Litli Bergþór - 01.04.1990, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.04.1990, Blaðsíða 19
Óli: Nei, við vorum fjögur ár í Smáratúni, Fljótshlíð, en þar vorum við á leigujörð. Það var mjög ótryggt fyrir okkur. Með hjálp góðra manna íráðuneytinu fengum við Torfastaði, en þetta er ríkisjörð svo tilvera okkar hér er miklu tryggari en á leigu- jörð. - En efað við snúum okkur að lífinu hér á staðnum. Hvað er krökkunum boðið uppá og hvaða skyldur hafa þau, og hvernig er meðferðinni háttað? Drífa: Þeim er boðið uppá í fyrsta lagi öryggi. Það er nýtt fyrirflestþeirra. Þauhafahérna samveru við okkur allan sólar- hringinn og það er mjög nýtt fyrir krakka sem koma hingað að hafa stöðuga samveru við fullorðið fólk. Þau eru vön því að hafa þurft að sækja sinn skóla og koma svo heim að tómum húsum, enda foreldrar oft lítið getað verið heima við. Þau eru, mjög oft, börn einstæðra for- eldra, og það segir sig sjálft að fólk þarf að vinna mjög mikið. Hérna er alltaf reglusemi með mat: morgunmatur, heitur matur í hádeginu, kaffi, kvöldmatur. Það er líka nýtt að vera alltaf í samveru við að matast. Þau þurfa að vera með okkur í öllum verkum: húshaldi, bú- skap, skóla og verkin notum við sem tæki til að fá þau til að takast á við lífið hér. Það þarf að semja, hliðra til, taka tillit, vera réttsýnn, takast á við mis- klíð og allt þetta þroskar þau í átökum við fjölskyldur, félaga og framtíðina. Við bjóðum uppá mikla hesta- mennsku, og það finnst okkur eiginlega vera okkar skraut- fjöður. Viðkennumþeimöllum að ríða hestum, og við förum árlega í nokkurra daga ferðalag á hestum uppá fjöll. (Nú kemur samtal við krakkana og er það tekið úti í fjárhúsi:) - Hjá mér sitja 4 krakkar sem dvelja hér að Torfastöðum umþessar mundir. Hvað eruð þið gömul? Krakkar: Við erum tvö 15 ára, einn er 14 ára og einn er 16 ára. - Er nóg að gera? Krakkar: Jájá, alltaf nóg að gera. Við vöknum kl. 8 og erum í skóla til kl. 15:30. Þá er kaffi og svo förum við í útiverk, eða tökum til, það er misjafnt. Svo eigum við eldhús, skiptum því á milli okkar, og heimilisverk. - Er gott að vera hér? Strákur: Já mjög gott. - En nú hlýtur að vera mjög mikill munur á því að búa hérna, kannske lengri eða skemmri tíma, - þið eruð búin að vera alltfrá tveimurmánuðum uppítvö ár - ogþvíað verafyrirsunnan. Hvernig er sá munur? Er hœgt að bera það saman? Strákur: Já mér finnst betra að vera hér, því að ég var í svo miklum vandræðum heima. Við förum einu sinni í mánuði í bæinn og dvelj- um þar eina helgi og þá erum við heima og röbbum saman. - Hafið þið hin sömu sögu að segja? Er gott að vera hérna? Stúlka: Já mér finnst mjög gott að vera hérna. Alveg æðislegt. - Ætlarþú áð vera lengi? Stúlka: Eg stefni að því að vera hér allavega þangað til skólinn er búinn. - Ætlarðu að Ijúka samrcemdu prófunum? Stúlka: Já, ég ætla að gera það. - En þú,r hvað œtlarþú að vera lengi hérna? Stúlka: Eg bara veit það ekki. - Ertþú líka hérna vegna vandrœða heimafyrir. Stúlka: Já og svo kemur fleira til. - Finnst ykkurþiðfá hjálp við að leysa þann vanda sem við hefur verið að glíma hjá ykkur? Strákur: Já mér finnst það. Við höldum fundi þar sem við ræðum umþettaogsvona,ogþaðhjálparmjögmikiðtil. Þettagreiðirsvona mjög vel úr þessu. Þetta er farið að ganga miklu betur. - Ætlarðu að verða bóndi þegar þú stœkkar? Strákur: Nei..ja..þaðervoðaóljóst,égveitþaðekki. Það gæti alltaf skeð samt. - Hvernig er með tómstundir ogfélagslíf. Hvað gerið þið ykkur til dœgrastyttingar hérna? Stelpa 1: A þriðjudögum og fimmtudögum förum við í sund, og þar hittum við alla okkar vini og svona. Svo eru stundum böll í Ara- tungu, eða diskótek í skólanum, þá er okkur stundum boðið. Svo erum við tvær hér í kór og það er mjög gaman líka. Stelpa 2: Svo skemmtum við okkur líka heima. Við spilum og röbbum saman og höfum gaman af fjölskyldulífinu hérna. - Eigið þið marga vini í sveitinni? Strákur: Já við þekkjum allakrakkana sem að eru íReykholtsskóla og við hittum þau oft í sundi og í Reykholti. - Hvernig er með námið? Er Torfastaðaskóli góður? Stúlka: Mjög góður, við höfum svo yndislegan kennara. Hún hjálpar okkur mjög mikið í því sem að við getum ekki og bara maður fær ekki nóg í bænum. Það er alveg pottþétt. Frh. bls.23. Um framboð í sveitarstjórnarkosningum gilda ákvæði í lögum um alþingiskosningar. Þar segir m.a. í 26. grein: - Þegar alþingiskosningar eiga aö fara fram, skulu öll framboð tilkynnt skriflega yfirkjörstjórn þeirri, sem í hlut á, eigi síðar en 4 vikum fyrir kjördag. ÚR KOSNINGALÖGUM Litli - Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.