Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1966, Síða 27

Skólablaðið - 01.04.1966, Síða 27
- 175 - Kristján: Hugsar: Ég er svo veikur. . . veikur. Og ég þarfnast ástar. Ég hefði lokiö skólanum, ef Kristín heföi ekki brugðizt mér. Að elska en vera fyrirlitinn er mitt hlutskipti. Og að vera innanum þessi sjálfumglöðu dýr 1 skólanum var að gera mig brjálaðan. Ég var orðinn sinnulaus, hættur að lifa. Segir : Þu spurðir mig einu sinni að þvá, hvort eg fyrirliti þig. Ég svaraði þvi þá neitandi, en óg verð að viður- kenna nuna, að eg hef stundum hs.tað þig, vegna þess hve lítill styrkur er af þér. Pétur: ( Hann verður allt í einu áberandi boginn í baki, Um munn hans fara grát- viprur og hann þurrkar tár úr augum sér ) Segir : Miskunnaðu mér, drengur minn. Miskunnaðu mér ( t rödd hans er í senn örvænting og skelfing ) Kristján : ( Hefur snúið baki við föður síhum, svo að hann sér ekki hvað fer með honum fyrst 1 stað, en þegar hann snýr sér við og sér föður sinn bregður honum. Hann hleypur til hans og leggur hönd síha á öxl honum ) Segir : Pabbi minn, hvað hef ég sagt. Mér sem þykir svo vænt um þig. Ég skal byrja aftur 1 skólanum. Bara fyrir þig, svo að þér finnist ekki, að það hafi verið þér að kenna, að ég hætti. Pétur : Segir : ( Strýkur um hár sonar síhs ) Drengur minn, ég vissi, að þú létir mig ekki gjalda þess. Ég veit, hvað þér er fyrir beztu. Kristján : Hugsar: Ég er ekki með sjálfum mér innanum þennan skriL Þau betla af mér hvern snefil af virðingu sem ég á. Og siðan, þegar ég er allslaus orðinn og varnarlaus, gerast þau veglynd og vilja aumka sig yfir mig, gefa mér píhulíítinn þrótt, til þess eins að betla hann af mér aftur. . Og svona er mér kastað á milli, þangað til ég veit ekki mitt rjúkandi ráð. Ég vil vera frjáls. . . frjáls. Og finna, að ég er lifandi. Segir : Þú veizt ekki, hvað þú ert að biðja mig um. Pétur : ( Stendur upp og horfir á son sinn, sem stendur nú dálítið frá honum og siíýr 1 hann baki ) Segir : Drengur minn, vertu hugrakkur. Og minnstu þess, að ég hef alla tið verið heiðarlegur. Og unnið mitt starf. Kannski hef ég verið of heiðar- legur. Þvi að þetta þjóðfelag launar ekki þeim,er vinna sitt starf, heldur níðist aðeins á þeim, sem eru veikir og gefa færi á sér. Kristján : Hugsar: Auðvitað veit ég, að þú hefur rétt fyrir þér. Ef ég lyki stúdents- prófi og héldi svo námi áfram, á ég örugga framtíð fyrir mér. Þ. e. a. s. ef örugg framtíð er góð staða, íbúð, bifreið, fíh föt, þrifaleg kona og ánægð, hugsunarlaus börn. En stundum fyllist ég ógurlegri skelfingu, þvá að ég finn að ég er að deyja smám saman sjálfum mér. Ég er að verða svo tilfinningalaus. Og ég verð dáinn með öllu, þegar ég flyt inn í fínu íbúðina. Segir: Ég hef það á tilfinningunni, að ég sé orðinn svo gamall, og ég sé að elda,st frá einhverju, sem aldrei muni koma aftur. Pétur: Segir : Þú ert alltof mikið upp 1 skýjunum, væni minn. Láttu mig um að vita, hvað þér er f'yrir beztu. Kristján: Hugsar: Ég vil ekki særa þig. Ég mun halda áfram að vera þræll. Fyrst um sinn þræll stolts þíns og metnaðar, síðan peninganna og umhverfisins. En auðvitað þann- ig, að ég finn ekki hvar hlekkirnir þrengja að. Það er ekki einu sinni vást, að ég veiti þvi eftirtekt, að ég er yfirleitt þrælbundinn á höndum og fótum. En til hvers er að tala, þegar enginn skilur mann. Ekki einu sinni manns eigin faðir. Jafnvel við tölum tveimur ólikum tungum. Segir: Ég held þú vitir ekki, hvað þú ert að biðja mig um. ÞÚ virðist ekki skilja, það sem ég er að segja. (Hann sýnir á sér fararsnið ) Ég fer þá, ( Þögn 1 litla stund, meðan Kristján yfirgefur sviðið hægramegin ) Hugsar: Ég, sem hata hinn sviplausa, afskiptala’usa mann, sem ég mæti á götunni dag hvern, er gerður að einum slíkum af mínum eigin föður. Pétur: Hugsar: Þarna fer sonur minn. Ég sigraði að lokum. myndi taka tillit til mín. Segir : ( Lágt og eins og við sjálfan urinn. Tjaldið. Ég vissi að hann sig ) Blessaður dreng-

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.