. Flestir tóku því vel að kaupa hey í hestana, en þó ekki allir. Ég varð að sýna fram á að það væri ég sem ætti að ráða hvar hestar voru í náttstað. Allt fór þó vel að lokum er ég útskýrði hvers vegna þessu þyrfti að stjóma. Sumum fannst þó dýrt að borga fyrir sig og hestana. Ég spurði stundum, hvort ekki þyrfti að borga bensín á bflana þegar væri ferðast á þeim. Ég bjó í fjallaeldhúsi hreppsins framan í Bláfellshálsi. Þar var víðsýnt suður af, en allveðrasamt og kalt. í hálfan mánuð var ffost á næli um miðnættið í júlí. Ekki var mikið um að bflar stoppuðu til að fá upplýsingar eða einhveija fyrirgreiðslu. Ég var oftast heima við í B láfellskoti fram til kl. 3-4 á daginn. Það var lítið að gera í móttöku fyrr en Bíll og bústaður gæslumanns á Bláfellshálsi. Innsta Jarlhettan og Langjökull í baksýn. Litli Bergþór 15

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.