Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 16
Frá íþróttadeild U.M.F.B. Körfuknattleikur voru það við sem stóðum að mótinu og kepptum við að Laugarvatni í 8. flokknum. Fóru leikar þannig að Hrunamenn unnu alla sína leiki og urðu þar með í fyrsta sæti, Laugvetningar sigruðu í tveimur leikjum og urðu í öðru sæti, við sigruðum í einum leik og urðum þar með í þriðja sæti og í fjórða sæti var svo Hvöt í Grímsnesi. í minnibolta drengja kepptum við á Flúðum, en í þessum flokki voru það aðeins tvö félög sem náðu saman liði, þ.e.a.s. Hrunamenn og Tungnamenn. Hrunamenn unnu leikinn. Engin keppni fór fram í stúlknaflokki þar sem aðeins Hrunamenn áttu lið til keppni. 6. flokkur. Nú er lokið körfuknattleikstímabilinu þennan veturinn. Umf. Bisk. tók þátt í Héraðsmóti unglinga, en þar voru skráð til leiks tíu lið. Það er búið að vera svipaður fjöldi undanfarin ár. Við höfðum þann háttinn á núna að spila heimaleikina okkar að Laugarvatni. Okkur fannst ekki boðlegt lengur að spila leikina í Aratungu, þar sem ekki er hægt að hafa fullskipað lið inn á og umhverfið hættulegt leikmönnum, sérstaklega gestunum sem eru ekki vanir að spila í samkomuhúsi. Við byrjuðum mótið mjög vel og sigruðum í öðrum leik, en síðan ekki söguna meir. Reyndar töpuðum við tveimur leikjum með aðeins einu stigi. Við urðum sem sagt í níunda sæti, en úrslit leikja urðu þessi: Bisk,- Þór 54-55 Garpur- Bisk. 46-57 Bisk.- Selfoss 28-77 Eyrabakki- Bisk. 50-43 Bisk,- Hvöt 49-50 Hrun,- Bisk. 86-45 Bisk,- Hekla 35-52 Hamar - Bisk. 67-29 Bisk,- UBH. 32-39 Sú nýbreytni var tekin upp hjá HSK að búa til mót fyrir yngri flokka. Við tókurn þátt í hraðmóti hjá 8. flokki, en spilaðar voru tvær umferðir. Við unnum einn leik og töpuðum tveimur í báðum umferðunum. Fyrri umferðin fór fram að Laugarlandi í Holtum en sú seinni að Laugarvatni. Þá er eftir að nefna Garðyrkjumótið eða fjögurrafélagamótið eins og það hefur oftast verið kallað. GBFUA eða Garðyrkjubændafélag Uppsveita Árnessýslu hefur gefið bikara á þetta mót svo eðlilegast er að kalla það Garðyrkjumótið. Fyrst var keppt í þessu móti árið 1987 í 8. flokki. Síðan hefur verið keppt á hverju ári og hafa félögin skiptst á að sjá um mótið. Undanfarin ár hefur einnig verið keppt í flokki minni bolta drengja og einu sinni hefur náðst að keppa í stúlkna flokki. Þetta árið 8. flokkur. Eins og sjá má í þessu uppgjöri mínu um körfuboltann, þá höfum við þurft að leita til annarra sveitafélaga með aðstöðu þegar við tökum þátt í keppni eða þurfum að standa að mótum. Eins og nærri má geta er þetta mjög bagalegt bæði hvað 10. flokkur. varðar ferðalög og ekki síður það að okkar krakkar hafa aldrei neina stuðningsmenn á sínum heimaleikjum sem hvetja þau til dáða. Eins er það auðvitað mjög erfitt að æfa körfubolta við aðstæður eins og eru í Aratungu og keppa síðan að Laugarvatni. Við fögnum því heilshugar þeirri ákvörðun hreppsnefndar að hefja framkvæmdir við byggingu íþróttahúss og vonum að sú framkvæmd gangi vel og hratt fyrir sig. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem tóku þátt í körfuboltanum í vetur, leikmönnum, dómurum, foreldrum og öðrum þeim sem hafa lagt okkur lið. F.h. körfuknattleiksnefndar, Áslaug Sveinbjömsdóttir. Litli - Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.