Litli Bergþór - 01.04.1989, Síða 26

Litli Bergþór - 01.04.1989, Síða 26
Þjórsármót eftir Einar Gíslason frá Kjarnholtum Égstingniðurpenna ogrifjaupp ýmislegt sem mér er minnisstætt fráæskuárummínum. Þákemur fyrstfram í hugaminn íþróttamót við Þjórsárbrú, sem haldið var á tímabili árlega í júní á vegum Héraðssambandsins Skarphéð- ins. Þar hafði það ráð á svæði sem var aðgirt og að ýmsu leyti lagfært til samkomuhalds. Smíðaður var stór pallur undir Brekkunni, sem sýndar voru á allskyns íþróttir og glímt var um Skarphéðinsskjöldinn. Það var oft spennandi að horfa á. Það er víst flestum minnisstætt sem sáu glímu þeirra nafnanna Páls á Búrfelli ogPáls Rangæings (ljóta Páls). Égheyrðihannekkiannað nefndan. Það var löng og ströng viðureign. Báðirkraftajötnarog spöruðu ekki kraftana, en svo fóru leikar að Páll á Búrfelli sigraði. Þávarnúmikiðklappað af Arnesingum. Þarna var af ýmsum haldnar ræður. Mér er sérstaklega minnistæð ræða sem ÓlafurThorshélt þamaeittvorið. Hafði aldrei séð hann áður eða heyrt í honum. Það var hressilegur hans málflutningur. Svo var mikið sungið og síðan var dansað af miklu fjöri á pallinum og einnig man ég að stundum var dansað í stóru tjaldi sem var fyrir utan á, hjá Þjótanda ogSigvaldifráGeithálsiátti. Það var oft í Skeiðaréttum, en í því var óslétt dansgólfið. Undir miðnætti var samkomunni slitið og farið að hugsa til heimferðar. Það var stór flokkur manna og hesta sem fór upp með Þjórsá, úr fjórum hreppum. Þegar við vorum komnir rétt inn fyrir Þjótanda varð töf á hjá okkur, því Ingimar á Fossi var orðinn of drukkinn og tolldi ekki á hestinum sem var fjörmikill og honum erfiður. Sveinn frændi minn á Hrafnkelsstöðum vildi nú ekki láta hann verða eftir, þar sem þetta var sveitungi hans og kunningi. Svo hann biður mig að reyna að koma honum á bak fyrir framan sig og það tókst. Brúnn var afburða hestur, fór létt með þá báða upp í Reykjafjárhúsin. Þar bjuggum við um hann í garðanum og höfðum hestana inni hjá honum og lokuðum húsinu. Nú fór mannskapurinn að tvístrast til þriggjaátta. Biskupstungnafólk úr Ytri-Tungu fór yfir á Iðu og úr Gnúpverjahrepp fóru Þjórsár- dalsveginn. Við sem vorum úr Upp-Eystritungu vorum sam- ferða Hreppafólki áleiðis að Haukholtum. Þaðan fórum við upp á Brúarhlöð og svo hver til síns heimkynnis, glöð og ánægð yfir góðri skemmtun. Fengum við mjög gott veður og ég man ekki eftir öðru í þessi skipti sem ég fór og held að yfirleitt hafi fylgtþessari útisamkomu sérstök heppni hvað veðrið snertir. Félögin urðu að leggj a fram þarna mikla vinnu af ýmsu tagi. Ég man eftir að ég var einu sinni í miðasölunni ásamt fleirum. Þá var Brynjólfur Melsteð gjaldkeri. Hann slær upp á gríni og segir: “Þú hefur sérstaka kvenhylli, þ ví að ég sé að þær hafa sótt að þér stelpurnar.” Það var mikil fúlga sem kom upp úr vösunum mínum en ekki man ég hvað það var mikið að verðgildi. Þetta var mjög vel sótt samkoma eða svo var það í þessi skipti, sem ég var þarna fyrir og upp úr 1920. Þá voru engir bílar í förum og allt ferðast á hestum. Má það heita furðulegt hvað mikill fjöldi fólks kom þama saman, bæði yngri og eldri úr Rangárvallasýslu, Arnessýslu og eitthvað úr Skaftafellssýslu. Það voru veitingar heima íÞjórsártúni, hjá Ólafi og Guðríði og gekk það allt fljótt og vel, en þar voru mikil húsakynni. / Það hefur \ / verið gaman á ' Þjórsármótunum í gamla daga. Allavegana á heimleiðinni. En Sveinarnir brosa svo breitt á spilakvöldunum að ég held égfari þangað \ ncesta vetur. / o Litli Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.