Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.04.1966, Qupperneq 17

Skólablaðið - 01.04.1966, Qupperneq 17
- 165 - og kjarnagredda væta og úrkoma og laegðir og suðaustankaldi og kólnar þegar liða tekur á nóttina. Stingleiki ! Velarna ! - hættar fyrir hálftíma - dustið af ykkur rykið og drullið ykkur heim. + Vertu i verra. Stimpla. Sigút. Sein- ast. Ur. Hliðflekunum draujað fyrir í undir- ganginum maður röltir 1 gegnum húsið. Reynir að vera ekki þreyttur, Opnar stí*fa hurðina, Sæblástur 1 fangið á manni. Plastpoki ræflast framhjá, Einstaka gras- strá hefur villzt og starir furðu lostið á eftir vindinum og hristir hausinn. Bifreið hleypur hjá. Leiðindaský á fjallinu. Drungi að setjast 1 blóðið, þrjózka 1 haus- inn og vindurinn ýtir manni heim. MENNTASKÓ LINN. ___ frh^ _af_ bls^ 1_ Mk Vorið 1940 gekk brezkur her á land í Reykjavík. Á þeim árum prýddi þýzkur maður kennaralið Menntaskólans i Reykja- vík. Bretar leituðu hann uppi, tóku hönd- um og fluttu af landi brott um haustið. Brezki herinn lagði síðan skólann undir sig og varð að ljúka prófum í Alþingishús- inu þá um vorið. Næsta vetur, 1940- '41, var fyrsta og öðrum bekk kennt ÚAlþingis- húsinu, en hinum vestur í Háskóla. Kennsla fór síðan að öllu leyti fram innan veggJa Háskólans skólaárið 1941- '42. Þá um vorið fór herinn úr skólanum ; var dyttað að honum um sumarið, og hófst kennsla þar aftur haustið 1942. Hór að framan hefur litillega verið drepið á nokkra þætti úr sögu skóla okkar, en slíku viðfangsefni verða engan veginn gerð nein viðunandi skil í svo stuttu máli. Skólinn hefur vaxið gífurlega að nem- endafjölda sxðustu áratugi, t. d. hefur nem- endum fjölgað um helming síðustu 6-7 ár- in, en húsnæði hefur ekki aukizt að sama skapi. Nemendur voru 60 veturinn 1846-47, en eru rúmlega þúsund nú í vetur. Að vísu hefur húsnæði aukizt nokkuð við tilkomu "Casa nova" og súðan 1962 hefur Þrúð- vangur verið aðalaðsetursstaður 4. bekkj- ar. ÞÓ er ástandið í húsnæðismálum skól- ans algjörlega óviðunandi, enda hefur nú verið gripið til þess ráðs að hefja smi*ði nýr skólahúss undir annan menntaskóla i Reykjavík. Það er þó einlæg von mín, að gamli skólinn megi enn um ókomin ár verða sá hvati, sem hann hefur verið ís- lenzku þjóðinni sfðustu 120 ár. Rektorar Menntaskólans ( Lærða skól- ans ) í Reykjavík : 1. Sveinbjörn Egilsson 1846- '51 2. Bjarni Johnsen 1851- '68 3. Jens Sigurðsson 1869 - '72 4. jón Þorkelsson 1872- '95 5. Björn Olsen 1895- 1904 6. Steingrímur Thorsteinsson 1904- 'l 3 7. Geir Zoéga 1913- 28 8. Þorleifur Bjarnason 1928- '29 9. Pálmi Hannesson 1929- '56 10. Kristinn Ármannsson 1956- '65 11. Einar Magnússon 1965

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.