Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til?
Hér verður tíundað það helsta, sem telst frásagnar-
vert úr sveitinni frá miðjum vetri fram yfir sólstöður.
Tíðarfar var fremur gott í vetur, lítill snjór og ekki
frosthörkur seinn hluta vetrar. Vetur og sumar frusu
saman en fremur hlýtt var í byrjun sumars en síðan kalt
fyrri hluta maí. Bjartviðri og logn gaf þó heita daga en
oftast fraus um nætur fram um miðjan mánuðinn. Þá
gerði hlýindi með vætu og kom grasgróður og lauf á tré á
skömmum tíma. I byrjun júní voru fyrst heitir dagar og
komst þá hiti vel yfir 20 stig en síðan komu nokkrir
kaldir sólarhringar rok og frost sumar nætur og endaði
með slyddu viku af júní. Víða mun hafa mátt finna
jarðklaka fram í júní svo blautt var um þegar verulega
vætti.
Töluvert kal er sumstaðar í túnum, þar sem ís lá
lengi. Voru það einkum leifamar frá byljum í október,
sem skaða ollu.
Menningarviðburðir hafa helstir verið á sviði
sönglistar. Rökkurkór í Skagafirði og Karlakór Selfoss
héldu söngskemmtanir í Aratungu og Vörðukórinn og
Skálholtskórinn saman. Bamakór Biskupstungna hefur
sungið við ýmis tækifæri.
Þess var minnst í Skálholti í sumarbyrjun að 300 ár
voru liðin frá dauða Þórðar biskups Þorlákssonar.
Hátíðamessa var í kirkjunni og á eftir var 17. aldar matur
á borðum í Skálholtsskóla.
Eitt var vansagt en annað ofsagt í frásögn í síðasta
fréttaþætti af kvöldvöku Búnaðarfélagsins á Hótel Geysi
í nóvember. Þar vom tveir jafgildir ræðumenn, Þór
Vigfússon, sem sagði frá Kampholtsmóra, og Guðrún
Þórðardóttir úr Hveragerði, en hún greindi frá ferð sinni
til Kína og sýndi m. a. myndir af því, sem þar bar fyrir
augu. Afrekshorn Búnaðarfélagsins fékk Sigríður
Vilhjálmsdóttir, hótelhaldari, ein, en umhverfisverðlaun
Ungmennafélags íslands og Pokasjóðs verslunarinnar
fékk hún ásamt manni sínum, Má Sigurðssyni.
Stöðugt er unnið að endurbyggingu Hlíðavegar og
mælt hefur verið meira fyrir væntanlegri endurnýjun
Biskupstunguanbrautar frá Fellsrana og upp fyrir Heiði.
Snotm rauðu hælamir, sem prýtt hafa vegkanta þar í
vetur, em nú horfnir, en aðrir ómálaðir komnir í staðinn.
Stórt gróðurhús er verið að byggja í Gufuhlíð og
hafin er bygging fjóss í Hjarðarlandi. Hjá Yleiningu
liggja nú fyrir mikil verkefni, og hefur verið unnið þar á
þremur vöktum frá því í byrjun maí.
I vor hefur verið unnið að því að leiða í hús heitt
vatn úr borholu í Kjamholtum, sem boruð var í fyrra.
Landgræðslufélag Biskupstungna er um þessar mundir að
semja við Landgræðslu ríkisins og landeigendur
(Biskupstungnahrepp og Bræðratungukirkju) um
uppgræðslu á nær 3.000 ha. svæði á Tunguheiði og í
Hólahögum. Svæðið frá mörkum við Brattholt og
Hólanýgræði inn undir Sandá verður girt af og sáð í það
og plantað lúpínu. Traðir fyrir fé til að renna niður í
Hólahaga verða spölkom vestan við Kjalveginn.
Landgræðslan mun kosta girðinguna, en uppgræðslan er
hluti af verkefni ríkisins til að binda koltvísýring og
verður greidd með fjármunum sem til þess eru ætlaðir.
Þetta hefur því ekki áhrif á önnur uppgræðsluverkefni á
afréttinum. í sumar er gert ráð fyrir að sá og planta
lúpínu í um 400 ha., en áformað er að ljúka við sáningu
og plöntun í allt svæði aldmótaárið. Síðar meir er gert
ráð fyrir að þetta land verði notað til sauðfjárbeitar.
Uppgræðslustarfið hófst daginn fyrir Jónsmessu er
sex bændur dreifðu um 38 tonnum af áburði og fræi með
Ungir nemendur syngja á opnum degi í Reykholtsskóla.
Nú er komið að mér!!!
(Komst ekki í Sunnlensl
dráttarvélum.
Reykholtsskóla var slitið í maílok. Skólastarfinu
lauk með þemaviku, og var þá m. a. starfrækt útvarpsstöð
í skólanum og sýnd ýmiskonar vinna
nemenda.
I Sunnlenska fréttablaðinu
var greint frá því í vor að Gísli
Einarsson, oddviti, hafi
tilkynnt á fundi héraðsnefndar
að hann hafi ákveðið að gefa ekki
kost á sér til starfa að sveitarstjómarmálum næsta
kjörtímabil. Ný heilsugæslustöð í Laugarási var tekin
í notkun með pomp og pragt um sólstöðumar.
Ingvar Ragnar Ingvarsson frá Hvítárbakka,
sem átt hefur heima í Bergholti síðustu ár,
andaðist í mars. Hann var jarðsettur í
Bræðratungu.
Helga Tómasdóttir á Gýgjarhóli andaðist í
maí. Utför hennar fór fram í Haukadalskirkju og
var hún jarðsett þar. Halldóra Jósepsdóttir, sem
var húsmóðir í Amarholti frá 1946 til 1971,
andaðist í maí. Hún var jörðuð á Torfastöðum. Hreinn
Erlendsson frá Dalsmynni, sem hefur verið búsettur á
Selfossi síðustu áratugi, lést í maí. Hann var jarðaður á
Torfastöðum.
Helga Karlsdóttir á Gýgjarhóli andaðist um miðjan
júní og var hún jörðuð í Haukadal. Útför hennar, og
einnig Ingvars, Halldóru og Hreins, fór fram frá
Skálholtskirkju. Þar var einnig gerð útför Jóns
Guðmundssonar í Fjalli á Skeiðum, en hann lést í byrjun
júní. Hermann Bjamason, í Auðsholti, lést um miðjan
júní og var einnig jarðaður í Skálholti.
A. K,
Litli - Bergþór 5