Litli Bergþór - 01.12.1991, Blaðsíða 18
HVÍTÁRGLJÚFUR
OG GULLFOSS.
Eftir Skarphéöinn Pétursson
Hvítáereittmestavatnsfall landsins. Lengd
þess er um 135 km, ef talið er frá upptökum
til Ölfusárósa. Vatnasvið Hvítár er nokkuð
stórt og þekur um 6100 ferkm. Þarna telst
reyndar með vatnasvið Ölfusár en svo heitir
Hvítá síðustu 25 km til sjávar eftir að Sogið
rennur í hana. Venja er að tala um Hvítá/
Ölfusá sem eitt aðalvatnsfall.
Upptök Hvítáreru í Hvítárvatni sem ersjötta
stærsta stöðuvatn íslands og liggur í lægð
undan sunnanverðri austurrönd Langjökuls.
Yfirborð þess er 29,6 ferkm og rúmmálið er
817miljón rúmmetrar. Vatniðmjókkarnokkuð
til suðurs og endar í löngum mjóum vogi þar
sem áin rennur úr því. Matsatriði verður að
telja hvar vatnið endi og áin taki við. Hvítá
verður strax mikið vatnsfall og er meðal-
vatnsrennslið við upptökin 50 rúmm/sek.Eftir
að hafa steypst niður Gullfoss og fram
HvftárgIjúfur rennur áin niður á undirlendið
þar sem hún heldur áfram að liðast allt fram
til Ölfusárósa.
Á vatnasviði Hvítár eru allar höfuðtegundir
íslenskravatnsfalla: dragársamanberStóra-
Laxá, Lindársbr. Brúaráogjökulársbr. Hvítá.
En þar sem í aðalvatnsfallið renna allar gerðir
telst það blandað vatnsfall.
GULLFOSS og HVÍTÁRGLJÚFUR.
Ég held að það leiki enginn vafi á því að
Gullfoss er einn fallegasti foss landsins ef
ekki sá fallegasti. Gullfoss skiptist reyndar í
tvo fossa en örstutt er á milli þeirra. Sá efri er
heldur lægri en nokkuð breiðari en sá neðri.
Hann blasir við suðri og sést best austan ár,
en strax neðan við fossinn snarbeygir áin í
vestur og horfir neðri fossinn i þá átt. Er neðri
fossinn mjórri en hærri og skiptir lágur
gróðurlaushólmihonum ítvennt. Neðri fossinn
blasir við vestan ár en fast neðan við fossinn
tekur áin aftur upp aðalstefnu sína í útsuður.
Vestan við fossinn liggur göngustígur niður í
hvamm eða stall þar sem neðri fossinn sést
mjög vel og skáhallt á þann efri. Hægt er að
halda áfram ferðinni upp á klettasnös við
vesturbrún efri fossins. Af henni sést efri
fossinn vel og langt niður eftir Hvítárgljúfri.
„Hvítárglúfur eru rúmir 3 km að lengd.
Gljúfrið er víðast 40-50 metra djúpt, hæstir
eru barmar þess í mynninu að austan um 70
m. Gullfoss er í tveimur þrepum, neðra þrepið
er um 20 m að hæð en efra þrepið um 11 m
,þ.e.fossinnerallsum31 mhár. Meðalrennsli
Hvítár í Gullfossi hefur síðustu 30 árin verið
um 109 rúmm/sek, samkvæmt upplýsingum
frá Sigurjóni Rist, en í mestu flóðum mun
rennslið vera 2000 rúmm/sek.“ (Þ.E. Eldur í
norðri, bls.443.)
Af þessu má vera Ijóst að gljúfrið er ansi
hrikalegt en það á sínarfallegu hliðar líka. Má
þarfyrstan nefna hvamminn Pjaxa. Hann er
vestan ár um 2 km fyrir neðan fossinn og fært
er niður í hann þó nokkuð bratt sé. Ekki vita
allir af þessum hvammi vegna þess hve illa
hann sést frá veginum. Skammt neðan við
Pjaxa stendur sérkennileg klettaborg sem
nefnist Álfakirkja. Stærsti hvammurinn ÍHvítá
er þar rétt hjá og heitir Hrútatunga. Hann er
austan ár sem og Álfakirkja.
JARÐLÖG, LANDMÓTUN OG
ALDUR HVÍTÁRGLJÚFURS OG
GULLFOSS.
Eins og segir í grein Þorleifs eru jarðlög
Hvítárgljúfurs og Gullfoss öll mynduð um eða
uppúr miðri ísöld. Berggrunninum má skipta
Litli - Bergþór 18