Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1966, Page 33

Skólablaðið - 01.04.1966, Page 33
- 181 - u. þ. b. 40 myndir, og mun þaö þó aö- eins vera brot þeirra verka, er Trausti á x fórum sínum. Trausti er gæddur dirfsku, óbeizluðu hugmyndaflugi og oheyrilegum dugnaði auk listrænna hæfi- leika sinna. Að þvá er mér fannst voru járnmynd- ir hans hvað eftirtektarverðastar, en einnig voru margar krítarmynda hans prýðisgoðar. Teikningar Trausta er óþarft að ræða. Margret Reykdal var láklega sú, sem kom hvað mest á óvart; hafa fáir vitað að stulkan fyrirfýndist 1 skólanum og enn færri vitað um hæfileika hennar ; á listum þeim, er límdir voru upp um alla veggi skömmu fyrir jól og liöfðu að geyma meðlimi jólagleðinefndar, var nafn hennar hvergi sjáanlegt. En fjand- inn finnur sina, eins og sagt er. Voru þeir vafalaust fáir, sem gengu út áf þessari sýningu án þess að hafa virt fyr- ir sór tröllamyndir hennar með brosi á vör eða dáðst að eðlilegum og yfirlætis- lausum málverkum hennar. Hún hefur handbragð, sem margur háskólaður lista- maðurinn mætti vera stoltur af. Bjarki Zóphóníasson var höfundur nokkurra mynda, olíúmálverka og vatns- litamynda. Vil óg sórstaklega hrósa vatnslitamyndum hans, sem voru skín- andi fallegar. Eins voru sum málverk hans ágæt, þó er eins og hann nái ekki sama flugi í meðferð olíú og vatnslita; olíúmálverkin eru þyngri, meira leitandi og e.t. v. ósjálfstæðari. Sigurður Örlygsson sýndi allmargar olíúmyndir 1 súrrealistúskum stíl, fullar af hugmyndaflugi og litríkar með af- brigðum. Það bezta sem Sigurður átti þó á þessari sýningu var litil gi'þsmynd "Dauði Hamlets". Sýnir hún glögglega, að hann hefur auga fyrir formi og ætti að mínu áliti frekar að snúa sér að gipsinu en málningunni. Einnig átti hann mjög sórstakt og sjaldséð vérk, en það var hluti af modeli, sem hann vinnur nú að, er sýnir gömlu Reykjavík. Ber það glöggt vitni um mikla handlagni, nostur- semi og þolinmæði Sigurðar ; þetta er hið mesta nákvæmnisverk og ekki á hvers manns færi að leika það eftir. Björn Björnsson átti nokkrar slettu- myndir, að því er mér fannst bráð- skemmtilegar. Eitt er vúst, að hann slettir betur en margur annar. Hann er tvímælalaust mjög listfengur eins og sjá má á svó mörgum öðrum sviðum, hann hefur smekk fyrir litum og formi ; myndir hans eru "smart". Framlag Björns Kristleifssonar til sýningarinnar var heldur fátæklegt, að- eins þrjú olfumálverk. Eins og margir vita er Björn ágætis teiknari og hefði verið gaman að sjá eftir hann nokkrar teikningar. Málverk hans virtust móir öllu fremur tilraunaverk en alvarlegs eðlis, þó voru stfll og litasamsetning með'ágætum, sem sagt, góð byrjun. ólafur Torfason átti dágott teikni- myndasafn. Voru myndirnar allmikið sitt úr hverri áttinni, en margar mjög vel gerðar og 1 þeim var að finna margar skemmtilegar hugmyndir. Af dráttlistarmönnum vil óg síðastan nefna Jón Thoroddsen og ávexti hans. Voru þeir fáir og smáir en vel skapaðir og ekki með öllu óþroskaðir. Þetta litla sýnishorn bar ljósan vott um fingralip- urð Jóns sem virðist standa tungulipurð hans lítið að baki. Að lokum vil óg fara fáeinum orðum um ljósmyndir þær, sem voru á sýning- unni. Stóðu að þeim þrír höfundar, hvað mér fannst fulllítið af jafn fjölmennum hóp, sem ljósmyndaklúbburinn telur. Hefðu fleiri mátt eiga hlutdeild þar að, en sýna 1 staðinn færri myndir eftir hvern einstakan. Að mínu áliti voru flestar þessara mynda vel gerðar og mótífin mörg alveg stórkostleg. Nægir þar að nefna draug- inn dansandi eða forsetana tvo 1 faðm- lögum - að vúsu við sitt hvora dömuna. Þeim, sem sáu þessa sýningu hlýtur að vera ljóst, að hér 1 pistli þessum eru henni hvergi nærri gerð full skil. Hvort tveggja er, að slíkt er engan veg- in á mínu valdi og ennfremur að 1 rauninni er ákaflega erfitt, ef ekki ó- gerningur, að skilgreina og dæma til fulls alla þætti hinna mörgu mynda.sem fram komu. Þar veldur mestu, að þeir nemendur, sem þarna sýndu, geta vart eða alls ekki talizt fullþroskaðir túlkendur og skapendur sjálfstæðra lista- verka. Illmögulegt er að segja um, Frh. á bls.204.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.