Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 8
Hreppsnefndarfréttir Hreppsráðsfundur 23. aprfl. Aðalskipulag Reykholts. Pétur Jónsson og Haraldur Sigurðsson mættu og gerðu grein fyrir drögum að greinargerðinni o.fl. Ymsar athugasemdir komu fram og viðbætur. Stefnt að því að endanleg útgáfa liggi fyrir á júnífundi hreppsnefndar. Bréf SASS frá 16. apríl. Samþykkt að greiða kr. 29.750,- fyrir mynd af Reykholti sem hanga mun á skrifstofu SASS. Jóhannes Gíslason frá Genis hf mætti með Bandaríkjamann með sér og kannaði aðstæður og áhuga fyrir staðsetningu stórrar verksmiðju sem framleiða myndi rækjur, þörunga og ef til vill fleira. Hreppsráð taldi alla möguleika á að koma mætti slíkri verksmiðju fyrir í Tungunum og er að vænta fleiri upplýsinga frá þeim félögum. Hreppsráð mun væntanlega fara til Flórída í boði fyrirtækisins og kynna sér rekstur stórfyrirtækja á þessu sviði. Beiðni Gunnars Guðjónssonar listmálara um lóð í Laugarási. Hreppsráð felur oddvita ásamt Pétri Jónssyni að finna lausn á málinu og hugsanlega taka málverk upp í greiðslu á lóð. Bréf Samb. ísl. sveitarfélaga um ráðstefnu um vamir gegn áfengis og vímuefnavandanum dags. 18. apríl 1997. Sent Félagsmálanefnd og ef til vill Fjallskilanefnd. Bréf Landgræðslu ríkisins dags. 15. aprfl 1997. Leitað er eftir samþykki sveitarstjómar sem landeiganda til að græða upp svæðið frá afréttargirðingu og inn að Sandá. Hreppsráð mælir eindregið með þessum hugmyndum. Hreppsráðsfundur 5. maí. Bréf Sorpu dags. 15. aprfl 1997. Varðar framkvæmd á eyðingu spilliefna sem bera spilliefnagjald. Gísla falið að ræða við aðra oddvita uppsveitanna þar sem nú þegar er samstarf um þessi mál og bera þetta tilboð saman við samninginn sem í gildi er. Reykholtsskóli. Á fundinn mættu auk Hreppsráðs, skólanefnd Reykholtssóla, skólastjóri, Kristinn Bárðarson og þrír fulltrúar frá Skólaskrifstofu Suðurlands, þau Jón Hjartarson, Ágústa Gunnarsdóttir og Auður Kristinsdóttir. Farið var yfir samskipti Skólaskrifstofu og Reykholtsskóla á liðnum vetri. Aðilar skiptust á skoðunum og vísast til fundargerðar skólanefndar þar sem mál eru bókuð ítarlega. Hreppsnefndarfundur 13. maí 1997. Allir nefndarmenn mættir nema Svavar. Skipulag sumarbústaða á Reykjavöllum. Lagt fram bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu dags. 9. maí '97 ásamt makaskiptaafsali milli jarðanna Reykjavalla og Vegatungu, undirritað af ábúendum. Bréf frá Sigurði Guðmundssyni til Landbúnaðarráðuneytis 21. 4. '97 ásamt samkomulagi um girðingastæði og tilhögun girðinga dags. 7. maí '97. Þar sem fullt samkomulag virðist um málið, samþykkir hreppsnefnd skipulagið og vísar því til Skipulags ríkisins til samþykktar. Skipulag sumarbústaða á Felli. Borist hefur ein athugasemd vegna skipulagsins dags. 16. 4. '97 frá Jóhanni Vilbergssyni og fjölskyldu. Telja þau að ekki hafi verið gegnið frá skiptasamningi við þau. Þar sem skiptasamningnum hefur nú verið þinglýst samþykkir hreppsnefnd skipulagið og vísar því til Skipulags ríkisins til samþykktar. Bréf Skógræktardeildar U.M.F.Bisk. Deildin óskar eftir svokölluðu Sigurðarlandi í Laugarási til afnota. Samþykkt að hreppsnefnd kynni sér málið nánar, þ.á.m. rétt núverandi lóðarhafa. Hönnun á vefsíðu uppsveitanna. Rætt um hugsanlegt samstarf M. L. við sveitarfélögin um gerð vefsíðu. Sveini falið að kynna hugmyndimar innan ferðamálasamstarfsins og leita eftir þátttöku sveitarfélaganna. Bréf Sorpstöðvar Suðurlands 9. maí. Boðið er upp á þjónustu við söfnun á dagblöðum og drykkjarvöruumbúðum. Samþykkt að fá gáma í Reykholt og Laugarás. Bréf Gylfa Haraldssonar og Péturs Skarphéðinssonar. Itrekuð er umsókn um lóðir í Laugarási. Samþykkt er að Gylfi og Pétur fái lóðir en afgreiðslu frestað vegna endurskoðunar skipulagsmála í Laugarási. Bréf Daníels Mána Jónssonar 30. 4.'97. Farið er fram á styrk til útvarpsreksturs í maí. Samþykkt að styrkja starfsemina í formi auglýsinga um kr. 10.000,-. Bréf Is-jeppa s.f. 5. maí. Óskað er eftir leyfi til lagningar vegar af Bláfellshálsi að Langjökli. Samþykkt að leita eftir því við skipulagsyfirvöld að vegagerðin geti farið fram í sumar þrátt fyrir að skipulag miðhálendisins hafi ekki verið samþykkt enda brýtur hún ekki í bága við tillöguna. Kosning byggingarnefndir íþróttahúss. Lögð fram fundargerð undirbúningsnefndar íþróttahúss frá 8. 4. '97 og 13. maí 97. Kosnir voru í bygginganefnd íþróttahúss. Gísli Einarsson, Kjartan Sveinsson og Gunnar Sverrisson og taki hún þegar til starfa þar sem undirbúningsefnd hefur lokið störfum. Lögð fram verk- og kostnaðaráætlun vegna úttektar á sex grunnskólum í uppsveitum Ámessyslu. Verkið er unnið á K.H.Í. og heildarkostnaður er 1.343.372 kr. Hlutur okkar yrði ca. 270.000 kr. Samþykkt að taka jákvætt í erindið. Hreppsráðsfundur 3. júní 1997. Bréf Helga Sveinbjörnssonar dags. 16. maí. Sótt er um land til beitarafnota fyrir Dýragarðinn Slakka og er ætlunin að beita þar geitum, kálfum og folaldi. Hreppsráð samþykkir að verða við þessari ósk, enda sjái þau um girðingar í samráði við verkstjóra hreppsins. Leyfið gildir fyrir sumarið 1997. Bréf Kristínar Hólmgeirsdóttur dags. 4. maí 1997. Umsókn um rekstrarleyfi fyrir Pylsubankann með sama sniði og verið hefur. Hreppsráð samþykkir umsóknina. Litli - Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.