Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 23
Ritsmíðar nemenda í 4. og 5. bekk Reykholtsskóla veturinn 1996-1997. frh... Amma mín Höf: Fanney Þóra Magnúsdóttir, Króki. Amma mín heitir Þórdís Ivarsdóttir, en hún er oftast bara kölluð Dísa. Hún er 96 ára, gráhærð og frekar lágvaxin. Hún er mamma, amma, langamma og langalangamma. Hún býr á neðri hæðinni á Króki. Afí er dáinn, hann dó áður en ég fæddist. Mér skilst að hann hafí verið verið indælis maður og amma er oft að tala um hann. Einu sinni gaf amma mér penna sem afí átti og skrifaði alltaf með. Mér þykir mjög vænt um pennann. Amma er mjög góðhjörtuð. Ef það koma gestir tekur hún þeim alltaf opnum örmum og gefur þeim kökur og annað góðgæti, en hún á alltaf eitthvað gott. Þegar ég kem í heimsókn gefur hún mér alltaf nammi. Amma er alltaf í kjól nema þegar hún fer í löng ferðalög, þá fer hún í buxur. Amma á fullt af styttum og u.þ.b. 670 bækur. Hún á líka fullt af skartgripum og hún hefur gefíð mér hálsfestar, nælur og armbönd. Amma eignaðist 5 börn og 4 þeirra eru enn á lífí. Hún ól upp tvo fóstursyni, annar þeirra er dóttursonur hennar, en hinn er pabbi minn. Amma á 18 ömmubörn, 22 langömmubörn og 1 langalangömmubarn. Amma hefur saumað margar fallegar myndir og málað margar fallegar svuntur og dúka. Hún hefur líka búið til margar gólfmottur og margir eiga vörður sem hún hefur búið til úr grjóti. Amma prjónar ennþá sokka og vettlinga. Hún var næst elst af 7 systkinum og er sú eina sem enn er á lífí. Hún er elsti íbúi í Tungunum. Mér þykir mjög vænt um ömmu mína. AMMA ER BEST !!! Ef ég væri........... Höf: Fríða Helgadóttir, Hrosshaga. Ef ég væri hestur myndi ég vilja vera jörp með svart fax og tagl og lítil. Ég vildi vera hjá góðu fólki sem annaðist mig vel. Svo borðaði ég gras og drykki vatn eins og aðrir hestar. Fólkið sem ætti mig , mætti ekki slá mig áfram, þreyta mig eða hætta að gefa mér mat. Þeir sem settir væru á mig sætu mig vel og rækju ekki pískinn alltaf í mig og þreyttu mig ekki. A veturna fengi ég að vera inni í hesthúsinu og fengi góðan mat. Vonandi yrði ég ekki seld, nema fólkið væri vont við mig. Ef ég yrði seld til einhvers annars myndu hestamir þar sparka í mig, því þeir myndu halda að ég vildi stjóma. Á sumrin hlypi ég á túnunum væri frjáls, en léti mennina ekki fara með mig eins og ég væri eitthvert vont dýr. Fólkið er heimskt og veit ekki hvernig dýrunum líður. Ég vildi heita Telja. Gæludýrið mitt Höf: Níels Magnús Magnússon, Austurhlíð. Gæludýrið mitt er naggrís. Hann er karlkyns. Hann heitir Nebbi. Kristín á lfka naggrís og þess vegna skiptumst við á að þvo búrið. Við keyptum þá í Arakoti á Skeiðum. Þar bjó kona og maður. Konan ræktaði naggrísina og líka kanínur. Ég valdi þann minnsta, en Kristín stærsta. Þeir borða mikið gras, mikinn naggrísamat og líka blóm. Þeir drekka líka mikið. Litli - Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.