Litli Bergþór - 01.12.1991, Side 20

Litli Bergþór - 01.12.1991, Side 20
hafi runnið út í á eða vatn en hins vegar hafi vatn eða á runnið yfir Tungufellslögin. (Sbr. Kristján Sæmundsson 1970). LANDMÓTUN. í hinum allþétta berggrunni við Hvítárgljúfur hafa misgengi og sprungur haft mikil áhrif á mótun þess auk jarðlagahallans og lítur gljúfrið því út eins og krákustígur úr lofti. Undir lok síðasta jökulskeiðs hörfaði meginjökullinn upp í hálendisbrúnina í Biskupstungum og Hrunamannahreppi vegna hlýinda á Saurbæjarskeiði. En nýttkuldaskeiðgekkyfir aðnýjufyrirum 11 .OOOárumoggekkjökullinn fram að nýju. Við það hlóðust upp miklir jökulgarðar sem raktir hafa verið þvert yfir Suðurland frá Vatnsdalsfjalli í Fljótshlíð og vesturtil Efstadalsfjalls í Laugardal. Nefnast jökulgarðarnir Búðaröð og framrásarskeiðið Búðaskeið. (Sbr. Guðmundur Kjartansson 1943,61). Þegar Búðarjökullinn hörfaði fyrir fullt og allt myndaðist svokallað Búðarlón í kvosinni norðan Sandöldu. Hin forna Hvítá hafði tvö útföll úr því, hið vestra sem nú er uppþornað og hið eystra sem hefur verið á líkum stað og Hvítá rennur núna eða milli Sandöldu og Eyðihlíðahöfða. Við höfðann hefuráin kvíslast. Smáttogsmátthefureystra útfallið náð yfirhöndinni og öll áin tekið að renna í gljúfrinu innan Hamarsholts þar sem Hvítá rennurenn. Þarsemallarþessarkvíslar renna fram hafa breytingar verið flóknar og tekið lengri tíma. Verður þeim lýst í næsta kafla. ALDUR ÁRFARVEGA HVÍTÁR. Eftir að útfallið úr Búðarlóni var orðið eitt tók Hvítá að renna í núverandi farvegi fyrir tæplega 10.000 árum. Á myndinni má sjá alla farvegi Hvítár. Elsti farvegurinn er merktur 1. og hefur hann runnið töluvert austar en núverandi farvegur. Nær hann allt að 1200 m lengd þar sem áin er talin hafa fossað fram í Hrúthaga. í þessum farvegi finnast öll Heklulögin og er hann því eldri en 6200 ára sem svarar til að á þessum 3800 árum hafi gljúfrið lengst um 30 cm á ári. Svo fyrir um 6200 árum tók Hvítá að renna vestaren áður við Gullfoss að Kálfhaga. Er hann kallaður Kálfhagafarvegur. Við þetta lengdist gljúfrið um 600-650 m á 2000 árum eða 30 cm á ári.Áin breyttistsvotil núverandifarvegarfyrir um 4000 árum. Tók hún þá að grafa það gljúfur er stallurinn sem bílastæðið stendur á er. í Ijósi öskulagarannsókna á stalli 200 metra sunnan við neðri fossbrúnina bendir allt til þess að síðasti farvegurinn og síðustu 400-500 m gljúfursins séu yngri en 200 ára eða yngri en 1766. Gullfoss hefur tekið litlum breytingum síðustu áratugina. Helst má nefnaaðnorðurbrún fossins hefurslævst og rennurþarnúenn meira vatn. Mjög sennilegt verður að teljast að mestu breytingarnarverði í flóðum en þá getur vatnsmagn allt að tuttugufaldast. Litli - Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.