Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 24
Hagavatn vatn á faraldsfæti Eftir Gísla Sigurðsson frá Úthlíð Vonir sem stóðu til þess að Landgræðslan gæti hafið stíflugerð við Hagavatn og bætt með því gróðurskilyrði og stöðvað landeyðingu, hafa í bili orðið að engu með nýjum og afar umdeilanlegum úrskurði umhverfisráðherra. Sá úrskurður var þess efnis, að Landgræðslunni hafi ekki tekizt að færa fram nægilega sannfærandi rök fyrir því að umhverfi Hagavatns stafaði hætta af áfoki frá víðáttumiklu flæmi með jökulleir, sem áður var vatnsbotn. Urskurðurinn kom fáeinum dögum eftir málþing um jarðvegsrof á Islandi, þar sem fram kom að það væri eins og í eyðimerkurlöndum heimsins og á íslandskorti yfir mestu eyðingarsvæðin mátti sjá, að allt umhverfis Langjökul er rofsvæði. Umhverfisráðherrann fagnaði því að ráðstefnan skyldi haldin, en lét það síðan verða sitt fyrsta verk að úrskurða gegn átaki, sem ætlað er að koma í veg fyrir meira rof en orðið er í næsta nágrenni Hagavatns. Hér heggur sá er hlífa skyldi og leikur sá grunur á, að ráðherrann hafi þurft að friða öfgamenn og fylgismenn svonefndrar “svartrar náttúruvemdar”. Stíflan sem þama var fyrirhuguð átti að loka fyrir útfallið um Nýjafoss, og verða til þess að vatnið stækkar nálega um tvo þriðju hluta; yrði 13,5 ferkm í stað 5. Vonir um batnandi tíð fyrir gróður á Haukadalsheiði, innst í Lambahrauni og raunar á öllu svæðinu vestur á Rótarsand og að Hlöðufelli og Þórólfsfelli, voru reistar á því að gamli vatnsbotninn færi á ný undir vatn. Hann er að flatarmáli 8,5 ferkm. I næsta nágrenni, á Haukadalsheiði, eru nýsáningar á víðáttumiklu rofsvæði, þar sem heita Moldir. Þar er orðið grænt yfir að líta eftir tvö hagstæð sumur án norðanáhlaupa, en áður hafði sáðgresið drepizt hvað eftir annað þegar sandur og jökulleir innan frá Hagavatni fuku þar yfir. Þessar nýsáningar eru á afar viðkvæmu stigi og geta allar horfið í hörðu norðanveðri. Jarðvegsrof á Haukadalsheiði, Sandfelli, Lambahrauni og langt fram í Úthlíðarhraun, svo og á öllu flæminu norðan Eldborga, er til komið fyrir áfok. Eftir að búið var að hefta að mestu uppblástur á Haukadalsheiði, voru uppsprettur áfoksins einkum á tveim sandsvæðum með jökulleir sem rýkur eins og hveiti ef þornar og hvessir; annarsvegar við Sandvatn og hinsvegar við Hagavatn. Nú hafa leirurnar á Syðri-Flóa við Sandvatn verið gerðar óskaðlegar eftir að stíflað var þar og vatnið stækkað verulega. Með samskonar aðgerð við Hagavatn var í fyrsta lagi hægt að skrúfa fyrir uppsprettu rofaflanna innst á svæðinu, en hækkuð gmnnvatnsstaða hefði þar að Litli - Bergþór 24 ------------------------- auki orðið einskonar bónus. í Innhrauninu þar sem verulegt rof er núna og á Haukadalssheiðinni getur hærri grunnvatnsstaða bjargað nýsáningum og eldri gróðri sem annars er alltaf í hættu í þurrkatíð. Áform Landgræðslunnar var að byggja 15 m háa jarðvegsstíflu í skarðið þar sem útfall Farsins er um Nýjafoss. Ennþá er þar mjór móbergsþröskuldur, sem fossinn fellur framaf og hefur grafið sér djúpt gljúfur í ennþá gljúpara þursaberg. Þessi móbergsþröskuldur er mjög tekinn að eyðast og mátti sjá þess merki síðastliðið sumar, að hann hafði lækkað. Það þýðir nýtt jökulhlaup, ef vatnið nær að vinna á honum og þarmeð væri Hagavatn horfið. Hverskonar fyrirbæri er Hagavatn? Hagavatn á sér mjög óljósa sögu og engan fastan samastað. Það hefur verið vatn á faraldsfæti, sem hrakizt hefur frá austri til vesturs og síðan til austurs aftur, allt eftir ástandi Langjökuls og þá einkum og sér í lagi Hagafellsjökulsins eystri. Hann hefur verið nákvæmur barómeter fyrir kulda- og hlýindaskeið og er fljótur að bregðast við breytingum. Ekki liggur ljóst fyrir hvemig hann var fyrr á öldum, en eftir kuldaskeiðið seint á 17. öld fór hann að stækka og Sigurður Þórarinsson taldi hann hafa náð hámarki seint á síðustu öld. Skömmu fyrir síðustu aldamót var jökullinn miklu stærriog þykkari en nú; hann lá þá framá brúnir Brekknafjallanna og raunar framyfir þau. Jökulröndin var því sem næst þar sem sæluhús Ferðafélagsins við Einifell stendur, og lengra til austurs lá jökullinn á norðurhlíðum Jarlhettanna. Það er þó ljóst af þekktum öskulögum frá Heklugosum, að áður hafði verið jökullaust svæði þarna. Sporður Eystri Hagafellsjökuls náði um síðustu aldamót jafn langt, eða lengra, en gamli vatnsbotninn nær nú og Hagavatn hafði þá hrakizt að öllu leyti úr núverandi stöðu og langt vestur með Vestari Hagafellsjökli og þá að líkindum myndað samfellu með Sandvatni, sem var eitt sinn vestar með jöklinum, en er nú horfið. Eftir að jöklar fóru að hopa á þessari öld, sem gerðist fyrst svo um munaði á hlýskeiðinu eftir 1930, færðist Hagavatn á nýjan leik til austurs Á fyrstu þremur áratugum aldarinnar er svo að sjá, að Farið hafi ekki verið til og ekkert útrennsli ofanjarðar úr Hagavatni. En þegar jökullinn hopaði nægilega í slakkanum hjá Leynifossi árið 1929, varð geysimikið jökulhlaup. Vatnsmagn þess sést bezt af því, að hluti hlaupsins lenti í

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.