Litli Bergþór - 01.04.1990, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.04.1990, Blaðsíða 18
Meðferðarheimilið Torfastööum Úr útvarpsviðtali. Þetta viðtal við fjölskylduna á Torfastöðum kom í útvarpið um miðjan desember s.l. (Inngangur stjórnanda þáttarins:) Torfastaðir eru í alfaraleið og oft er ég hef átt þar ferð framhjá á fögrum sumardegi, hefég dáðst að því hve allt er þar reisulegt. í árs- skýrslu Meðferðarheimilisins að Torfastöðum fyrir árið 1988 stendur þetta: “MeðferðarheimiliðTorfastöðumerheimilisemsamkvæmtsamningiviðMenntamálaráðuneytið tekur að sér 6 ungmenni sem eiga í miklum vanda. Þar er tekið á þeim vanda sem um ræðir og unnið þétt með fjölskyldu hvers barns. Meðal framkvæmda á s.l. ári má nefna að steypt var gólf í kjallaraherbergi undir fjósi og er það fyrsti áfanginn í að gera þar athafnasvæði fyrir heimilisfólk og unglinga, smíðaaðstöðu, leðurvinnu, tennis og fleira. Byggt var gróðurhús og heitur pottur. Heyskapurvar 13.000 baggar. Máluð þöká útihúsum og kirkju. Girðingarvinna, bæði nýjargirðingarogviðhald eldri girðinga, Undirbúningurað ræktun nytjaskóga ísamvinnu við Skógrækt Ríkisins og nágrannabæi.” - Þegar ekið er í hlað á Torfa- stöðum finnst manni bœrinn óvenju stór, en þegar inn er komið áttar maður sig á því, að hýbýlin mcettu ekki minni vera fyrir þá stórfjölskyldu sem þar býr. Hjónin Ólafur Einarsson, sem eitt sinn var í landsliði íslands í handknattleik, og Drífa Kristjánsdóttir, sem meðal annars söng með Nútíma- börnum, áður fyrr, sjá um rekstur og stjórn Torfastaða. Drífa: Við rekum hér heimili fyrir sex unglinga, sem að hafa lent í verulegum vandræðum. Þau koma hingað og falla inní okkar fjölskyldu því þetta er jafnframt okkar eigið heimili. A vetuma starfrækjum við skóla á staðnum, fyrir þá unglinga sem hér eru, og á sumrin sinnum við þeim verkum sem til falla. Við rekum hér búskap og bömin eru með okkur í þeirri vinnu. Hér er einnig mikil hesta- mennska. Meðferðarheimilið þýðir að við tökum á vanda þessara bama og þeirra fjöl- skyldna og reynum að finna nýjar leiðir í þeim efnum. En afhverju koma börnin hingað til ykkar? Oli: Við erum eina úrræðið fyrir unglinga sem til er hér á landi og rekið er annars staðar en í þéttbýli. Þetta er líka eina úrræðið þar sem búið er með bömunum og ekki gengnar vakt- ir af mörgu fólki. Böm koma hingað af mörgum mismunandi ástæðum. Þau em dottin út úr skóla, þau eiga í erfiðleikum heima hjá sér, sum hafa lent í afbrotum og svo mætti lengi telja. Hvað eru þessir krakkar gamlir? Drífa: Aldurstakmark hér er 12 til 18 ára en algengasti aldurinn er frá 14 til 16 ára. - Nú hafið þið bæði unnið að meðferðarmálum unglinga í Reykjavík. Afhverju stofnuðuð þið meðferðarheimili úti í sveit. ? Óli: Það er nú löng saga. Við vorum orðin dálítið leið á þessu kerfi sem að við vorum í í bæn- um, þessu vaktarkerfi. Við töldum okkur getað náð lengra með því að vera fyrir utan borg- inaog búaástaðnum. Viðvor- um með aðrar áherslur í með- ferðinni en voru á þeim stað sem við vomm að vinna á og auk þess var það ákveðin hugsjón að fara útí sveit og gera eitthvað nýtt. Drífa: Já mig langar líka að bæta því við að sá kraftur og tími sem að fór í það að vinna með miklum fjölda fólks, halda fundi og samræma sjónarmið var orðin alltof mikill að mínu mati. Egvarsjálfbúinaðsjáum skóla Unglingaheimilisins í 6 ár. Það vom mikil skipti á starfs- fólki, þetta fólk vann vaktavinnu og var, þar af leiðandi, mjög margt þótt fjöldi vistbarna væri lítið fleiri en er hér. Það var miklu fýsilegra, úr því að við vildum starfa áfram í unglinga- uppeldi, að vera færri, gera hlutina hraðar og að þurfa ekki að eyða svona mörgum klukku- tímum í það að tala saman og ákveða hvaða uppeldismark- mið ættu að vera fyrir þennan eða hinn. Þarna þurfti að sam- ræma sjónarmið u.þ.b. 20 manna. Svo var starfsfólkið misjafnlega hæft til að taka á vanda barnanna og oft týndust og gleymdust ákvarðanir sem teknar höfðu verið og úr varð bölvað klúður. - Hvað er langt síðan þið byrjuðuð á þessu Oli: Viðbyrjuðum vorið 1979. - Og hafið þið verið hér allan tímann? Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.