Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 10
Húsdýragarðurinn í Slakka / þetta sinn liggur leið Litla-Bergþórs suður í Laugarás í Biskupstungum. Þar hefur hróður húsdýragarðsins í Slakka farið vaxandi undanfarin ár og Litla-Bergþóri liggur forvitni á að vita, hvernig slík hugmynd fæðist, að stofna húsdýragarð í gróðrarstöð, inni í miðju landi. Það reynist þó ekki hlaupið að því að ná tali af eigendunum, þeim Helga Sveinbjörnssyni og Björgu Olafsdóttur, þvíþau hafa í mörg horn að líta. Fyrst við að undirbúa opnun garðsins í lok maí, og eftir að búið er að opna, er aðsóknin svo mikil að lítill tími er til að setjast niður. Eftir nokkrar tilraunir gefst þó loks tími einn fagran fostudagseftirmiðdag íjúní, en föstudagar eru rólegustu dagarnir að sögn Helga. Þá eru skiptidagar í sumarbústóðunum og fólk stoppar síður á svona stöðum. Þegar blaðamann ber ífyrsta sinn að garði í gróðrarstöðinni Slakka, era þau Helgi og Björg á leiðinni út að gefa folaldinu að drekka. Folaldið er rétt tveggja vikna og heitir Líf og ber nafn með rentu, þvíþað er ekkert einfalt mál að halda lífi í svo ungu móðurlausu folaldi. Það var vanrœkt eftir fœðingu og eigandinn hringdi íþau Helga og bauð þeim að sœkja folaldið og reyna að halda íþví lífi. En það varð að gerast strax, því ella drœpist það innan fárra klukkustunda. Þau brenndu því samstundis austur i Rangárvallasýslu og höfðu á leiðinni samband við Ingimar Sveinsson á Hvanneyri til að fá upplýsingar um hvernig meðhöndla œtti svona lítið folald. Hann ráðlagði þeim að gefa því blóndu af kamillute, barnaþurrmjólk, kúamjólk og matarsóda og gefa því lítið í einu en oft. Nœstu 10 daga gáfu þau þvíá tveggja tíma fresti allan sólarhringinn. A nóttunni höfðu þau vaktaskipti og lífið snérist þennan tíma um folaldið. Þetta var eins og að eignast annað barn sögðu þau, enda leist unga manninum í fjölskyldunni, lionum Agli Ola lítið á keppinautinn. En viti menn, folaldið lifði og þegar blaðamann ber aftur að garði er það mánaðar gamalt og hið brattasta. Þau eru farin að gefa því sjaldnar og geta því aftur sofið á nóttunni. Þegar við Helgi höfum komið okkur vel fyrir á sólríkum bekk í garðinum, dregur blaðamaður upp spurningalistann og byrjar að pumpa þau Helga og Björgu um œtt og uppruna að vanda. Burstabœrinn í Slakka. Helgi: Faðir minn hét Sveinbjörn Egilsson, ættaður frá Múla hér í Biskupstungum. Hann dó fyrir 10 árum, 1987. Hann var skildur Agli Geirssyni og Páli, sem síðast bjuggu í Múla, aftur í ættir. Ég á koparskjöld frá Agli afa mínum, sem á stendur: „Hér býr Egill frá Múla, smiður“. Móðir mín hét Rannveig Helgadóttir, Reykvíkingur í húð og hár. Hún var dóttir Helga Helgasonar í Ziemsen, en hann var einn af stofnendum Leikfélags Reykjavíkur og stórtemplar með meiru. Hún dó núna 1. maí s.l. Því miður fræddist ég ekki af henni um ættir mínar áður en hún dó svo ég veit alltof lítið um forfeður mína. Björg: Ég er fædd og uppalin á Siglufirði. Helgi: Hún hélt meira að segja á kassanum fyrir hann Gústa guðsmann þegar hún var yngri. Björg: Annars er faðir minn frá Vestmannaeyjum og móðir mín var frá Akureyri. Faðir minn heitir Ólafur Sigurðsson og er enn á lífi, 88 ára gamall, en móðir mín, Anna Karlsdóttir dó fyrir 16 árum. L-B: Hvar bjugguð þið áður en þið komuð hingað í Tungurnar? Helgi: Við bjuggum í Barmahlíðinni í Reykjavík en áttum sumarbústað í Iðulandi. Sveinbjörn faðir minn átti 1/3 af landi Iðu II, en hann ásamt þeim Kristni Sveinssyni frænda mínum og Guðmundi Oddssyni í Alþýðubrauðgerðinni keyptu jörðina af Einari heitnum Sigurbjörnssyni vegna veiðinnar. Litli - Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.