Litli Bergþór - 01.04.1989, Page 19

Litli Bergþór - 01.04.1989, Page 19
H.S.K. þ i n g -frh. 67. héraðsþing H.S.K. ... skorar á Í.S.Í., U.M.F.Í., sérsambönd, héraðssambönd, ungmenna- og íþróttafélög sem standa fyrir keppnis- og æfingaferðum í íþróttum, að sjá til þess að bjór og annað áfengi sé ekki haft um hönd allt frá upphafi til loka ferða. ... beinir því til trimmnefndar að standa fyrir sameiginlegum Göngudegi H.S.K. sem haldinn verði næsta sumar. ... skorar á boltaíþróttanefndir að leggja áherslu á unglingastarf og koma á fót mótum fyrir yngri flokka innan H.S.K. þakkar sveitar- og sýslufélögum á sambands- svæðinu fyrir góðan stuðning á liðnu ári. Einnig þakkar þingið öllum þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem stutt hafa sambandið með fjárframlögum og á annan hátt. ... beinir því iil forráðamanna barna og unglinga að bjór verði meðhöndlaður á heimilum sem áfengi, en ekki sem svala- drykkur. ... hveturungmennafélögin til að sinna almenningsíþróttum meira en verið hefur. Til dæmis með því að skipuleggja leikfimi, skokk, sund og annað trimm (hreyfingu) fyrir þá sem ekki stunda keppnisíþróttir. ... skorar á aðildarfélögin og stjórn H.S.K. að koma af stað umræðum um og vinna að auknu foreldrastarfi. ... samþykkir að haldið verði áfram á þeirri braut að haldin verði ein kvöldvaka á hveijum vetri í hvorri sýslu, Árnes- og Rangárvallasýslu. Þar munu viðkomandi ungmennafélög í hvorri sýslu sjá um dagskrá fyrir alla aldurshópa. Veltvöngum - lyft öngum (rússnesk kosning???). í þinglok var kosið í stjóm og 22 starfsnefndir. Björn B. Jónsson Stöllum varaformaður, sem í forföllum Guðmundar Jónssonar Selfossi hefur starfað sem formaður síðastliðna 4 mánuði, var einróma kosinn formaður. Með þeirri kosningu eignuðust Tungnamenn formannsembættið aftur eftir hátt í aldarfjórðung. Þá lét Sigurður Greipsson af störfumeftir44 ára formennsku. Ekki veit ég hvort rétt er að óska Birni velfarnaðar næstu 44 árin, við skulum láta eitt ár nægja í einu. En Björn, 44 ár er ekki svo afleit tala, sem örugglega væri gaman að glíma við, þú hefur gott fordæmi eða þannig sko. Til hamingju. S.A. Litli Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.