Litli Bergþór - 01.04.1990, Blaðsíða 14
Opnun Hlíðaveitu
Ræöa Björns Sigurössonar viö opnun Hitaveitu
Hlíöamanna þ. 9. desember 1989.
Góðir gestir.
Fyrir hönd eigenda Hlíðaveitu býð ég ykkur öll velkomin í þetta
kaffiboð í tilefni opnunar veitunnar. Skáld sagði fyrir löngu að það
væri bágt að standa í stað og annað hvort miði mönnum áfram eða
afturábak í tilverunni. Það er þægilegt að sitja bara á garðabandinu
og horfa á rollumar jórtra. Svo hafði verið um aldir, uns sú mikla
bylting 20. aldar hófst og er þó aðeins 50 ára. Fyrir aðeins 70 árum
þótti heldur til spillis á jörðum er þar væru hverapyttir og
Biskupstungnamenn fóru ekki varhluta afþeim. Síðan hófst tækniöld
og byijað var að beisla orkuna. Er sú saga öllum hér kunn.
Um 1980 urðu miklar framfarir við að flytja heitt vatn um langan
veg og á markaðinn komu hrein undraefni til einangrunar á hitarörum.
Þá þegar byrja margar sveitir hér sunnanlands að leggja langar
hitaveitur vítt um sveitir. Hér í nágrannabyggðum hafa verið lagðar
allmargar veitur t.d. í Gnúpverjahreppi, á Skeiðum, í Hruna-
mannahreppi og Grímsnesi. Allir sem fengið hafa afnot af þessum
veitum segj a einum munni að það hafi verið ein sú besta framkvæmd
sem þeir hafi lagt í í sinni búskapartíð.
I ágætum greinum í tímaritinu Sveitastjórnarmál segja þeir
Bjarni á Hæli og Jón í Vorsabæ að kostnaður á hvern bónda hafi
verið líkur og dýrasta gerð af dráttarvél og hafi svo haldist mestallan
áratuginn.
A þessum áratug hefur tækni til að finna og bora eftir heitu vatni
stóraukist. Um nokkuð langan tíma hefur mikið verið rætt um þessi
mál hérí sveitog uppbygging og fjölgun fólks öll bundin hitasvæðum.
Umhverjarsveitarstjómarkosningarhefurþaðveriðtaliðeittbrýnasta
mál hér að ná upp meiri hitaorku og dreifa henni.
A síðustu 2 árum hefur síðan verið unnin markviss áætlun af
verkfræðistofu hvemig standa skyldi skuli að því verkefni með ráð-
gjöf Orkustofnunar um hvar skuli helst borað.
Ég rakst á það í dagbók minni frá 1982 að 26. mars koma saman
til fundar í Uthlíð 18 manns úr Laugardal og frá Hlíðabæjum til að
ræða um möguleika á að bora og virkja á Efri-Reykjum fyrir þetta
svæði, en Kristján Sæmundsson hjá Orkustofnun hafði þáeindregið
hvatt okkur að huga að helst að þeim stað. Þar væri vitað um mestan
berghita hér í uppsveitum. Fyrst var ákveðið að reyna að hreinsa og
grafa upp hverinn sem sumstaðar hafði gefist vel en ekki bar þetta
árangur. Síðan var ákveðið að fá jarðbor frá Orkustofnun. Hann
byrjaði 28. mai ’82, lenti í hitapytti sem síðan var eyðilagður af
klaufaskap með sandi og steypu. Síðan voru boraðar nokkrar holur
án árangurs og menn gáfust upp í bili. Þremur ámm seinna var
fenginn lítill tilraunabor og boraðar nokkrar holur með víðari hring
Litli - Bergþór 14
Eiginlega heföi ég ^
átt aö fá aö flytja þessa
ræöu. Húneralveg
meiriháttar. y
svo skoða mætti betur útlínur
hverasvæðisins, en lítið kom út
úr því.
í dagbók frá 18. nóv. ’86
segir: “Nýr stórjarðbor kom að
Efri Reykjum í dag og byijar að
bora á morgun”. Þá er kominn
til sögunnar nýr aðili sem er
Biskupstungnahreppur að hálfu
á móti okkur Gunnari á Efri-
Reykjum. Þessiborunmistókst
eins og þær fyrri og er hætt 29.
nóvember. 9. desembererhald-
inn uppgjörsfundur í Aratungu
og heildarkostnaður talinn vera
1 milljón 491 þúsund. Þá bauð
Orkustofnun ókeypis rannsókn
af dýrustu gerð og viðurkenndi
mistök við staðsetningu. Þær
voru síðan framkvæmdar sum-
arið "87 og fengum við útkomu
þeirra snemma árs "88, en voru
taldar torráðnar og enn þurfti
fleiri tilraunaholur. Ogennkem-
ur nýr jarðbor 13. apríl og borar
100 m holu austan við bæinn á
Efri-Reykjum en Kristján er
óánægður með árangurinn og
lætur flytja borinn vestur að
þjóðvegi 19. aprfl. Þar hefst
lokastríðið og aðeins á öðrum
degi segir Kristján: “Nú er ég
ánægður en ekkert kom nú
vatnið.” Síðanvarboraðlátlaust
í 5 vikur.
I dagbók minni ffá 31. maí