Litli Bergþór - 01.12.1989, Side 6

Litli Bergþór - 01.12.1989, Side 6
Vísnaspjall - frh. Einar: Fari heimur fjandans til. Friðnum Hitler burtu stal. Kalli: Helvíti eru háreist þil á hlöðunni í Neðra-Dal. Að lokum er hér falleg ástarvísa eftir Sigurð. Hann kom óvænt inn í herbergi, þar sem piltur og stúlka áttu stefnumót. Hann hörfaði út, lokaði á eftir sér og varð að orði: Einar: Stendur hann að með storm og byl. Stirt um björg hjá erni og val. Kalli sá enga ástæðu til að breyta um botn: Helvíti eru háreist þil á hlöðunni í Neðra-Dal. Vorið gegnum gluggann minn geislum strjálar björtum. I litla stofu leit ég inn, þar logaði á tveimur hjörtum. Einar: Stilli ég enn mitt strengja-spil þó strjálist mjög um orða-val. Og enn söng Kalli sama viðlagið: Helvíti eru háreist þil á hlöðunni í Neðra-Dal. Fréttir - Sveitarfundur. o Ingigerður Einarsdóttir frá Holtakotum. O, Þau eru nú víðar háreist en í Neðra-Dal. Sveitarfundur var haldinn í Aratunguaðkvöldi 18.október. Þar greindi Sigurður Guð- mundsson frá undirbúningi að stofnun þak- og veggeininga- verksmiðju hér í sveit. Gísli Einarsson, oddviti, las og skýrði fjárhagsáætlun hreppsins fyrir yfirstandandi ár. Tekjur eru áætlaðarkr. 34,1 milljón og rekstrargjöld kr. 26,1 milljón. Lántökur eru áætlaðar kr. 21 milljón og því til ráðstöfunar til framkvæmda kr. 29 milljónir. Þorfinnur Þórarinsson, formaður skólanefndar, gerði grein fyrir byggingafram- kvæmdum við Reykholtsskóla. Viðbyggingin sem er um 788 rúmmetrar, er fokheld fyrir nokkru. Hafði þá verið varið til hennar um 21 milljón króna. Samið hefur verið við S.H. verktaka að ljúka frágangi hússins fyrir 15. janúar nk. Talið er að kostnaður verði þá orðinn um 47 milljónir kr. samtals. Skuld ríkisins taldi Þorfinnur vera um 6 milljónir króna nú. A fundinum voru lesnir reikningar Minningarsjóðs Biskupstungna, Fjallskilasjóðs og Aratungu fyrir árið 1988. Þá kom fram að áformað er að leggja vegi að væntanlegri Tungufljótsbrú fyrir neðan Krók í haust. Einnig að íþróttahátíð HSK mun verða haldin í Reykholti næsta suniar. Fundurinn hófst upp úr kl. 21 og lauk laust eftir miðnætti. A honum voru nokkrir tugir manna. A.K. Gamli-, Nýi- og Nýjastiskóli. Vegalagning að vœntanlegri Tungufljótsbrú. l.itli - Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.