Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 10

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 10
158 - hentugt skólahúsnaeöi. Þotti enginn staÖ- ur hentugri til þess en Bessastaðir. Var skóli settur þar 8. október 1805 af Steingrími Jónssyni biskupi. Um og upp úr 1830 var allmikið rætt og ritað um væntanlegan flutning skólans til Reykjavíkur, enda var Bessastaða- skoli talinn algjörlega ófullnægjandi. fslenzka embættismannanefndin, sem Friðrik konungur VI. skipaði í Reykjavfk 22. agúst 1838, átti, auk annarra mála, að fjalla um flutning skólans. Kom í ljós, að skoðanir voru mjög skiptar inn- an nefndarinnar um nauðsyn þess að flytja skólann frá Bessastöðum til Reykja- víkur. Meiri hluti nefndarinnar áleit, að sið- ferði skólapilta mundi stórum versna, ef af flutningi yrði; þeir mundu sækjast eftir samkvæmum og spilum og heim- sækja Gildaskálann meir en góðu hófi gegndi, og súðast en ekki sízt mundi skólaveran verða of kostnaðarsöm í Reykjavik. Hins vegar áleit minni hluti nefndarinnar, að skólapiltar lærðu meiri kurteisi og betri siði í Reykjavik en á Bessastöðum, að fleiri piltar gætu notið kennslu þar en á Bessastöðum, þar eð piltar þeir, sem byggju í bænum, þyrftu ekki að búa £ skólanum og i Reykjavík mætti kenna fleiri menntir og fþróttir en á nokkrum öðrum stað á landinu, þar eð völ væri á fleiri og fjölhæfari kennurum. Kristján konungur VIII. aðhylltist skoðanir minni hluta nefndarinnar og gaf út tilskipun þess efnis, að skólinn skyldi fluttur til Reykjavíkur. Var honum valið stæði í Þingholtunum fyrir ofan Læk og hófst smfði hússins árið 1844. 1. júlí 1845 kom Alþingi saman í skólanum, og í skólanum hafði það að- setur sitt um 35 ára skeið. Hinn 24. apríl 1846 mælti konungur svo fyrir, að flutningur skólans skyldi verða á þvf ári. Sú áætlun stóðst, og fór hátíðleg skólasetning og vigsla hins nýja skóla fram 1. október 1846. Dr. theol. Sveinbjörn Egilsson, sem um langt skeið hafði verið kennari á Bessastöðum, var skipaður rektor 27. apríl 1846. Er sagt, að hann hafi verið alltregur að taka við rektorsembættinu og hafi komizt svo að orði, er hann frétti, að stiftsyfirvöldin hefðu augastað á honum sem rektor : "Láti þau mig í Lectors stað listamennin fróðu, þá er hverjum auðseð, að ekki er völ á góðu." Kennsla hófst í skólanum 9. október. Bekkir voru þrúr, en höfðu verið tveir á Bessastöðum. Nemendur skólans skólaárið 1846-1847 voru 60, og voru 40 þeirra í heimavist. Nefndust þeir heimasveinar, en hinir bæjarsveinar. Heimavistin var lögð niður árið 1896, en í* staðinn var utanbæjarmönnum veittur húsaleigustyrkur, 20 krónur á ári. Fyrsta reglugerð um starfsemi skól- ans frá 1846 gerir ráð fyrir, að honum só skipt í 4 bekkjardeildir. Skyldu pilt- ar sitja tvö ár í hverjum bekk, nema eitt ár í 2. bekk, eða 7 ár alls. Þetta varð þó aldrei. Námsgreinar voru auk þeirra, sem nú eru kenndar, grúska og hebreska. Enska og franska urðu þó ekki skyldunámsgreinar fyrr en 1877. Aðalnámsgreinar voru allt til 1904 gríska og latína og var þeim ætlaður þriðjungur kennslustunda. Á árunum 1846-1857 virðist engin skipuleg kennsla hafa verið i leikfimi.í eða íþróttum. Ástæðan mun fyrst og fremst hafa verið sú, að ekkert leik- fimishús var þá til. Byggingu leikfimis- húss lýkur fyrst í árslok 1857, og hófst kennsla í marz árið eftir. Eftir áhöld- um þeim, sem kunnugt er að voru notuð, virðist ljóst, að kennslan hafi að miklu leyti verið fólgin í skýlmingum og vopna- burði. En meðal ahálda voru þessi : 20 trébyssur, 6 rýtingar, 4 brynstakkar, 6 grímur^ og 3 rýtingsblöð. Voru leifar þessara ahalda í leikfimishúsinu allt til 1940^ Nuverandi leikfimishús var tekið í" notkun 1898. Vorið 1928 hóf Valdimar Sveinbjörns- son að kenna piltum leikfimi við skolann og hefur gert siðan. Brátt tók Valdi- mar að kenna skólasveinum handknatt- leik, en sú íþrótt var áður öldungis ó- þekkt her á landi. Leikfimishús Mennta- skolans í Reykjavík verður þvi rettilega kallað vagga þessarar vinsælu úþróttar hérlendis. Bindindisfélag hafði verið stofnað í

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.