Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 45

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 45
- 193 - BLEKSLETTUR, frh. Amma raular í rökkrinu. Loan er komin fyrir nokkru. Það er vor. Börnin eru að leik og borgarstjór- inn er farinn að taka 1 hendur á fleira fólki en vanalega. Það eru borgar- stjórnarkosningar 1 nánd. Vilmundur næstiritstjóri hefur jafnað sig af kosningabaráttunni og Hrafn áróð- ursforseti og blóð Morgunblaðsins er lagztur 1 hvíld hina meiri. Sumir segja, að hann hafi lótzt. Líklega áreynsla. Skáldið 1 alpahúfunni minntist líka sjúkra í kosningaræðu sinni. Kannski eru það bara eftirköst eftir herferð hans gegn hungri "nakkv&rra" fyrr í vetur. 6. bekkur hefur kvatt og er það vel. Nú leggja þeir 'ar. nýjar brautir, sumir með 5 ára áætlun í maganum ( með leyfi hæstvirts forseta ). Inspector hef- ur haldið fallega þakkarræðu með til- heyrandi "þessi skóli hefur verið okkur allt", eða eitthvað í þeim dúr. Hvenær ætli sitjandi inspectorsstöðu segi sannleikann og í staðinn fyrir hin íhaldssömu orð, telji hann 6. bekk dauð- feginn að losna úr prfsundinni og komist þar með nær sannleikanum ? Minningu þess inspectors yrði lengi haldið á lofti. Þetta kvað vera bezti 6. bekkur, sem setið hefur í skólanum, og þeir, sem á eftir koma, eiga allir eftir að vera það. Ég hlakka til. Brátt er skólaárið á enda. Þvf lýkur með prófum og skólaslitaræðu, þar sem "aðeins lítillega verður minnzt á hús- næðisvandamál skólans". Sumarið er framundan. Sólin skfn á kálgarðinn og túnfífillinn teygir úr krón- um sinum....... Þorlákur Helgi Helgason SKÓLAFUNDIR þetta allt og margt frh. af bls. 166. fleira er ekki í betra horfi, er ekkert hægt að fullyrða um raunverulegan áhuga nemenda á skólafundum og störfum þeirra. Ef úr þessu yrði bætt, er ég þess fullviss, að skólafundir yrðu fjöl- sóttir og skemmtilegir. Frumaðgerðir til úrbóta gætu verið þessar : 1) að skólafundir yrðu haldnir á kvöldin. 2) að skólafundir yrðu haldnir í íþöku. ( þar er þó loftræsting ! Æskilegt væri náttúrlega að fá stærra hús, en hvernig ? ) 3) að skólafundir yrðu auglýstir á miklu meira áberandi hátt. Og ef til vill 4) að tillögur til lagabreytinga, nýmæli, reikningar, ásamt athugasemdum end- urskoðenda og slíkt, yrði fjölritað og dreift í einstökum bekkjum nokkru fyrir skólafundi. Með fyrrnefndum aðgerðum gætu skólafundir ef til vill orðið Skólafelaginu til sóma, en það eru þeir tvímælalaust ekki sem stendur. Kristinn Einarsson. RITDÓMUR hjá æðri máttarvöldum. frh. af bls. 168. Trausti Valsson kemur ~ einnig fram með at- hyglisverða hugmynd. "Bróf um L'bref- ið" " er leiðindaraus og vona eg, að eng- inn leggi sig niður við að fara að rita bréf um bréfið um bréfið, þvi mér finnst þegar komið of mikið af slíku. Það er sannarlega synd fyrir S. H. , að hann skyldi ekki gríþa brandara ritstjóra i fyrra svarinu. Þá er aðeins ótalið rabb Kristins Einarssonar um Bóksölunefnd, íþrótta- skýrsla, umsagnir um De rerum natura, Menntaskólaljóð og síðasta Skólablað, svo og Quid novi?, sem er skemmti- lega neyðarlegt eins og vera ber. Blaðið í heild er ágætt, eins og ég sagði í upphafi eitt það bezta í vetur. Ég vona, að ritstjóra og ritstjórn næsta vetur, takist ekki súður en þeim, er nú lætur af störfum. Ritað í páskalok 1966. Sigrún Guðnadóttir.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.