Litli Bergþór - 01.04.1990, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.04.1990, Blaðsíða 24
Frá Torfastöðum... frekur og ákveðinn og kraft- mikill og það verður aftur erfitt fyrir hann þegar hann er úti í samfélaginu, sínum skóla o.s.frv. Við sjáum þetta vel og tölum mikið um það og reynum að mæta því. En um leið er svona uppeldi heilmikils virði fyrirþau. Þettaermjögögrandi umhverfi og börnin okkar læra mjög margt gott á okkar þétta samfélagi. Hér þarf stöðugt að vera að fy lgj as t með þ ví hvernig öðrum líður og þau njóta góðs af því. Nú og svo njóta þau okkar, foreldra sinna, allan dagi- nn og mér finnst mjög mikils virði að fá að sjá um uppeldi barna minna sjálf. - Getakrakkarnirsótteinverjar venjulegar unglingaskemmtanir eða tómstundir hér? Óli: Já, hér er töluvert öflugt ungmennafélag. ínágrenniokk- ar er sundlaug og hún er mikið notuð af okkar krökkum. Á veturna eru íþróttaæfingar og svo höfum við okkar eigin tómstundaiðju, sem er hesta- mennskan en við byrjum með hana strax eftir áramót og það eru fáir dagar í viku sem að þau fara ekki á bak. Drífa: Já ég verð að segja að mér finnst samfélagið hér hafa verið mjög velviljað okkur og krakkamir hafa verið tekin mj ög skemmtilega og jákvætt inní það. Þau fá að fara á diskótek sem Reykholtsskóli heldur og þau njóta alls þess sem að samfélagið hér býður uppá. Þeim hefur verið boðið með skólanum í skíðaferð og á þorrablót. Þannig hefur sam- félagið hér tekið einstaklega vel á móti þeim og okkur hér á Torfastöðum. - Þið saknið ekkertfyrri stunda úr borginni? Á sínum tíma voruðþið bœði dálítið áberandi þar, þú að syngja Drífa og þú í handboltanum, Óli.Hvaðfinnst ykkur þegar þið lítið til baka? Óli: Nei, ég get ekki sagt það, þetta var skemmtilegur tími og um leið ákveðinn kafli, en hon- um lauk 1979 og þá tók við annar kafli í mínu lífi og mér finnst sá kafli ekki minna skemmtilegur og gefandi en handboltinn hér áður fyrr. - Þegarégkveð heimilisfólkið á Torfastöðum er komin nið- dimm þoka og skyggni nánast ekkert, en það er í hrópandi andstöðu við þá birtu sem er innan dyra á Torfastöðum og þá bjartsýni sem er rík)and\ í starfi heimilismanna þar. Ég þakka O lafi Einarssyni og D rífu Kristjánsdóttur fyrir viðtök- urnar og krökkunum fyrir spjallið ífjárhúsinu. Verið þið sœl. AF YLEININGU Slegið uppfyrir grunnveggjum verksmiðjuhússins. Helgi Jakobsson, EinarP. Sigurðsspn ogValgeir Harðarsón brosa til Ijósmyndarans. Hluthafafundur Yleiningar h.f. var haldinní Aratungu 12. janúar 1990. Þar kom m.a. fram að söfnun hlutafjár hefði gengið vel og rúmlega 100 hluthafar voru búnir að skrá sig fyrir um 47,5 milljónir króna. Yleining tók við rekstri einingaverksmiðjunnar á Akureyri um áramótin. Stjórnarkjör fór fram og skipti stjórnin þegar með sér verkum. Er hún þannig skipuð: Pétur Reimarsson, formaður, Gísli Einarsson.varaformaður, Jón Eiríksson, ritari, Guðmundur Magnússon, meðstjómandi, S verrir S veinsson, meðstjórnandi. Ivarastjórnvorukjörnir: JónGunnarsson,SteinþórIngvarsson,GunnarGissurarson,BjarniKristinsson, Loftur Þorsteinsson. Á síðustu vikum hefur verið unnið við grunn verksmiðjuhússins eftir því sem veður hefur leyft. Tveir menn eru í starfsþjálfun í verksmiðjunni á Akureyri og framleiðaþeir m.a. þakeiningar á verksmiðjuhúsið. I límtrésverksmiðjunni á Flúðum eru veggeiningar á það búnar til svo og burðarvirkið. A.K. Litli - Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.