Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 11

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 11
- 159 - Bessastaðaskóla 1844 og voru allflestir nemendur x því”, svo og hluti kennara. Starfsemi félagsins var halditS áfram eftir flutning skolans til Reykjavíkur, en nýsveinar skrifuðu sig inn 1 félagið á hverju hausti, þegar rektor boðaði bind- indisfund. Um hátíðarnar 1849-^50 brutu 10 af skólapiltum bindindið svo hroða- lega, að það var á hvers manns vörum í bænum. Sveinbjörn Egilsson rektor greip þá til þess óheillaráðs að reyna að ^þvinga alla nemendur til þess atS ganga í felagið. Hélt hann við það tækifæri allsnarpa ádeiluræðu yfir nemendum og klykkti út með þessum orðum : "Þið eruð flestir, ef ekki allir, gróðr- arstía allra lasta og ódyggða. Og farið þið nú ofan x tíma. " Við þessi orð hitn- aði skólanemum svo í hamsi, að þeir ruku út og yfir á Skildinganesmela, báru saman ráð sín og gengu síðan beina leið að húsi rektors. Þar hrópuðu þeir : "Rektor Sveinbjörn Egilsson pereat ! " Þetta endurtóku þeir við hvert einasta hús x bænum, gengu sfðan upp í skóla og enduðu hrópin fyrir utan skóladyrnar. Eftir pereatið voru piltar ráðandi í skólanum, það sem eftir var vetrar og höguðu sér eins og þeim bezt likaði vegna þeirrar samúðar, sem þeir nutu hja bæjarmönnum. Allt færðist þó í eðlilegt horf, er skólinn tók til starfa næsta vetur. Um félagslif nemenda á súðustu árum Bessastaðaskóla og fyrstu árum Reykja- vikurskóla er fátt eitt vitað. Banda- mannafélag var stofnað 1867, klofnaði ár- ið 1873 í tvennt, en klofningararmarnir sameinuðust aftur 1875, og þá var blað félagsins "Fjölsvinnur" lagt niður. Á þessum árum var einnig stofnað annað félag í skólanum. Hlaut það nafnið Ingólfur og var nokkurs konar listafélag, sá um upplestrarkvöld, gaf út blað o. fl. Árið 1883 renna þessi tvö félög, Banda- mannafélagið og Ingólfur, saman í eitt, Málfundafélag Lærða skólans, Framtið- ina, og hefur það félag starfað súðan. Framtíðin tók strax að gefa út ýmis rit, og uppúr aldamótum varð "Skinfaxi" málgagn félagsins og var það allt til arsins 1926, en þá hafði útgáfa Skóla- blaðsins hafizt. Lengi vel var einkunnagjöf þannig í skólanum, að gefnar voru daglegar eink- unnir, "karakterar" í hverri grein, jafn- óðum og hlýtt var yfir. Skráði kennari þær inn í svonefndan prótókoll. Þessar einkunnir voru súðan færðar inn í vitn- isburðarbækur við hver vikulok. Það gerði umsjónarmaður bekkjarins. SÚðan átti hver nemandi að sýna fjárhalds- manni sínum bókina og skila henni x fyrstu stund á mánudegi, undirritaðri af fjárhaldsmanni. Nemendum var súðan raðað eftir bekkjarbókunum eftir hverja tvo mánuði. Til gamans má geta þess, að 28. janúar 1882 hurfu vitnisburðar- bækur og prótókoll úr kennarastúku. Rifrildi úr prótókollnum fundust seinna fyrir norðan skólann. En þá höfðu ver- ið rifin úr honum öll blöð, sem gáfu upplýsingar um frammistöðu nemenda undanfarna 2 mánuði. Próf voru tvisvar á vetri eins og nú. Veikindi við próf eru svo sem ekkert nýtt fyrirbæri x skólanum. Árið 1882 gengu aðeins 5 nemendur undir vorpróf. Hinir voru allir veikir, liklega af misl- ingum, sem þá hrjáðu landslýðinn. Munu nemendur skólans þá hafa verið nokkuð á 2. hundrað. Áður en lengra er haldið þykir mér hæfa að geta uppruna uppnefnis 3. bekk- inga "busar". Nafnið er þannig til kom- ið, að á fyrstu árum skólans átti ný- sveinn að beygja orðið novus ( nýr ), og x stað þess að gefa þessu orði ending- una -is í þágufalli fleirtölu, sagði hann novibus. Festist þá nafn þetta, busi, a yngstu bekkinga og til samræmingar var vistarvera þeirra kölluð busía. Lengi vel tíðkaðist bænahald í skólan- um. Klukkan 7:45 var hringt til bæna. Söfnuðust piltar þá saman og einn kenn- ari, er skyldi sjá um, að allt færi fram með reglu. Var þá fyrst sunginn morg- unsálmur, þá tónuð bæn, síðan lesinn húslestur og að lokum sunginn sálmur. Var busum gert að tóna bænina að minnsta kosti einu sinni að vetrinum. Þótti það hin mesta eldraun. Eitt sinn sýndu nemendur vandlætingu sína á ein- hverri tilskipun rektors með þvi að teygja bænahaldið von úr viti og komu þannig í veg fyrir kennslu x 1. kennslu- stund. Á afmælisdegi hans hátignar Kristjáns

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.