Litli Bergþór - 01.12.1993, Qupperneq 3

Litli Bergþór - 01.12.1993, Qupperneq 3
Ritstj ómargrein ísland er fallegt land og Biskupstungur falleg sveit. Þaö er engin spurning. Á hinn bóginn er rétt aö velta fyrir sér annars vegar hvernig viö getum nýtt þessa fegurð og hins vegar hvernig viö getum tryggt aö henni veröi ekki spillt. Aö lifa í fögru umhverfi er aö sjálfsögöu mest viröi fyrir þá sem þar búa vegna þess aö þeim líður vel og umhverfið hefur góö áhrif á þá. En þaö hefur líka á ýmsan hátt áhrif á efnalega velferð íbúanna. Þjónusta viö ferðamenn og aöra þá er vilja njóta hér lengri eöa skemmri dvalar er drjúg og vaxandi atvinnugrein hér í sveit. Flestir koma hingaö til aö sjá og kynnast landslagi og náttúru. Mestur hluti af framleiösluatvinnuvegum þessarar sveitar byggir einnig á náttúrufarinu og á allt sitt undir því aö einhverjir vilji kaupa framleiösluna. Neytendur leggja sífellt meira upp úr því aö þessar afuröir séu hreinar og lausar viö mengun. Fáir hafa aöstööu til aö sannreyna aö svo sé en byggja mat sitt á þeirri ímynd sem umhverfið, sem framleitt er í, hefur í hugum þeirra. ímynd þeirra fer fyrst og fremst eftir því hvernig umhverfiö lítur út. Fallegt og snyrtilegt umhverfi gefur þá hugmynd að framleiösluvörurnar séu hreinar, hollar og fallegar. Ábyrgö íbúanna er því mikil aö spilla ekki umhverfinu meö hirðuleysi í umgengni. Markmiö þarf aö vera aö búsetan hafi engin óæskileg áhrif í þessu efni. Lagöprúöar ær, fjörleg hross og sællegar kýr í haga eru öllum náttúruunnendum til yndis, vel ræktaður gróöurreitur gleður augu og reisulegar byggingar, sem falla vel aö umhverfinu og er vel við haldið, eru til prýöi. Ónýtir hlutir, mannvirkjaleifar í óhiröu og umbúðir á víöavangi spilla fegurö umhverfisins. Þar sem athafnasemi ríkir, umferö og neysla er mikil fellur mikiö til af þess háttar hlutum. Ekki er nóg aö gera kröfu til aö hver og einn gæti sín í þessum efnum. Flesta hendir alltaf ööru hvoru aö gleyma sér og kasta umbúðum eöa ööru slíku þar sem þaö á ekki að vera. Stundum getur líka komist upp í vana aö horfa á umhverfislýti án þess aö setja þau fyrir sig. Einhverskonar samfélagsleg þjónusta þarf aö vera til staðar til aö bæta úr þar sem ágallar eru. Mjög æskilegt er aö áhugamannasamtök leggi þar eitthvaö af mörkum, en væntanlega veröur sveitarfélagiö alltaf aö greiða kostnaö. Þarna er líka mjög eölilegt verkefni fyrir unglingavinnu, sem var hér í fyrsta sinn síðastliðið sumar. Eftirlit og hreinsun meö vegum og í kringum opinberar byggingar liggur vel viö og er einföld í framkvæmd. Ekki er víst aö sama sé aö segja þegar úrbóta er þörf á stööum sem eru í eigu og undir yfirráðum einstaklinga. Þar verður aö gæta þess aö fólk líti ekki á tilboö um aðstoð viö úrbætur sem ásökun eöa einhverskonar lítillækkun. Slíkt spillir alltaf árangri. Sorphiröu þarf aö bæta. Mjög nauðsynlegt er aö fara aö flokka sorp og nýta lífrænan úrgang. Koma þarf í veg fyrir brennslu á plasti viö lágan hita. Ástæöa er til aö fræöa fólk skipulega um gildi góörar sorphirðu og hvernig það getur lagt sitt af mörkum til þess aö úrgangur spilli ekki umhverfi. Fyrsta skrefiö í þá átt aö gera Biskupstungur aö lýtalausu byggöarlagi er aö afla því almennrar viöurkenningar aö þetta sé sameiginlegt hagsmunamál allra sem það byggja, og úrbætur séu verkefni samfélagsins í góöu samstarfi viö íbúa þess. A. K. Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.