Litli Bergþór - 01.04.1990, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.04.1990, Blaðsíða 7
Frá Búnaðarfélaginu Hvenær fæ ég Afrekshornið? A árínu hefur félagiö gengist fyrir nokkrum fundum. I janúar komu ráðunautar Búnaöarsambandsins á fund til kynningar á virðisaukaskattinum og nýju bændabókhaldi. febrúar var haldinn umræðufundur (málþing) um landbúnaðarmál hér á okkar heimaslóðum. Fundurinn bar yfirskriftina "Landbúnaðurinn í dag, hver er okkar staða og hverjir eru okkar möguleikar?" Aðalfrummælandi átti að vera Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur Stéttarsambands bænda, en hann komst ekki sökum ófærðar. Aðrir málshefjendur voru Þorfinnur Þórarinsson, Ingólfur Guðnason, Eiríkur Jónsson og Sveinn Sæland. Eftir framsögur urðu talsverðar umræður og tóku margir þátt í þeim. Fundurinn þótti takast ágætlega og mætti huga meira að slíku. Um miðjan febrúarvar haldinn fundur um heyverkun og einkum tekin fyrirverkun í rúlluböggum. Nú í mars hélt Búnaðarfélagið rafsuðunámskeið í samvinnu við Farskóla Suðurlands. Það var 15 klst. námskeið, bæði bóklegt og verklegt. Nú þegar þetta er ritað hafa ekki verið haldnir fleiri fundir, en ýmislegt er fyrirhugað. Gunnar Sverrisson Nefnd Afrekshornsins ákvað að árið 1989 fengi það Skúli Magnússon, Hveratúni, sem viðurkenningu fyrir árangursríka og farsæla uppbyggingu ylræktar í Biskupstungum. Störf Skúla og hans fjölskyldu að ræktunarmálum þekkja margir og vita að hann er vel að þessari viðurkenningu kominn. Skúla var afhent hornið f desember sl. G.S. Skúli og Guðný í Hveratúni. Hagkvæm lausn Allar nánari upplýsingar og pantanir í síma 98-66750. UMTRÉ HF FLÚÐUM, HRUNAMANNAHREPPI 801 SELFOSS • SÍMI 98-66750 Litli - Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.