Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1966, Page 48

Skólablaðið - 01.04.1966, Page 48
FRUMVARP til laga um blað, er nefnist Menntaskólablaðið ( Komi sem sérstakur kafli \ Lög um störf embættismanna Skólafélagsins ) ( Greinarnúmer til bráöabirgða ) 1. grein Nemendur Menntaskólans i Reykjavík skulu árlega gefa át blað, er þjóni þeim tilgangi að kynna skólann og starfsemi þá, er þar fer fram. Blaðið ber nafnið Menntaskólablaðið. 2. grein Ritstjórn Menntaskólablaðsins skal skipuð fimm nemendum. Formaður ritstjórnar nefnist ritstjóri, og hefur hann yfirumsjón með útgáfu blaðsins. Einn ritstjórnarmanna skal hafa á hendi fjárreiður blaðsins. 3. grein Menntaskólablaðið skal koma út um miðjan marzmánuð. Ritstjórn safnar og velur efni blaðsins. Komi til ágreinings, ræður einfaldur meiri hluti. 4. grein Ritstjóri Menntaskólablaðsins skal velja því ábyrgðarmann. 5. grein Menntaskólablaðið skal boðið til sölu í bóksölum og á almannafæri. Leitast skal við að standa straum af kostnaði við útgáfuna með sölu blaðs- ins og auglýsinga. Atvikist svo, að blaðið verði fjárvana, skal leita liðsinnis rektors. 6. grein Ritstjórn Menntaskólablaðsins skal skylt að varðveita 20 eintök af hverjum árgangi blaðsins. 7. grein Til þess skal mælzt, að rektor varðveiti sjóð Menntaskólablaðsins, þá er rit- stjórn starfar ekki. 8. grein Kosning ritstjórnarmanna Menntaskólablaðsins fer fram samkvæmt lögum um kosningu embættismanna Skólafélagsins. Sá, sem flest atkvæði hlýtur, er rit- stjóri. Fjórir næstu frambjóðendur að atkvæðatölu eiga ásamt ritstjóra sæti í ritstjórn Menntaskólablaðsins.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.