Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 8

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 8
- 156 - líka nokkur furÖa? Maðurinn kom nú aftur inn í herbergið og fumaði góða stund við að gera snöru á reipið. Það tókst og hann skimaði upp í loftið, steig upp á stól og batt hinn endann við ljósa- krónuna 1 loftinu. Guð minn góður, hvað eg skalf. t hörðinu á mér glumdi við aftur og aftur: Hvað get eg gert, hvað get eg gert? Engin heilbrigð hugsun komst að fyrir þessu sifellda andskotans : Hvað get ég gert? Og eftir á að hyggja : Hvað gat eg 1 rauninni gert? Átti óg að hlaupa kringum húsið' og hringja dyrabjöllunni og segja honum að hætta við að hengja sig ? Og þó svo ég gerði það, mundi hann þá fara að orðum míhurn ? Hefði það nokkra þýðingu ? Mundi hann ekki bara taka sig til og drepa mig 1 stað- inn ? Reyndar var þetta ekki vandamál numer eitt. Fyrst var að koma sér úr sporunum. Það reyndist aftur á móti ómögulegt, ég stóð þarna gjörsamlega stjarfur og horfði á þetta leiðindaatvik án þess að fá nokkuð að gert. Líkami minn lét ekki að stjórn, enda var stjórn- in sjálf í mesta ólestri: Hugsunin neit- aði að taka afstöðu. Ég man samt glöggt hvernig allt fór fram. Maðurinn var alls ekki hræddur á svipinn, öllu heldur skyldurækinn. Stundum leit svo ut sem hann væri alls ekki að drepa sjálfan sig, jafnvel ekki að drepa neitt sérstakt nema kannski 1 hæsta lagi kettl- inj* eða mús. Og allt gekk með miklum flyti. r einni svipan var hann uppi a stól og lykkjan um hálsinn. Ég býst ekki við að það taki þvi að lýsa þessu öllu nákvæmar, þér vitið sjálfsagt manna bezt hvernig farið er að þvú að hengja sig. í þessu tilfelli hafði maðurinn hér andartaks hlé á athöfnum síhum og drúpti höfði. Á þessu stutta andartaki datt mér í hug að berja í gluggann. Og þótt ég hafi ekki gert það, ég endurtek: þótt ég hafi ekkert gert það, reyndi ég óneitan- lega af fremsta megni. Ég lyfti hend- inni, jafnvel báðum, og vildi berja og það hefði eflaust tekizt, ég er viss um það hefði tekizt, ef ég hefði bara fengið svolxtið meiri tíhxa. Og jafnvel þá kom upp 1 mér þessi sifellt hamrandi hugsun: Hvað get ég gert ? Stóllinn var skyndi- lega horfinn undan manninum og hann spriklaði út í loftið og togaði í bandið og ég gat ekkert gert. Hann kafnaði - og þá komu augun fram, þessi augu sem ég gleymi ekki meðan ég lifi. Ég segi það satt : Á meðan ég lifi mun ég ekki geta gleymt þeim.............. Þarna mun hafa liðið yfir mig. Ég er óvanur svona nokkru eins og þér get- ið gert yður x hugarlund. Ég hrúðskalf af kulda þegar ég kom til sjálfs mxn, lá á bakinu í blómabeði og fyrir ofan mig var bjarminn frá glugganum. Ég fikr- aði mig upp eftir veggnum, gægðist yfir brúnina, þarna var hann ennþá, hangandi í þessari stóru þungu ljósakrónu og aug- un hans lxka og horfðu beint á mig..... . . . . Ég tók á rás. Ágúst Guðmundsson. VALDIMAR SVEINBJÖRNSSON, leikfimiskennari, varð sjötugur nú fyrir skömmu. Á þessum merku timamótum viljum við óska honum innilega til hamingju og færa honum þakkir fyrir einstæða góðvild og umburðarlyndi a liðnum árum. Megi honum vegna vel framveg- is og með skólans heill fyrir augum, þá megi hann bera gæfu til að eiga í framtxðinni á svipuðum ágætismönnum að skipa og Valdimar Sveinbjörnsson hefur verið.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.