Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1966, Page 6

Skólablaðið - 01.04.1966, Page 6
154 - ...........Ég hef mikið yndi af að stytta mér leið. Satt bezt að segja þyk- ir mér fátt jafn skemmtilegt og að læð- ast að husabaki og klifra yfir girðingar. Þetta er skrítin árátta viðurkenni ég, sumir mundu jafnvel líta á þetta sem vitfirringu eða fávitahátt. En það getur enginn borið á moti þeirri freistingu sem 1 þessu felst. Mér er hún hrein- asta naútn: Að laumast inn 1 garðana, kíkja fyrir horn, skjótast yfir blómabeð- in og hlakka yfir þvú að enginn skuli sjá það - allt þetta vekur mér gómsætrar gleði i fásinninu. Mér fannst hyggilegast að ljúka þessu af. Fleiri játningar þarf ég ekki að gera. Ég vona heils hugar að enginn á- fellist mig fyrir þessa tilhneigingu mína. Ef litið er á lúf mitt sem heild, kemur í ljós að þetta er svo til eina tilhneig- ingin sem ég er haldinn, eina nautnin sem ég leyfi mér. Ég lifi fjarska fá- brotnu lífi, er ekki einu sinni kvæntur. . . Þannig var þetta í nótt sem leið. Ég var einmitt x óðaönn að laumast. Þér skiljið, stundum verður þetta eins konar skollaleikur. Þeir gluggar sem ljós er x koma fram sem augu, en þeir sjá ekki neitt, ef ekki er fólk innan við þá. Hins vegar hljóta þeir að vera mun lúmskari, gluggarnir sem ekkert ljós er {, en hafa samt fólk innan við sig. Þá verður málið ögn flóknara eins og allir sjá - - Ég vil skýrt taka fram að mér finnst dónalegt að horfa inn um annarra manna glugga og forðast það af fremsta megni. Hjá þvú varð samt ekki komizt í þetta sinn. Að visu var einhver gard- ínuómynd fyrir glugganum, en hún gerði hvorki til né frá. Og sem ég var í þann veginn að taka á rás fram hjá þess- um tiltekna glugga, varð mér það á að kíkja inn sem snöggvast, bara rétt til að rannsaka hvort einhver sæi mig. Ég lýsi mig reiðubúinn að greiða sekt fyrir þessa vangá mína, ef þurfa þykir. Það reyndist vera maður innan við gluggann. Einn maður. ( Ég mun lýsa þessu með eins mikilli nákvæmni og unnt er . ) Hann sat við skrifborð gegnt glugganum og starði beint fram fyrir sig - á mig !_ Samt tók hann ekki eftir mér, guði sé lof. Það gerði myrkrið. Hann einungis starði út í loftið án þess að horfa á neitt sérstakt, lengi lengi - og ég þorði ekki að hreyfa mig um hænufet. En ég hef aldrei vitað nokkurn mann hugsa svona mikið í einu. Það voru nú meiri ósköpin. Ég varð að láta mér vel lynda að standa í sömu sporun- um og hafa hann glápandi á mig, í þeirri sælu trú að hann sæi mig ekki. Ég hefði vissulega skotizt í burtu, ef ég hefði átt þess kost. Það voru áreiðanlega liðnar tíu min- útur, þegar maðurinn rumskaði. Hann hof að róta í einni skúffunni, dró upp blað og gerði sig líklegan til að skrifa eitthvað. Fyrst nagaði hann pennan vel og vendilega ; siðan setti hann nokkur orð á hvítan pappfrinn, fjarska hægt og hikandi, lagði frá sér pennann-og las þau yfir. Það skipti engum togum, hann þreif upp örkina, kuðlaði henni saman °g þeytti út í horn. Ég verð nú að játa að ég undraðist svolitið þessi hamskipti mannsins. Og liklega hefur þessi undrun míh valdið þvi að eg fór ekki burt, þegar maðurinn þaut út úr herberginu, Hann skildi dyrnar eftir opnar og ég sá hann fara inn í skáp á ganginum og draga fram heilmikið drasl - síðast reipisspotta. Ekki veit ég hvað þér hugsið um mig núna, einungis að það getur tæplega verið neitt fallegt. Hitt er annað mál að ég varð dauðskelkaður. Er það líka

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.