Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 20
Ritsmíðar nemenda í 4. og 5. bekk
Reykholtsskóla veturinn 1996-1997.
<---------------------------------------------------
Ef ég væri...
Höf: Lovísa Tinna Magnúsdóttir, Kjóastöðum.
Ef ég væri skólataska yrði ég á ferð og flugi allan daginn. Ég yrði rifin snemma upp á
hverjum degi og mér dröslað fram á gang. Þar væri ég látin bíða þangað til eigandi minn
væri búinn að borða morgunmatinn. Svo væri ég dregin óviljug út í skólabílinn, þar sem
ég væri látin sitja á leiðinni í skólann, innan um krakka með hávaða. Þegar ég kæmi í
skólann yrði mér hent á gólfið í skólastofunni, þar sem eigandi minn byrjar að róta í mér í
leit að skóladótinu sínu. Að loknum skóladegi væri mér síðan dröslað heim í sama
skólabílnum með sama eigandanum og daginn eftir hefst þetta allt aftur.
Gæludýr
Höf: Andri Freyr Hilmarsson, Skálholti.
Kötturinn minn heitir Daði. Hann er eins og bangsi í framan og svo
er hann ýkt feitur. Hann er næstum því villiköttur, því hann er
eiginlega alltaf úti. Hann týndist í tvo mánuði, en svo kom hann
heim eina nóttina. Við héldum að hann væri dáinn. Hann er rosa
matvandur, en þegar hann byrjar að borða getyr hann ekki hætt.
Bróðir minn
Höf: Anna Helga
Guðmundsdóttir, Iðu.
Bergur heitir bróðir minn
hann er rosa sætur
hann er stærri en bróðir þinn
og hann fer mjög snemma á fætur
Bergur heitir hann, já
og mun alltaf heita
stígi hann á litlutá
mun hann alltaf neita.
Að bílum alltaf leikur sér
og honum finnst það gaman
en hann stundum stríðir mér
þegar við erum saman.
Ef ég
væn.
Gæludýrið
Höf: Sigrún Erna
Kristinsdóttir, Reykholti.
Pontíus er kisan mín. Hanr
algjört gæludýr. Hann er g
og gerir ekki flugu mein, nema
hann étur flugur. Hann er besti
köttur í heimi. Hann er
einkaeign mín. Ponti er þriggja
ára. Hann er með hjarta úr
gulli. Hann er alltaf að lúra,
nema þegar hann er að éta og
veiða. Þegar hann vill komast
inn þá klórar hann í hurðina '
yvið hleypum honum inn.
Höf: Jónína Erna
Gunnarsdóttir, Tjörn.
Ef ég væri
afgreiðslukona myndi
ég alltaf afgreiða fólk,
panta vörur í búðina,
taka við pöntunum og
verðmerkja vörumar.
Einu sinni á ári er
vörutalning og þá þarf
að telja allar vörurnar í
búðinni og á lagernum.
Á hverjum degi þarf að
setja nýjar vörur í
hillumar, því hillurnar
mega ekki vera tómar.
Með eða á móti sælgæti
Höf: Ólöf Anna Brynjarsdóttir, Heiði.
Sælgæti er gott en óhollt. Tennurnar skemmast og maður missir stundum matarlystina.
En ég missi oft matarlystina. Mér finnst asnaleg að systir mín er með ofnæmi fyrir
nammi og öllu sætu og ávöxtum. Það er Sæunn. Mér og öðrum finnst nammi gott, en
sumum finnst nammi vont til dæmis Ólöfu ömmu, en hún étur sjálf tyggjó og hún gefur
okkur tyggjó.
L.
Litli
Bergþór 20