Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 15
Logafréttir Frá unglinganefnd Loga. Mikil gróska hefur verið í æskulýðsstarfi innan hestamannafélaganna um allt land og það á lrka við í félaginu okkar, Loga. í þessu starfi hefur áhersla verið lögð á starf á breiðari grunni en verið hefur, þ.e. annað en hefðbundnar keppnir. Með því gefst fleirum kostur á að vera með. Aukið samstarf er meðal unglingafulltrúa hestamannafélaganna á Suðurlandi og hafa þeir hittst á sameiginlegum fundum og borið saman bækur sínar. Einnig hafa Logi, Trausti og Smári átt gott og vaxandi samstarf. Það, sem helst hefur verið á döfinni á s.l. ári: Þann 7.-9. júní 1996 voru Frissa fríska leikarnir á Akureyri haldnir í fyrsta skipti. Þangað fór vaskur hópur úr Loga og Smára, alls 19 manns. Var sú ferð frábær og vel heppnuð í alla staði og heim kom hópurinn með stóran bikar fyrir góða liðsheild og prúðmannlega framkomu. í lok ágúst heimsóttu okkur um 20 krakkar frá Smára og komu að sjálfsögðu ríðandi. Nokkur hópur úr sveitinni reið til móts við gestina að Brúarhlöðum, en þaðan var haldið í Hrísholt. Veðurguðirnir voru unga hestafólkinu ekki hliðhollir, það má með sanni segja að það hafi hellirignt og allt var á floti. En enginn lét það á sig fá og allir skemmtu sér hið besta. Nýja hesthúsið sannaði ágæti sitt, en þangað inn flúðum við með grillið og síðar um kvöldið var nokkrum tjöldum tjaldað innandyra! Tvö tjöld voru þó reist utandyra en aðrir sváfu í flatsæng í félagshúsinu. En ekki tókst að kveikja varðeldinn! Morguninn eftir var farið í sund í Reykholti en heim á leið héldu gestirnir um hádegisbil í góðu veðri. Þann 23. febrúar var unglingum úr hestamanna- félögunum í Ámessýslu boðið á hestadaga í reiðhöll Gusts í Kópavogi. Þangað fóru um 90 krakkar að austan og horfðu á skemmtilega sýningu. Að henni lokinni var boðið upp á pylsuveislu. Logi og Smári héldu sameiginlegan fræðslufund í Bergholti 1. mars. Gestir fundarins voru Sigurður Ingi Jóhannsson dýralæknir og Lilja Loftsdóttir í Steinsholti. Sigurður ræddi um fóðrun og þjálfun reiðhestsins en Lilja fjallaði um umhirðu á reiðtygjum og reiðtygjagerð og sýndi krökkunum hvemig höfuðleður, reiðmúlar og fleira er búið til. Krakkamir sýndu mikinn áhuga og spurðu gestina spjörunum úr. Sameiginleg unglingaárshátíð hestamannafélaganna á Suðurlandi var haldin að Efstalandi í Ölfusi 15. mars. Hana sóttu rúmlega 100 manns, en því miður var engin þátttaka frá Loga. í vetur kom fram ósk frá unglinganefnd Sörla í Hafnarfirði þess efnis að gerast vinafélag Loga, Trausta og Smára varðandi samskipti unglinganna innan þessara félaga. Þessari ósk var að sjálfsögðu vel tekið. Fyrsti þáttur í því samstarfi var síðan helgina 11.-12. apríl, þegar 23 krakkar frá Sörla komu í heimsókn og var tekið á móti þeim í Aratungu af 25 krökkum úr vinafélögunum. Á föstudagskvöldinu var samvera sem byrjaði með pizzuveislu. Eftir morgunverð á laugardeginum var farið í sund en síðan í rútuferð. Farið var í heimsókn að Torfastöðum, og uppeldisstöðina á Minni-Borg. I félagsheimilinu á Borg var boðið upp á kakó og smurt brauð, sem gerð voru góð skil. Gerður var stuttur stans við Kerið og að endingu komið við í fjósinu að Laugarbökkum í Ölfusi þar sem leiðir skildu. Alls staðar var vel tekið á móti hópnum og eru gestgjöfum færðar bestu þakkir fyrir uppfræðslu og móttökumar. Heimboð kom svo frá Sörla helgina 26.-27. aprfl. En vegna anna m.a. vegna samræmdu prófanna, var ekki talið fært að þiggja heimboðið að sinni. Það verður skoðað aftur næsta vetur og sennilegt er að framvegis verði þessar heimsóknir til skiptis hvert ár. Það, sem framundan er: Frissa fríska mótið á Akureyri 6.-8. júní, æskulýðsmót á Gaddstaðaflötum 11,- 12. júlí, haldið sameiginlega af félögunum á Suðurlandi, og reiðtúr til Smára í ágúst. Eins og sjá má af framantöldu þá hefur starfið verið fjölbreytt á s.l. ári. Auk þess sem upp er talið þá taka unglingamir að sjálfsögðu einnig þátt í þeim mótum, sem haldin em á vegum félagsins, s.s. vetrarmóti, íþóttamóti, firmakeppni og félagsmótinu. S.l. vetur auglýsti unglinganefndin eftir krökkum, sem hefðu áhuga á því að hafa hest á húsi yfir vetrartímann, en vantaði aðstöðuna. Tveir gáfu sig fram í Reykholti og var þeim hjálpað til þess að fá inni í hesthúsi í hverfinu og er sú aðstaða að litlu leyti niðurgreidd. Sveitarfélagið hefur veitt kr. 50.000 í unglingastarf Hestamannafélagsins og hefur sú upphæð verið notuð til þess að greiða niður kostnað vegna ferðalaga unglinganna og annan kostnað tengdan starfinu s.s heimsóknir frá öðmm félögum. Unglinganefndin þakkar kærlega fyrir þetta framlag. Unglinganefndin vill þakka öllum krökkunum, sem tekið hafa þátt í starfinu á árinu, fyrir áhugann og mjög gott samstarf. Hólmfríður Ingólfsdóttir. _________________________ Litli - Bergþór 15 Kátir krakkar á leið heim afFrissafríska mótinu.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.