Litli Bergþór - 01.04.1990, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.04.1990, Blaðsíða 9
Umhverfis /öröina... Til að undirbúa okkur undir feröina, töluöum viö viö ferðareynda vini okkar og lásum okkur vel til um þá sjúkdóma, sem búast mætti við í hitabeltinu og helstu lyf við þeim. - Hæg voru heimantökin að því leyti, með lyfjafræðing, hjúkrunarkonu og dýralækni í hópnum. Við höfðum ekki ákveðið fyrirfram hve lengi, eða hve langt við myndum ferðast. Kannski í áref vel gengi, annars, ef illa færi, við yrðum veikar eða rændar, eða annað gerðist þaðanaf verra, yrðum við komnar heim eftir hálfan mánuð. Eins komum við okkur saman um, að ef einhverja okkar langaði til að fara eða gera eitthvað annað en hinar, skyldi sú ekki vera bundin af hinum, heldur gera það sem hana langaði til. Ég hafði kynnst "Poste Restante" þjónustunni, sem finnst á öllum aðalpósthúsum í borgum um allan heim, þegar ég skrifaðist á við kunningja minn, sem varáferðalagi í Asíu. Og þessaþjónustu notuðum viðsíðartil að haldasambandi okkará milli ogtil aðfápóstheiman að. "Poste Restante"ersemsagteinskonarpósthólf áaðalpósthúsunum, (eða á skrifstofum fyrirtækja eins og "American Express", sem sérhæfa sig í ferðamannaþjónustu), sem geymir bréfin í nokkra mánuði og maður getur beðið vini og kunningjaaðsendasérpóstþangað.eðaferðafélagargetalagtþarinnskilaboð. Enþaðkostar auðvitað að maðurverðurað vitaferðaáætlunina ístórum dráttum 2-3 mánuði fram ítímann, allavega hafa fasta punkta í henni. Oft var þar álitlegur bréfabunki sem beið manns, ef maður hafði verið duglegur að reka áróöur fyrir bréfaskriftum! - Vissulega mjög hjartavermandi að fá bréf heimanað - og nauðsynlegt fyrir aðstandendur að geta haft samband við mann. - Eftir að öllum undirbúningi var lokið, keyptum við okkur ódýrasta miðann sem við fundum, aðra leiðtil Nýju Delhi á Indlandi. - Með "Syrian Airlines".- Okkur þótti ekkertverra að innifalið í miðanum voru nokkrarmillilendingar: Berlín, Aþena, Damaskus íSýrlandi Í3 dagaog Kuwait. Aðalatriðið var að komast á sem ódýrastan hátt út úr Evrópu, við höfðum nefnilega heyrt að mun ódýrara væri að kaupa flugmiða í Asíu. Og svo höfðu góðir vinir gefið okkur það ráð, að binda ekki ferðir okkar of mikið fyrirfram. Ferðaáætlanir breytast auðveldlega, þegar af stað er komið, eins og sannaðist heldur betur í okkar tilfelli! 1. hluti. Ferðast um Asíu. Loks kom að því að lagt var í hann, einn dæmigerðan danskan haustmorgun, nánar til tekið fimmtudaginn 12. nóvember 1981, frá Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn. Nokkrir vinir fylgdu okkur út á völl til að drekka með okkur kveðjubjórinn, og svo var haldið til Damaskus f S ýrlandi í fyrsta áfanga. Það var heilmikill léttir að komast af stað, eftir stressið síðustu dagana í Kaupmannahöfn. Allur undirbúningur undir ferðina var náttúrlega á síðustu stundu að íslenskum sið, og svo þurfti ég að ganga frá öllu mínu dóti og senda heim til íslands eftir 5 ára búsetu í Danmörku. Ekki bætti svo úr skák að tveim dögum áður en við lögðum af stað, fóru þær Gauja og Anna, samferðakonur mínar út að skemmta sér, og þá var g vona bara að hún\ Þrúða komi tíl baka. Litli - Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.