Litli Bergþór - 01.04.1990, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.04.1990, Blaðsíða 15
Virkjunin við Efri-Reyki. "88: “Stórfréttir frá Efri Reykjum er komið er niður á mikla vatnsæð í 780 m dýpi. 2. júni er holan síðan opnuð og sýnd fólki. Gýs hún mjögmyndarlega. Hófust síðan rannsóknir. Reyndistholanþágefa 50 sekúndulítra af 100 st. heitu vatni en nota þarf gufuskilju. Og enn verða þáttaskil. Hver vildi hengja bjölluna á köttinn og taka við skuldasúpunni. Heildarkostnaðurtalinn 30.4.1989, kr. 9.055.396. Ekki verður hér sögð sú saga en öll er hún til. Það var brask að fá menn í sameiginlegt stórátak. Að lokum fannst hópur sem ákvað 1. maí 1989 að ráðast í virkjun holunnar og lagningu á veitukerfi. Fyrsta hluta af þremur sem fyrirhugað var og enn geta vel komið til greina. Haldnir voru fundir, komið fram á vor og allt ógert. Samið var við Verkffæðistofu Suðurlands um hönnun og síðan boðið út efni. Gerð var lausleg áætlun um heildarkostnað er hljóðaði upp á 30 milljónir króna. Ákveðið var sameignarform og að l/21 heimkominn jafnt hvar sem væri á veitusvæðinu væri ein grunneining sem gilti sem eitt atkvæði í félaginu. Ákveðið var að í stofngjald skyldi greiða700 þús. pr. einn hlut. En umframkostnaður fjármagnaður með sameiginlegum lánum. Alls hafa nú selst 23 hlutir sem er um helmingur af eign félagsins í hitaorkunni. Óselda orkan er því okkur langdýrust því hún hefur verið fjármögnuð og virkjuð tilbúin til notkunar. Framkvæmdir hófust seinni hluta júní. Ákveðið var að bjóða ekki út verkþáttinn en raða verkefnunum eftir þörfum undir stjóm heimamanna. Framkvæmdir hafa því tekið á 6. mánuð og þó margt smátt sé enn óunnið erþetta verk nú svo til á enda. Við eigenaur veitunnar höfum skipt með okkur verkum. Páll Óskarsson hefur verið verkstjóri og annast innkaup og flutning . Við Sighvatur höfum hjálpast að að halda þeim á floti fjárhagslega. Aðalmatmæöur hafa verið þær Brekkumæðgur, Hildur, Fríða, Mæja og Ágústa. Milli 10-20 starfsmenn hafa verið að störfum. Þeir Jóhannes á Brekku og Hallur á Miðhúsum allan tímann. Rafsuðumenn í sverum lögnum hafa verið Halldór og Finnur, er við fengum úr Nesjavallavirkjun. Gunnar Guðjónsson frá Tjörn hefur verið frá því snemma í haust, aðallogsuðumaður í heimæðum. Jens Pétur hefur annast raflagnir ívirkjun. Þá hefur verið aðalsmiður allan tímann Öm fráDalsmynni. Lögmaður hefur verið Ólafur Björnsson sem annast hefur alla samningagerð. Öllu þessu fólki kunnum við bestu þakkir fyrir störf sín. Aðalstofnlögn er um 8 km úr heimæðum og stofnæðar í 3 stór sumarbústaðarhverfi sem hafa verið unnar samhliða af sömu aðilum eru um 10 km. Dæla í dælustöð getur dælt um 40 sek/ 1 við 14 kg þrýsting. Þrýstingur er nú 6 kg á efstu bæina, Úthlíð og Austurhlíð sem eru í 140 m hæðendælustöðí88m. Vatnið leggur af stað 100 stiga heitt og kólnar um 1 gráðu pr. km. Var í gær 95 stiga í Úthlíð 6 km frá holu. Dælustöðersameignveit- unnar og eigenda Efri-Reykja. Slík framkvæmd sem þessi hlýtur óneitanlega að reyna nokkuð á fólk og svo mun verða þar til verkið er að fullu greitt. Verðugur er verkamaðurinn launa sinna og verðug erum við aðnjótaveitunnar. Mikilumrót eiga sér nú stað í landbúnaði. Það er von mín og trú að með framkvæmd þessari höfum við styrktbyggðarlagið. Viturmað- ur sagði: "Það er betra að slitni en ryðgi." Allir sem lagt hafa hönd á hitaveituplóginn hafa ekkiryðgað. Sælirerum viðnú og skulum því njóta dagsins og heilum vagni heim aka frá þessu viðburðaríka sumri og hausti. Það hefur verið okkar gæfa. Margir hafa verið okkar blíðu- dagar, því gleymast þeir erfiðu fljótt. Það er von mín að er tímar líða munu fleiri í þessari sveit geta tengst þessu orkuveri með einhverjum hætti. Þó nokkuð hefur verið hér upp talið er hitt þó fleira sem ekki hefur verið minnst á. Allt hið smáa í stórframkvæmd er þó jafn mikilvægt. Nú rís til himins vafurloginn grái, hann mun ylja okkur um ókomin ár landi og lýð til blessunar. Að lokum bið ég þess að þetta mannvirki megi standa vel og lengi. Litli - Bergþór 15

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.