Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 7
Hreppsnefndarfréttir
ábúanda í Vegatungu, Friðriki Sigurjónssyni, dagsett 25.
3. 1997. Gerðar eru athugasemdir við ófrágengin
landamörk og vegalagningu. Athugasemdin er send til
Jarðeignadeildar ríkisins til umsagnar.
Bréf frá spilliefnanefnd, dags. 25. 3.1997. Kynnt
spilliefnagjald sem leggja á á ýmsa vöruflokka.
Fundargerð skólanefndar dags. 21. 3.1997. Gísla
falið að afla skýrslu fyrir næsta hreppsnefndarfund frá
Skólaskrifstofu um samskipti
skrifstofunnar við
Reykholtsskóla. Ákveðið að
boða skólastjóra á næsta
hreppsráðsfund til að ræða
síðasta lið í bókun skólanefndar
um lögsögu skólastjóra í hinum
ýmsu málum.
Gísla falið að undirbúa
tillögur fyrir aðalfund SASS
sem fulltrúar
Biskupstungnahrepps flyttu á
fundinum. Tillögumar em um
umráð yfir Geysissvæðinu, brú
á Hvítá og vegamál að Geysi
og Gullfosssvæðunum.
Hreppsráðsfundur 10.
apríl 1997.
Allir nefndarmenn mættir
ásamt Einari Sveinbjörnssyni
lögg. endurskoðanda hreppsins.
Þriggja ára fjárhagsáætlun. Einar fór yfir áætlun
sem hann hafði unnið fyrir hreppinn til næstu þriggja ára.
Annars vegar miðað við óbreytta stöðu samkv. núverandi
drögum að fjárhagsáætlun og hins vegar miðað við að
bygging íþróttahúss verði hafin strax á þessu ári.
Hreppsráð leggur til að fjárhagsáætlun eins og hún liggur
fyrir í dag og þriggja ára áætlun með byggingu
íþróttahúss innifalinni verði báðar staðfestar á næsta
hreppsnefndarfundi.
Bréf frá Þorfinni Þórarinssyni Spóastöðum. Hann
hvetur til að söfnun heimilda vegna byggingar Aratungu
verði sinnt til að heimildir glatist ekki. Einnig hvetur
hann til að útilistaverkinu verði sinnt betur og bendir á
Minningarsjóð Biskupstungna af því tilefni. Hreppsráð
felur oddvita að fá Helga Kr. Einarsson til að huga að
heimildasöfnun og hafa samband við stjóm
Minningarsjóðsins vegna listaverksins.
Bréf frá Jónínu Stefánsdóttur Lyngbrekku 1,
Kópavogi. Hún fer fram á að fá felld niður
fasteignagjöld vegna sumarhúss í landi Efri-Reykja, þar
sem hún er ellilífeyrisþegi. Hreppsráð leggur til að
erindinu verði hafnað þar sem viðkomandi hefur ekki
fasta búsetu í sveitarfélaginu.
Hreppsnefndarfundur 15. aprfl 1997.
Allir nefndarmenn mættir nema Guðmundur en Ágústa
Ólafsdóttir kom inn í hans stað.
Sameiginlegur fundur hreppsnefnda
Biskupstungnahrepps og
Hrunamannahrepps, haldinn í
Skálholtsskóla þriðjudaginn 8. aprfl 1997.
Eitt mál á dagskrá:
Bygging brúar á Hvítá við Brœðratungu. Allir
hreppsnejhdarmenn beggja sveitarfélaga mœttir, utan
Svavars Sveinssonar frá Biskupstungnahreppi, ásamt
öllum þingmönnum Suðurlandskjördœmis.
Oddvitar sveitarfélaganna skýrðu skoðanir
heimamanna.
Alþingismenn skýrðu sín sjónarmið og allir, að
Lúðvík Bergvinssyni undanskildum, lýstu því yfir, að
þegar að næsta brúarverkefni kæmi, á Suðurlandi,
væri Hvítárbrú efst á lista að þeirra mati.
Fundarmenn skiptust síðan á skoðunum og voru allir
einhuga um að leggja áherslu á verkefnið.
Ársreikningur sveitarsjóðs 1996 síðari umræða og
afgreiðsla. Ársreikningur Biskupstungnahrepps fyrir
árið 1996 var samþykktur og undirritaður af
hreppsnefndarmönnum.
Fjárhagsáætlun 1997 og þriggja ára áætlun, umræða
og afgreiðsla. Lögð var fram fjárhagsáætlun 1997.
Einnig var lögð fram þriggja ára áætlun þar sem gert er
ráð fyrir byggingu íþróttahúss og önnur þriggja ára
áætlun sem gerir ekki ráð
fyrir íþróttahúsi.
Fjárhagsáætlun fyrir 1997 var
samþykkt ásamt þriggja ára
áætlun sem gerir ráð fyrir
byggingu íþróttahúss. Vegna
óvissu um fjárþörf
sveitarfélagsins og mikilla
skulda mælir Svavar með því
að framkvæmdum við
íþróttahús verði frestað.
Kauptilboð v/
sláturhússins í Laugarási.
Hlíf Pálsdóttir f. h.
óstofnaðs hlutafélags gerir
kauptilboð í Sláturhúsið í
Laugarási ásamt lóð og hita.
Seljandi er Sláturfélag
Suðurlands og kaupverð
7.500.000,- kr. Hreppsnefnd
samþykkir að neyta ekki forkaupsréttar.
Bréf Veiðistjóra 9. apríl. Nýjar reglur um refa og
minkaveiðar þar sem kynnt er að ríkissjóður greiði ekki
lengur nema 50% vegna grenjaleitar refa.
Bréf Ferðamálasamtaka Suðurlands þar sem
boðaður er aðalfundur og ráðstefna að
Kirkjubæjarklaustri 18 og 19 apríl 1997.
Erindi Sýslumannsins á Selfossi 8. aprfl varðandi
leyfi til vínveitinga utandyra við veitingastofuna Réttina í
Úthlíð. Hreppsnefnd samþykkir að fenginni umsögn
félagsmálanefndar.
Bréf Samb. ísl. sveitarfélaga 7. apríl
um viðmiðunarreglur um veitingu
launalausra leyfa til kennara og
skólastjóra grunnskóla kynnt
Tillaga um fækkun í
hreppsnefnd:
Við undirrituð leggjum til
að fækkað verði um tvo í
hreppsnefnd Biskupstungnahrepps.
Undirbúningur verði þegar hafinn og miðist við að við
næstu kosningar vorið 1998 verði kjömir fimm
fulltrúar í sveitarsjóm Biskupstungnahrepps. Sveinn
A. Sæland, Drífa Kristjánsdóttir, Páll M. Skúlason.
Tillagan kynnt til afgreiðslu síðar.
Tillaga Páls M. Skúlasonar, þar sem lagt er til
að hreppsnefnd leiti samstarfs við aðra
uppsveitahreppa um hönnun og uppsetningu vefsíðu
á netinu. Tillögunni vísað til hreppsráðs.
Litli - Bergþór