Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 26

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 26
174 - Kristján : Hugsar: já, auðvitað. Ef ég hefði ekkert annað haft að gera en vera 1 skolanum 1 frístundum míhum til gamans, þá hefði ég notið þess. En að vera háður skolanum, ómögulegt. Segir : ( Undrandi ) Hvað ? Petur : Segir : Að þú hættir i skólanum. Þú ert ekki ánægður að búa hjá mér. Kristján : Hugsar: Auðvitað ekki. Hvernig gæti ég verið það. Peningaleysi. Gam- alt hús. FÚkkalykt. Hávaði 1 fyllibyttunni á moti. Segir : Pabbi minn. Það er ekki þér að kenna. En gættu að þvú, að ef ég lyki stúdentspréfi og héldi siðan áfram námi, yrði ég að vera upp á þig kominn 1 guð veit hve mörg ár enn. Ég vil vera frjáls og sjálfstæður og geta lifað lífinu. Pétur : Hugsar: Kannski er strákurinn heimskur þrátt fyrir allt. Og lifir bara fyrir líðandi stund, þétt honum gangi vel í" skéla og að allir segi að hann sé greind- ur. Það hvÍLir ef til vill bölvun á mér og ætt minni. Segir : Þú gætir lifað lifinu, þótt þú værir hjá mér. Þykir þér ef til vill ekkert vænt um mig? Kristján : Hugsar: Þykir mérvænt um hann? Að minnsta kosti mundi ég ekki viður- kenna hið gagnstæða. Segir : Jú, pabbi minn, en ég er ungur og ég get ekki hugsað mer að forna beztu árum ævi minnar fyrir menntun, sem ég nýt ekki ávaxtanna af fyrr en ég er orðinn gamall. Mér þykir vænt um þig og ég dáist að þvi, hvernig þú heldur styrk þínum, en ég vil ekki vera upp á neinn kominn, hvorki þig né skóla- systkini min. Pétur : Segir : Þú skalt ekki halda, að þú öðlist neitt frelsi við að flýja undan raunveruleikanum á þennan hátt. Enginn skyldi krefjast meiri virðingar en hann á skilið. Ég krefst einskis af öðrum og læt öðrum 1 té þá virðingu, sem þeir æskja, þess vegna er ég við sæmilega heilsu. En þú, sem vilt verða konungur, en ert aðeins sonur minn, þú færð aðeins spark og fyrirlitningu frá þjóðfélaginu. Kristján : Segir : Það er einkennilegt að heyra þig tala svona. Þú sem varst þó svo stdl'tur. Pétur : Segir : Ég er farinn að skilja, að mér er ekki ætlað betra hlutskipti en ég hef, svo að bezt er að haga sér samkvæmt þvi. Ég er sópari að atvinnu. Þjóðfélag- ið hefur gert mig að því". Ef ég létizt vera annað, hlytist af þvi þjáningar og óá- nægja. Þú ert sonur minn, sópara sonur. Fyrir þig þýðir ekki að látast vera ann- að. Erfiðleikar þínir koma af þvi, að þú vilt vera annað en þú ert. Kristján : Hugsar: Hvað fullorðna fólkið er einkennilegt. Það virðist alveg hafa gleymt til hvers maður lifir eða til hvers maður hefur fæðzt. Það talar alltaf um framtiðina eins og einhvern banka sem maður eigi að leggja fé sitt 1 á vexti. En ég er ungur og ég vil lifa, finna, að ég er lifandi, ekki deyja sjálfum mér eins og flestir virðast gera með aldrinum. Segir : Hvað ég er og hvað aðrir gera mig að eru tveir ólíkir hlutir. Pétur : Segir : Þegar þú eldist, væni minn, muntu komast að þvú, að svo er ekki. Kristján : Segir : Pabbi, þú hefur gefizt upp. Þú ert orðinn gamall og allur dugur farinn úr þér. Ég er ungur og ætla aldrei að gefast upp. Pétur : Segir : Drengur minn. Ég er eldri en þú, og þótt ég sé kannski ekki gáfað- ur, hef ég lifað lifinu, og það hefur kennt mér einn hlut, að barátta sú, sem þú ætlar að heyja og ég háði ungur, er fyrirfram vonlaus. Af slílcu streði hlýzt aðeins ógæfa. ÞÚ sleppur aldrei undan áliti þjóðfélagsins. Þeir sem gera uppreisn gegn því", týnast niður í" hin hinztu myrkur, óumflýjanlega.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.