Litli Bergþór - 01.04.1990, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.04.1990, Blaðsíða 4
Vígsludagur í Reykholtsskóla Dagana 26. og 27. janúar sl. var hin nýja og glæsilega viöbygging Reykholtsskóla vígð og tekin í notkun. Dagsbirtu var ekki tekiö aö gæta um klukkan níu að morgni fyrra vígsludags þegar skólabílar renndu í hlað og hátíðin hófst með glampandi flugeldasýningu undir stjórn þeirra Bjarna á Brautarhóli og Guðjóns í Reykholti. Þessi Ijósaleikur stóð yfir í u.þ.b. 15 mínútur með tilheyrandi hvæsi og freti og var tilkomumikill á að líta í morgunhúminu. Að þessu loknu gengu nemendur, kennarar og nokkrir gestir (skólanefnd, byggingarnefnd, oddviti o.fl.) inn í forstofuna. Var greinilegan feginleika yfir að komast inn í ylinn og eftirvæntingu að sjá á hverju andliti, en rauður borði hindraði frekari inngöngu í bili. Fljótlega birtist Unnar Þór skólastjóri, vopnaður meiriháttar (!) skærum sem hann klippti svo á borðann með og bauð öllum inn að ganga. Þá þegar streymdi hala- rófan upp stigann og settist í kring- um stigapallinn en skólastjórinn hélt smátölu þar sem hann bauð alla velkomna og fór nokkrum orðum um þessa miklu breytingu og áhrif hennar á komandi skólastarf. Þá var boðið upp á veitingar en að þeim loknum fór hver kennari með sína nemendurtil stofu svonatil að kanna hinar nýju aðstæður. Veðrið skartaði sínu besta síðari ÞorfinnurÞórarinsson,formaðurskóla- og byggingarnefndar. vígsludaginn, laugardaginn 27. janúar, og hindraði ekki för þeirra 250 - 300 gesta sem komu til að fagna þessumtímamótum ísögu Reykholtsskóla. Hátíðin hófst klukkan 14 með því að Sveinn A. Sæland setti hátíðina og las upp dagskrá. Þá tók Þorfinnur Þórarinsson formaðurbyggingarnefndartilmáls og er ræða hans birt svo til orðrétt hérvegnaþess að hún er í rauninni byggingasaga skólans í Reykholti: "Góðir gestir, velkomnir á þessa hátíð bæði þeir sem eru langt að komnirogsveitungar. Þetta er í þriðja skipti sem Reykholtsskóliheldurvígsluhátíð. Fyrsta hátíðin var í janúar 1928 fyrir62árumsíðan. Þávarbyggður hérna fyrsti barnaskólinn sem þótti mjögvandaðurogfullkominn. Var hann raflýstur með því að það var virkjaðurhveralækurinn. Þettavar 700 watta virkjun sem var sögð dýrasta virkjun á byggðu bóli á íslandi og entist í 2-3 ár því hveravatnið virkaði ekki vel á túrbínuna. 31 áriseinnaeða1959 þá er vígður sá hluti sem við byggjum við núna. Það hús var aðeins upphafið að mjög stórum heimavistarbarnaskóla, sem var aldrei fullteiknaður en upp frá því urðu miklar breytingar í skóla- málum einsogþiðþekkiðöll. Það var tekinn upp akstur og fjölgaði bekkjunummikið. Þaðvoruaðeins fjórirbekkir í upphafi en nú eru þeir tíu. Þannig að í dag, 31 ári eftir síðustu vígslu, þá erum við að taka í notkun tæplega 800 fermetra húsnæði til viðbótar. Nú, ef við ætlum að hvíla okkur aftur í 31 ár þá verður næst vígt hérna árið 2021, ef fram heldur sem horfir. Aðdragandinn að þessari byggingu hófst nú fyrir 10 árum með því að við réðum dr. Magga Jónsson arkitekt til að teikna viðbyggingu við skólann. Fyrsta hugmyndin var hús á einni hæð, sem rúmaði alla starfsemi skólans. Síðan urðum við nokkuð lengi að melta þetta. Húsið var býsna stórt. Það sem breyttist með tímanum var að ákveðið var að Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.