Litli Bergþór - 01.12.1991, Qupperneq 19
í þrjár jarðlagasyrpur, neðst og elst er
BRÚARHLAÐABREKSÍAN, mislæg ofan á
henni eru svo GULLFOSSLÖGIN og efst og
yngst eru HÓLA- og TUNGUFELLSLÖGIN.
Brúarhlaðabreksían (bólstraberg-móberg)
er líklega leifar eldfjalls eða eldhryggs sem
hlaðist hefur upp ýmist undir jökli eða á auðu
landi (hraunlög). Greinist hún í bökkum
gljúfursins frá Brúarhlöðum og inn í mynni
Hvítárgljúfurs innan Brattholts og Jaðars.
Brúrarhlaðabreksían tekur á sig ýmsar myndir
en mest áberandi er þó fíngert móberg sem
víða er hulið gosbrotabergi og á stöku stað er
hún gerð úr bólstrabergi. Nokkuð er um basalt
ívaf í henni og sumstaðar hraunlög. Af
segulmagnsrannsóknum má geta sér til um
að Brúarhlaðabreksían sé aðeins eldri en 0,7
milljónir ára.
Gullfosslögin eru nefnd þau 2 hraunlög
semmyndafossbrúnirGullfosssvoogsetlögin
sem liggja undir, milli og ofan á þeim í
Hvítárgljúfri. Elst laganna er setlagið SA sem
kemur vel fram í veggjum gljúfursins. Það er
víða aðgengilegt og er það víðast völuberg
en sumstaðar þó sandsteinn. Efsti hluti þessa
lags er víða lítt samlímdur og hefur það
eflaust átt drjúgan þátt í hröðu niðurbroti
neðri fossbrúnarinnar.
Ofan á setlagið SA hefur síðan runnið
basalthraunlagið B1, neðra fossbrúnarlagið.
Það kemurfram í báðum veggjum gljúfursins
og allt inn í neðri brún Gullfoss. Neðra
fossbrúnarlagið er feldspatdílótt grágrýti að
gerð og víða straumflögótt og reglulega
stuðlað. Þykkt þess er nokkuð breytileg eða
12-20 m, í Gullfossi er það um 12,5 metrar.
Milli B1 neðra fossbrúnarlagsins og efra
fossbrúnarlagsins B2 liggur setlagið SB og
sjást þverskurðir í það víða vel í gljúfrinu.
Setlagið er nokkuð misþykkt eða 4-12 m.
Neðstihluti SB er víðast gerður úr leirsteins
eða hnullungabergi. Miðhluti lagsins er víða
gerður úr silt- eða sandsteini en efsti hlutinn
erúrvölubergisem ervíðaansiauðgræfurog
laus í sér.
Ofan á setlagið SB rann svo annar mikill
hraunstraumur sem efra fossbrúnarlagið er
myndað úr. Basaltlagið er kallað B2. Er lagið
grágrýtiskennt og allvel stuðlað. í veggjum
Hvítárglúfurserþað
um 5-15 m þykkt en
við Gullfoss um 10
m. Lagið B2 myndar
undirlag hinnafornu
eyra austan Hvítár-
gljúfurs og þaðan
má rekja það inn að
mynni Búðarár.Til
austurs má rekja
þaðtil Dalsdragaog
upp á Hálsa allt
suður til Svartár.
Ofan á B2 leggst
svo 2-7 m þykkt
setlag , SC. Setlag þetta er gert úr völubergi,
þó er víða í því siltsteinn.
Hóla- og Tungufellslögin eru yngstu
jarðmyndanir berggrunnsins við Hvítárgljúfur.
Yngstu lög berggrunnsins vestan Hvítárvestur
að Tungufljóti eru gerð úr beltuðu grágrýti
sem víða eru vel Ólivín- og Feldspatítót
(Hólalög). Austan Hvítár lítur bergið allt
öðruvísi út, þar er bergið mjög þétt og glerkennt
og kubbastuðlað, í einu lagi Tungufellslögin.
Af þessu má draga þá ályktun að Hólalögin
Grágrýtislög
Völuberg
Jökulberg
Sandsteinn
Litli - Bergþór 19