Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.04.1966, Qupperneq 24

Skólablaðið - 01.04.1966, Qupperneq 24
172 - jónatan : Hugsar : Hún tók hann fram yfir mig. Hann var miklu glæsilegri, ungur maÖur, en eg. Segir : Svona er lifiö. Petur : Hugsar : Hann giftist ríkri konu. Dóttur hans jóns í Melhaga. ÞaÖ var sagt, aÖ hann heföi gert þaö til fjár. Hann á víst tvö börn. Líklega heldur eldri en Kristján minn. Segir : Þu giftist náttúrulega? jónatan : Segir : jú, og ég á tvö börn. Dreng og stúlku. Strákurinn hefur eigin- lega tekið við fyrirtækinu, svo að ég rölti bara um á daginn og les mikið. Pétur : Segir : En þú lítur vel út. Hefur lítið breytzt. jónatan : Hugsar : Hjartað mitt er bilað. Ég má ekki reyna mikið á mig eða kom- ast 1 æsing. Læknirinn bannaði mér að vinna mikið. Hvíldu þig, sagði hann, og njóttu ávaxtanna af vinnu þinni. Segir : Ellin segir til sín. Áttuð þið ekki börn? Pétur : Segir : Einn son, stóran og myndarlegan strák. Yið skárðum hann Kristján eftir föður mmum. Hann er líka líkur honum. Jónatan : Segir : Æskan er myndarleg nú til dags, en spillt af eftirlæti. Pétur : Hugsar : Ég spara minn sfðasta eyri fyrir strákinn. Læt allt eftir honum, samt fyrirlítur hann mig. Segir : Það er hverju orði sannara. Og það versta er, að ég held, að unga fólkið sé svo kaldlynt. jónatan : Hugsar : Ég keypti góða menntun handa krökkunum. Sendi þau út á hverju sumri, til þess að þau gætu verið örugg með skólann. Það eina, sem ég hafði upp úr þvi var, að þeim fannst égvera lágkúrulegur og ómenntaður. Þau fyrirlíta mig, sinn eigin föður. Ég er aðeins einhver ópersónulegur hlutur, sem þau fá peninga fra. Ef til vill hafa þau erft kaldlyndi mitt. Segir : En við getum dáið rólegir, þegar blessuð börnin hafa komizt á legg og taka við. Pétur : Hugsar : Við hverju ætti Kristján að taka af mér? Segir : Þú getur dáið með góðri samvizku. Þú hefur komið þér vel áfram. En ég hef aðeins unnið með höndunum og skil ekkert eftir mig. Jónatan : Hugsar : Heiðarlegi vesalingur. Hvar hefur þú haft hugann i öll þessi ár. Segir : Þjóðfélagið þarfnast einnig vinnandi handa. Pétur : Hugsar : Ég hef verið veikur og ekki nógu ákveðinn, þess vegna er ég ekki kominn lengra. Segir : Auðvitað. En unga fólkið eru dómarar okkar eldra fólksins. Og ég er vást heldur lítill styrkur fyrir son minn. jónatan : Segir : Það er æskunnar að vera ætíð óánægð. Mín börn að minnsta kosti eru það, þótt þau hafi getað veitt sér allt, sem hugsanlegt er. Pétur : Hugsar : Hann hefur átt 1 erfiðleikum líka. ótrúlegt. Segir : Strákurinn minn er i menntaskóla og á einn vetur eftir 1 stúdentspróf. En hann vill hætta. Út af einhverri stelpu, held ég. Ég kem engu tauti við hann lengur. jónatan : Segir : Það er nauðsynlegt, að fólk mennti sig nú til dags. Það virðist ekki vera hægt að komast af með það.sem við fengum af menntun. NÚ er allta'f spurt um menntun. Skólagöngu og skólagöngu aftur. Pétur : Segir : Þetta hef ég sagt honum. En hann lætur ekki segjast. Hann er eins og ég, ef hann hefur tekið eitthvað í* sig, lætur hann sig aldrei. Jónatan : Hugsar : Ég þarf að fara koma mér. Má ekki vera að þessu. Ef ein- hver skyldi nú koma? En ég verð að fara eðlilega. Engan asa. Segir : ( Lítur á úr sitt ) Það var gaman að hitta þig. Kannski við sjáumst aftur.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.