Litli Bergþór - 01.04.1989, Qupperneq 21

Litli Bergþór - 01.04.1989, Qupperneq 21
Þriðja leit - frh. að það væri best að spara þann skjótta, ef maður skyldi nú finna trippið. Jú, viti menn, þegar ég kem suður fyrir Kjalfell, þar er dálítið graslendi, þá sé ég ofan á trippið þar sem það er að bíta gras í laut. Ég snarstoppa og hef hestaskiptiogleggáþann skjótta. Það tekur ekkert eftir mér, ég stoppa dágóða stund en held svo af stað. Þegar það sér mig tekur það sprettinn austurmeðfjallinu. Hélt ég að það myndi stoppa hjá Lauga þegar það sæi hestana hjá honum, en það fór á annan veg, það stökk beint inn á Kjalhraun. Ég lét nú þann skjótta vaða á eftir því eins og hann komst. Eins og allir vita sem til þekkja þá er nú ekki góður reiðvegur þama. Ég komst oft fyrir það, en það var alveg sama, það skeytti ekki um neittnemaaðkomastáfram. Það er ekki að orðlengja það að ég eltiþaðinnundirÞórisvatn. Þar skildi með okkur. Þá var sá skjótti, sem ég reið, allur orðinn blóðugur á fótunum og ég þorði ekki að leggja meira á hann, enda var komið að myrkri. Hélt ég nú í náttstað og sagði farir mínar ekki sléttar. Það var þó gott að bera búinn að finna það, hvemig sem framhaldið yrði. Morguninn eftir riðum við allir í hóp með tvo hesta hver, inn á Fjórðungsöldu. Þar skiptum við okkur. Laugi og Guðjón fóm inn veg, inn að Blöndutjörnum. Þær eru rétt þar sem vegurinn kemuraðBlöndu. ViðJónfórum vestur að Þórisvatni, því nú varð að finna trippið. Það var bjart veðurogauðjörð. ÞegarviðJón erum komnir miðja vegu vestur að vatni, erokkur litiðí norðurátt. Þá sj áum við að þeir em á flugferð á veginum á eftir trippinu og það hélt sprettinum út að veðurstofu á Hveravöllum. Þar gátum við gengið að því og beislað það, enda var það farið að gefa sig, sem von var, því þetta er löng leið. Fómm við nú heim á Hveravelli, hituðum okkur kaffi og stönsuðum í klukkutíma. Vorum við nú harla kátir yfir góðudagsverki. Þegarviðfórum á stað af Hveravöllum bundum við trippið utan á spakan hest og fórum svo í rólegheitum í Fossrófu til gistingar. Var það farið að temjast þegar þangað kom um kvöldið. Átþaðheyum nóttina með hinum hestunum og virtist taka þessu með ró. Morguninn eftir fór einn okkar með trússarana í Hvítárnes, því þargistumviðnæstunótt. Þávar trippið orðið svo spakt að það elti hestana ogþað gerði það sem eftir var ferðarinnar. Þegar við komum suður að Hvítárbrú var það orðið svo sárfætt að það gekk eins og á nálum. Það var svo hófbarið sem ekki var furða eftir alla þessa leið á gijótinu. Við skárum strigapoka, sem var undir hey og vöfðum fætuma á því upp að hnjám og það bjargaði því við suðuríFremstaver. Viðþorðum ekki að fara með það lengra og kom bíll að sækja það. Ég held að það hafi komist óskemmt til eigandans. Þá er þessi saga á enda. Viðfundumfjórtánkindur í þessari ferð og vomm við harla ánægðir með ferðina. Það er alltaf gaman þegar vel gengur á hvaða sviði sem það er. Skrifað á Þorra 1989. Litli Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.