Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1966, Page 22

Skólablaðið - 01.04.1966, Page 22
170 - Leiksvið. Skemmtigarður. Á miðju sviðinu er bekkur. Fyrst 1 stað er sviðið autt, sífoan kemur Jonatan gangandi inn á sviðið frá vinstri. Hann nemur staðar við bekk- inn, sezt. Klukkan er þrju eftir hádegi, sumar og heitt í veðri. Jónatan þurrkar svita af enni sér. Hann tekur litla bók upp úr vasa sínum og tekur til við að lesa. Varir hans bærast við lesturinn. Frá hægri kemur hægt og hægt inn á sviðið lítill handvagn, sem ýtt er áfram af Pétri. Hann nemur staðar öðru hvoru og tínir rusl upp í vagninn. Sópar og sköfur eru festar við vagnhliðina. Þegar Petur ser jónatan, má sjá a svip hans, að hann þekkir jónatan. En fljótlega fellur andlit hans x sömu skorður aftur. Petur fer sér hægt við að tína upp ruslið, og sérstaklega er hann lengi fyrir framan bekkinn, sem Jónatan situr á. En Jónatan lætur sem hann hafi ekki veitt honum athygli og virðist djúpt sokkinn i lesturinn. Þegar Pétur er kominn dálítinn spöl framhjá Jónatan, nemur hann allt 1 einu staðar, snýr sér við, og geng- ur aftur 1 átt að bekknum, og fyrir framan bekkinn beygir hann sig niður og tekur upp bréfsnepil, sem honum virðist hafa sézt yfir. Skyndilega, standandi uppréttur fyrir framan bekkinn, ávarpar Pétur Jónatan. Pétur : Hugsar: Skyldi ég, skyldi ég. . . ? Segir : ( Með auðmýkt i röddinni ) Það er alltaf sama bliðan. jónatan : Segir : ( Undrandi ) Ehe. Já, það má nú segja ( Hann stingur bókinni 1 vasann. Hikar dálítið ) Hugsar: Þetta fifl. Pétur jónsson. Fæddur á Stórhóli. Æskuvinur minn. Okkur kom illa saman. Ég var ef til vill of frekur. Giftist æsku- vinkonu minni, Ólínu. Guð hvað ég elskaði hana. Svxnið. En hvernig er ekki komið fyrir honum núna. Ha, ha, ha. Klæddur skitugum lörfum. Hvar er nú þinn stælti, fagri likami? Og stolt þitt ? Segir : Ég kannast við svipinn, en ég kem nafninu ekki fyrir mig. Pétur : Hugsar : Man ekki, man ekki. Ég hlýt að vera mjög breyttur. Æ, hvers vegna langaði mig eiginlega að tala við hann. Segir : Pé. . . . jónatan : Segir : Nú man ég. Pétur frá Stórhóli. Auðvitað, þekki ég þig. Maður er orðinn svo kalkaður og gleyminn, að maður er næstum hættur að þekkja sína beztu vini. Pétur : Segir: Ég þekkti þig strax. Jónatan frá Búrfelli, kallaður i gamla daga. jónatan : Segir : Einkennileg hending, að við skyldum hittast hér eftir öll þessi ár. Pétur : Hugsar : Hversu oft hef ég ekki mætt þér á götu, en þú látizt ekki sjá mig. Jafnvel stuttu eftir, að þú komst suður og varst ekki enn orðinn rxkur, svaraðir þú ekki kveðju minni. Segir : (Auðmjúkur ) Það er nú kannski von. Þú svona hátt settur, en ég ekki annað en ég er. jónatan : Hugsar : Greyið. Það liggur við, að maður komist við. Stolt hans er farið veg allrar veraldar. Við erum báðir orðnir gamlir. Segir : ( Með samúð í röddinni ) Reykjavík er orðin svo stór, að fólk þekkist varla lengur, þó það búi 1 sama húsi. Maður er löngu hættur að frétta nokkuð af gömlum vinum. Pétur : Segir : Það er satt. Það er satt. Jónatan : Hugsar : ólma, fallega ólíxxa. Hvar ætli hún sé núna? Útslitin ábyggilega hjá þessum aumingja. Segir : Hvað segir þú mér af henni ólxnu? Þið giftust, var það ekki? Pétur : Hugsar : Hvað ég er einmana eftir að hún fór, og háður öðrum. Segir : Jú, við lifðum hamingjusamlega saman í* ein þrjátíú ár. HÚn lézt fyrir þremur árum síðan. o O o o O

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.