Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 55

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 55
- 203 - konar hjálpartæki í baráttunni um lífs- afkomu. Menntun einstaklinganna stefnir fyrst og fremst aÖ þvi marki að gera þá hæfari til þátttöku 1 lifsbaráttu mann- anna, hæfari til starfa í þágu þjóðar og samfela^s, hæfari til skilnings á þeim vandamalum, sem blasa við mannkyni á hverjum tima. Við, sem erum við nám, getum ekki verið 1 vafa um gildi mennt- unar. Við höfum komið hingað 1 mennt- unarleit, gengið til móts við þau fræði, sem ætla má að auki víðsýni og þekk- ingu og verði okkur stoð í daglegu lífi. En leit okkar er ekki lokið. Aðeins upphafsskeið hennar er á enda runnið. Þrá okkar til menntunar er ekki fullnægt. Flestir þeirra, sem nú halda hóðan, munu senn taka fullnaðarákvarðanir um væntanlegt framhaldsnám með tilliti til ákveðinna þjóðfélagsstarfa. Menntun þeirra virðist á enda og takmarkinu náð, þá er fullu sórnámi er lokið. En er námslöngun þeirra þorrin? Er þrá þeirra til menntunar fullnægt ? Er menntun þannig aðeins eitthvað, sem þeir verða að öðlast til þess að geta orðið ser úti um ákveðið starf og á- kveðna stöðu? Siu tilhneiging, sem knýr menn áfram í leit að þekkingu, á sór engan tilgang og lýkur ekki þótt náðst hafi eitthvert takmark á sviði sérmenntunar og sér - hæfingar. Þegar sú tilhneiging þverr og menntunarþrá einstaklingsins hverfur, hlýtur að verða með honum andleg stöðn- un, sfðan hnignun. Fullburða maður, sem er þrotinn að andlegum neista, áhuga og löngun til bókalærdóms og mennta, er vissulega aumkunarverður. Þá ósk á ég heitasta nemendum þessa skóla, að sú glóð andlegra vitsmuna og lærdóms, sem leynist í hugum þeirra, kulni ekki, heldur gneisti sífellt af henni, þeim sjálfum, skola þeirra og föður- landi til gagns og gleði. Við kveðjum nú skólann. Hlutverk hans hefur á undanförnum árum verið að veita það aðhald, að við mættum verða okkur úti um traustan grundvöll frekara náms auk góðrar almennrar menntunar. Til þessa höfum við notið ágætrar og óeigingjarnrar aðstoðar. Hér hafa vissulega skipzt á skin og skúrir. Sumum hefur viðrað miður, öðrum hefur stanzlaust skinið sól. Þótt ég sé 1 hópi þeirra, sem veður- sældar hafa notið, kem ég ekki hingað til þessarar kveðjustundar dapur 1 , bragði. Ég hefi brátt lokið allgóðum afanga á skólagöngu minni. Þessi á- fangi mun æ verða mér minnis stæður. Hér hefi ég verið 1 góðum félagsskap kunningja úr hópi nemenda og kennara. Þessi kynni eru mér dýrmæt; þau eru e. t. v. það, sem ég hefi metið hvað mest hér í skólanum. Fyrir hönd þeirra, sem nú hverfa heðan, flyt ég þakkir skólanum og öllu starfsliði hans. Persónulega þakka ég rektor, kennurum og skólasystkinum mmum. Ég þakka þau kynni, sem hér hafa tekizt, kynni, sem ég vona að hald- ist, þott daglegum samskiptum sé lokið. Ég bið skólanum blessunar og vel- farnaðar um alla framtíð. Hallgrímur Snorrason. UPP MEÐ SNOBBIÐ, frh. af bls. 190. skemmtileg. Þetta er hlutur, sem situr í fólki og er fjarska gaman að. - Og að síðustu ætlum við að spyrja þig sömu spurningar og við spurðum bekkjarbróður þinn, inspectorinn : Hvernig er þinn ideali kvenmaður ? - Við skulum gera ráð fyrir, að mað- ur sé yfir sig hrifinn af konunni sinni, og þá er ekki hægt að gera nema eina kröfu til hennar : að hún geti haldið skotinu við. - Og er ekki eitthvað, sem þú vilt siðan segja að lokum? - Ja, þetta er nú búið að vera ljóta helvítis kjaftæðið. Síðan tókum við upp léttara hjal, og jón fór með nokkrar mergjaðar vúsur eft- ir ýmsa þjóðkunna menn. - Að lokum kvöddum við jón Sigurðsson og gengum út, en hann hélt áfram stritinu við próflestur- inn. L

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.