Litli Bergþór - 01.12.1993, Page 15

Litli Bergþór - 01.12.1993, Page 15
Unglingavinna í Biskupstungum Hópurinn leggur afstað í siglingu á Hvítárvatni. í sumar sem leið var krökkum á aldrinum 13-15 ára í fyrsta skipti gefinn kostur á unglingavinnu hér í sveit. Verkstjórarnir Brynhildur og Erla fóru af staö með 13 krakka og gekk samstarfið mjög vel. Þau voru duglega til vinnu, mæting góð og samkomulagið gott innan hópsins. Verkefni voru fjölbreytt þó aðalvinnan hafi verið sláttur á svæðum í eigu hreppsins, svo sem íþróttavellinum og í kringum sundlaugina og Aratungu. Málningarvinnan var líka heilmikil sem og kantskurður að ógleymdri ruslatínslunni og hreinsun á stéttum. Eins stóð fólki í sveitinni til boða að fá þennan skemmtilega hóp til starfa heim til sín við hin ýmsu tilfallandi störf, svo sem hinn sívinsæla baggaburð, gróðursetningu trjáa, garð- vinnu o.fl. Nokkrir bæir nýttu sér þetta og komu krakkarnir m.a. við í Úthlíð, á Drumboddsstöðum og Spóastöðum. Svo þurfti að slá og snyrta hjá Heilsugæslustöðinni og Yleiningarverksmiðjunni og kirkjugarðarnir fengu líka sína snyrtingu af unglinga- höndum. Einn dagur var tekinn í að hlúa að og gera það sem þurfti í Rótarmannatorfunum góðu inná hálendi. Ekki var annað hægt en að verðlauna krakkana fyrir góða frammistöðu og vel unnin störf og var því farið með þau í eins dags skemmtiferð inná afrétt. Þar fengu þau að upplifa hina frábæru Hvítárvatns- siglingu Gústa og félaga, komu við í Árbúðum og fengu "kók og prins" og að endingu var grillað í Fremstaveri við mikinn fögnuð og var sannarlega glatt á hjalla í þessari ferð. Eins og allir vita er sjaldnast lognmolla þar sem fleiri en tveir unglingar eru saman komnir og má því Ijóst vera að oft á tíðum var mikið fjör í unglinga- vinnunni. Má þar sérstaklega nefna svokallaðan "málningarslag" sem dag einn endaði með vel máluðu hári og fatnaði starfsmanna. En krakkarnir eiga heiður skilinn fyrir hversu vel tókst til í alla staði með frumraun unglingavinnunnar hér í sveitinni og verður því að öllum líkindum framhald á næsta sumar. E.M.H. Hjólaborð, innskotsborð og blómasúlur, enn betra verð. Jóladiskar, ný sending, lækkað verð. Full búð af gjafavöru. Jólaflaskan frá Holmegaard. glæsilegri Jólaórói frá Georg Jensen. Eyravegi 1 7 Selfossi. Sími 22310 NÆG BÍLASTÆÐI. VERIÐ VELKOMIN Sérverslun með gjafavörur Litli - Bergþór 15

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.