Litli Bergþór - 01.04.1990, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.04.1990, Blaðsíða 3
Ritstjómaispjall Það er stundum sagt að uppáhalds umræðuefni okkar íslendinga sé veðrið. Veðrið og færðin líka held ég. Við höfum í það minnsta ekki farið varhluta af fjölbreyttu veðurfari að undanförnu. Þegar þessar línur eru ritaðar, er að ljúka yndislegum degi, sem gefur von um að "bráðum komi betri tíð með blóm í haga." Þá gleymist strax að gærdagurinn var einn af mestu óveðursdögum vetrarins. En í þessum skrifuðum orðum verður mér litið út um gluggann og ... er hann ekki enn farinn að snjóa! En þrátt fyrir allt, þá vitum við að vorið er á næsta leiti, sést hefur til tjaldsins, gúrkubændur eru famir að senda uppskeru og styttist í það hjá tómatabændum líka. Vorkoman hleypir kjarki og krafti í fólk og veitir ekki af því annir flestra aukast. Mikið er framundan þetta vorið þar sem eru sveitarstjórnarkosningar. Heyrst hefur að talsverðar breytingar verði á hreppsnefnd, hvort sem til koma listakosningar eða ekki. f þvf sambandi minni ég enn á tilvist Litla-Bergþórs. Næsta tbl. ætti að koma út fyrir kosningar og öllum er frjálst að senda inn efni. Eins og alþjóð veit hefur orðið mikil uppbygging hér í Tungunum síðustu ár. Er óskandi að komandi hreppsnefnd haldi áfram á sömu braut framsýni og ríkt hefur, en leki ekki úr henni allur vindur Hkt og sprunginni blöðru. Rætt er um að uppgangstímar hér í Tungunum komi alltaf í bylgjum og fylgi það skólabyggingum, þ.e. á 31 árs fresti, en detti síðan allt í deyfð og drunga þess á milli. Vonandi verður raunin ekki sú þegar Yleiningar-byggingu lýkur að ráðamenn telji að þá sé nóg komið og hægt að fara í frí. Því þó peningaleysi hljóti að fara að plaga, þá fer nú fyrst að streyma að fólk, fólk sem vill búa hér og þarf að hafa möguleika til þess. Ég vona að blaðið höfði til sem flestra að þessu sinni, en stundum hafa heyrst gagnrýnisraddir varðandi efnið. Það sé of einhæft, allavega verður þetta tbl. ekki kallað afréttarblað, því þeim málum eru lití.1 skil gerð. Það er alltaf jafn gott að leita til fólks með greinarskrif. Við leituðum til þeirra Ingva, Jórunnar og Geirþrúðar og var okkur alls staðar vel tekið. Færum við þeim okkar bestu þakkir. Látum við þessu þá lokið að sinni. Gleðilegt sumar. S.J. S. Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.