Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 54

Skólablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 54
- 202 - RÆÐA FLUTTVIf) DIMISSION Rektor, kennarar, skólasystkin ! Nu er upprunnin sú stund, er viÖ 6. bekkingar kveðjum skóla þennan og setj- umst að próflestri. Hinn súðasti eigin- legra skóladaga okkar er senn úti. Og þó kveðjurnar verði e.t. v. blandnar söknuði og eftirsja, er þessi kveðjudagur engu að síður gleðidagur. Við sjaum nú loks hilla undir markið, sem stefnt var að 1 fyrstu, þá er hinar þungu og vandrötuðu dyr lukust upp þeim, sem aðgang höfðu hlotið að skólan- um. Við leituðum hingað, þvi hér áttum við verk fyrir höndum. Við leitum nú heðan, brátt mun séð fyrir enda starfs- ins ; lítið virðist annað eftir en endur- sögn og skýrslugerð aflokins verks, svo og nauðsynlegur undirbúningur þess auk móttöku hæfilegra launa. Við sem nú hyggjum á úrsögn úr samfélagi þvá, sem hefur mótað okkur s.l. ár, og skilið svo eftir mark sitt á hugum okkar og hugsunarhætti, að sein- lega mun ganga að afmá, við erum okkur meðvitandi um þann þroska, sem okkur hefur hlotnazt innan þessa samfélags. Þetta er augljóst, hitt er vandséðara, hvert mark við látum eftir skólanum og samfélagi hans, hvern svip hann dregur af vist okkar hér. Menntaskólinn 1 Reykjavík hefur marg- sannað, að aðbúnaður skólahúss eða húsa hefur líítil eða engin áhrif á stöðu og virðingu stofnunarinnar meðan húsnæðis- skortur kemur ekki beinlinis 1 veg fyrir eðlilegar framfarir. Það er mikill mis- skilningur að ætla, að eignaðist skólinn voldugt stórhýsi um starfsemi sína, hæf- ist vegur hans um leið 1 eitthvert æðra veldi. ÞÓ er skoðun sú og sá misskiln- ingur verri að álíta, að með tilkomu slíks skólastórhýsis væri glötuð virðing skólans um aldur og ævi. Virðingu skóla og álit út á við mótar hvorki ytra útlit né aðbúnaður; gamall skóli og gróin stofnun í gömlum eða nýjum húsa- kynnum - slíkt skiptir ekki máli. Það, sem öllu varðar um starfsemi og virð- ingu slikrar stofnunar, er sá andi, þær hugsjónir og hugsunarháttur allur, sem ríkir 1 skólanum með starfsliði og nem- endum. Augljóst er að almennir Jjjóðfélags- hættir og ástand í menntamalum hljóta að haldast allmjög í hendur. Við lifum í þjóðfélagi, sem stefnir í framfararátt. Hér hafa skólarnir ótvíræðu forystuhlut- verki að gegna. Þetta hygg ég, að öllum forstöðu- mönnum íslenzkra menntamála sé ljóst. Hins vegar dugir ekki, að þessi sé ein- ungis skoðun forvígfsmanna og starfs- liðs skólanna, sú skoðun þarf einnig að vera ríkjandi meðal þeirra, er menntun skulu hljóta. Nokkuð hefur viljað við brenna, að almenn skólaganga og mikilvægi mennt- unar í þjóðfélagi okkar, sé ekki virt sem skyldi. Þvf ber brýna nauðsyn til að skólarnir standi vörð um virðingu sína og álit. Ekki er sízt nemendanna að gæta þessa. Það er fyrst og fremst þeirra fyrir atbeina kennara og skóla- yfirvalda, að sjá svo um, að virðing stofnunar sem þessarar þverri ekki. Heiður skólans er jafnframt heiður nem- enda, álit hans er álit þeirra; þeirrar virðingar, sem skólinn nýtur, njóta þeir einnig. En hvernig hefur svo tekizt til und- anfarin fjögur ár? Höfum við verið skóla okkar til sóma; höfum við staðið undir þeirri ábyrgð, er skólavistin legg- ur okkur á herðar? Hefur svipur hinn- ar öldnu menntastofnunar markazt svo af veru okkar hér, að fremur hafi hlot- izt af virðing en vansæmd? Ekki er mitt að svara; aðeins að varpa fram spurningu til frekari hugleiðingar. Nú á tímum er menntun ekkert tak- mark í sjálfu sér. Hún er aðeins eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.