Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 25

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 25
173 - Petur : Hugsar : Anzi liggur honum á. Alltaf sama sagan. Segir : Ég vildi óska, að þú gætir talaö við Kristján. Hann tæki kannski mark á því”, sem þú segðir. Jonatan : Hugsar: Alltaf verða þeir persónulegir, þessir skrattar. Ef maður rettir þeim litla fingur, taka þeir alla höndina. Segir : já, ég verð vist að fara núna. Vertu blessaður. ( jónatan staðinn upp. Þeir kveðjast með handabandi ) Sjáumst aftur. jónatan fer út af sviðinu vinstra megin. Lítil stund liður 1 þögn. Petur gengur a.ð vagninum og festir kústinn utan 1 hann. Úr hólfi í vagninum tekur hann upp mjólkurflösku og brauðpakka. Hann gengur að bekknum aftur og sezt, Litla stund etur hann hljóðlega. Svipur hans er þreytulegur og ekki laust við, að hann se dálítið kaldranalegur. Hann virðist velta einhverju fyrir sér. Kristján kemur hægra megin inn á sviðið. Hann hefur hendur 1 vösum • kærileysislegur 1 framkomu. Pétur : Hugsar : ( Á meðan hann étur ) Strákurinn er mitt eina stolt. Það skal verða eitthvað úr honum. Hann verður að ljúka prófinu. Hvað hefði ekki getað orðið úr mér, ef ég hefði fengið tækifæri til mennta. Ég er orðinn gamall og slitinn. Bráðum kemur dauðinn. Það væri kannski betra fyrir Kristján, að ég dræpist. í dag lézt Pétur jónsson verkamaður, til heimilis að Barónsstíg 207. Hann skilur eftir sig einn son á lífi, Kristján Pétursson magister, doktor, cand. fil. Eitthvað svoleiðis skal strákurinn verða. Þarna kemur hann með sjúkrasamlagsbókina. Hann hefur gert það strax, sem ég bað hann um. Hann hefur ætfð verið hlýðinn sonur, nema upp á siðkastið. Ég ætla að reyna að tala einu sinni enn um fyrir honum. Kristján : Hugsar : Þarna situr karlinn og maular í sig nestið sitt. Hversu er hann ekki heimskulegur, gamall verkamaður. Segir : Halló, pabbi. Hvernig er heilsan? Pétur : Segir : Sæll, drengur minn. Heilsan er sæmileg. Þú ert með sjúkrasam- lagsbókina. Kristján : Segir : Já, ég fékk þetta strax út úr samlaginu. Þeir endurgreiddu 200 kr. ( Réttir föður sínum sjúkrasamlagsskírteinið ásamt peningunum ) Hugsar : Bezt að segja honum tiðindin. Bara að kar 1 skrattinn verði ekki óhress við. Segir : Ég er búinn að fá mér vinnu. Pétur : Hugsar: Svo það er komið svona langt. Segir : Hvar? Kristján : Segir : Á skrifstofunni hjá Sigurði Þ. Kristjánssyni. Ég vinn fyrst í stað venjulega skrifstofuvinnu, en skrifstofustjórinn sagði mér, að ég gæti, ef ég væri áhugasamur og duglegur, unnið mig upp. Pétur : Hugsar: Má ekki ske. Skal aldrei verða. Segir : Jæja, drengur minn, ég vona bara, að þú sjáir aldrei eftir því að hafa hætt í skólanum og látið tækifærið til að mennta þig þér úr greipum ganga, Gættu að þvi, að það kemur aldrei aftur. Kristján : Hugsar: Hvað veit hann hvað menntaskóli er, eða æðrilmenntun, Ég er búinn að fá viðbjóð á öllu pakkinu. Menntun er fyrir honum, og þessum skrúl, tæki til að réttlæta það að vera mikilvægur á svipinn, með einhvern glampa í augum, sem skrúllinn tekur fyrir einhverja leynda vissu, sem svo ekkert er, þegar að er gað. Tóm blekking. Þetta er óánægt, innantómt fólk, löngu búið að missa allt, sem heitir upprunalegt tilfinningalif. Ég ætla að bjarga mér meðan tími er til. Segir : Nei, aldrei. Mér leiddist í skólanum. Kennararnir eru snobb og hundleiðinlegir. Pétur : Hugsar : Minn eigin sonur. t skólanum. Leiddist.^ Einsamall. Einangrað- ur. Nei, nei. Segir : ( Örvæntingarfullur ) Svo þetta er þá mér að kenna lika.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.