Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 19
Gamla Gýgjarhólsheimilið frh... annað um sína hagi. Gagnanna vitjaði Úlfar ekki og var hann þá almennt talinn af hjá sínu fólki. Það mun hafa verið á árinu 1958 að ég af hreinni tilviljun fór að ræða við mann sem einhvemtíma hafði verið kaupamaður í Einholti og Múla. Þessi maður þekkti vel Kristján, en ég held að hann hafi lítið eða ekkert þekkt Úlfar. Samkvæmt mínu besta minni sagðist kaupamanninum svo frá og gef ég honum orðið: „Einusinni sem oftar var ég á slangri niður í bæ og ranglaði inn á kaffihús. Það mun hafa verið tveimur árum eftir stríð, eða haustið 1947. Sé ég þá ekki hvar hann Stjáni situr við borð og er að fá sér kaffi. Ég fer til hans og heilsa honum, en þetta reyndist þá ekki vera Stjáni heldur Úlfar. Úlfar sagðist vera háseti á ítölsku skipi og vera búinn að stoppa hér í Reykjavíkurhöfn í þrjá sólarhringa. Hann sagðist nokkuð vera farinn að stirðna í íslenskunni en talaði samt furðanlega vel. Nei það var ekki hann Stjáni. Hann var líka þreknari. Ég spurði Úlfar hvort hann væri nokkuð búinn að hafa samband við sitt fólk og kvað hann svo ekki vera. Mér fannst Úlfar vera svolítið rauðbirkinn og þrútinn í andliti og spurði hvort hann væri farinn að drekka. Úlfar kvaðst ekki vera bindindismaður en hann hafi alltaf verið hófsmaður á vín. Hann taldi það vera sjávarloftið sem gerði húðina svona rauða“. Lýkur þá frásögn kaupamannsins, sem ég man ekki lengur hvað hét. Næst þegar ég hitti mömmu og pabba sagði ég þeim frá þessu, en þau vildu ekki trúa sögunni. Könnuðust við þennan kaupamann en töldu að um misskilning hjá manninum hlyti að vera að ræða. Hann Úlfar hlyti að hafa haft samband við sitt fólk ef hann hefði komið til Reykjavíkur. Mér fannst ekki velgjörningur að reyna að sannfæra þau. Þau skildu ekki aðstæður Úlfars sem var orðinn 54 ára og hafði ekki komið til landsins né talað við Islending í 27 ár. Ég held að Úlfar hafi lifað sínu óskalífi. Fœðingar- og dánardagur fólksins sem um er getið í greininni. Guðni Diðriksson f 10.3.1864 Helga Gísladóttir f. 6.5.1857 Viktoría Guðmundsdóttir f. 3.7.1885 Margrét Guðmundsdóttir f. 11.2.1887 Ingvar Gísli Guðmundsson f. 5.7.1988 Guðmundur Guðnason f. 29.8.1892 Úlfar Guðnason f. 03.10.1893 Kristján Guðnason f. 25.8.1894 Ingimar Guðnason f. 12.11.1895 Sigþrúður Guðnadóttir f. 8.10.1896 Guðlaug Guðnadóttir f. 6.12.1898 d. 12.6.1940 d. 27.5.1915 d. 17.2.1970 d. 3.8.1960 d. 14.7.1918 d. 10.11.1918 d. óþekktur d. 11.2.1971 d. 24.7.1917 d. 29.4.1967 d. 3.3.1946 Lionsfréttir Ágætu lesendur! Pétur Skarphéðinsson hitti undirritaðan á bensínstöð um daginn og bað um pistil í Litla-Berþór um starf Lionsklúbbsins Geysis. Að sjálfsögðu varð ég við þeirri beiðni. Reyndar er það aðdáunarvert hve vel hefur tekist með útgáfu Litla- Bergþórs, en það er önnur saga. I starfi Lionsklúbbanna hafa skapast ákveðnar hefðir. Hér í sveit er starfsár klúbbsins frá októberbyrjun og fram í maí. Fundir á starfsárinu eru yfirleitt um 15-16. Stjóm hverju sinni, svo og dagskrámefnd reynir yfirleitt að koma með einhverjar nýjungar í starfinu. I janúar var haldinn í Uthlíð sameiginlegur fundur með klúbbunum í Grímsnesi og Laugardal. Þar var ákveðið halda sameiginlega einn fund á ári og verður hann í umsjón Lionsklúbbsins Skjaldbreiðar (Grímsnesi) næsta vetur. Jóhannes Sigmundsson, fulltrúi í ferðamálaráði og ferðaþjónustubóndi, var gestur á opnum fundi í Aratungu í febrúarbyrjun. Hann sagði frá störfum Ferðamálaráðs og kynnum sínum af ferðaþjónustu í uppsveitunum. Eftir fundarhlé var tekið upp léttara hjal og fór Jóhannes m.a. með vísur eftir sig og fleiri. Lionshreyfmgin á íslandi hefur helgað sig baráttu fyrir betra lífi og bjartari framtíð ungs fólks og reynt að leggja sitt af mörgum svo að ungt fólk verði ekki fíkniefnum að bráð. I vetur stóð til að fá Gylfa Þ. Gíslason kennara á Selfossi til að koma og hitta unglinga á fræðslufundi. Vegna mikilla anna hjá Gylfa, en hann tók þátt í uppfærslu Þjóðleikhússins á Fiðlaranum á Þakinu, var ekki hægt að finna hentugan tíma fyrir fundinn. Það var fagnaðarefni að Lionsklúbburinn var beðinn um að styrkja útvarpsrekstur nemenda Reykholtsskóla nú í vor. Með styrk okkar Lionsfélaga fylgdi sú hvatning að útvarpið fjallaði um vímuvarnir. Það gerðu útvarpsstjórarnir með myndarbrag og höfðu stórgott viðtal við Gylfa Þ. Gíslason. Um miðjan október var fundur í Skálholti og var gestur fundarins séra Hjálmar Jónsson, hagyrðingur og alþingismaður. Þessi fundur var opinn öllum sveitungum og var ágætlega sóttur. Eins og Hjálmars var von og vísa var hann hinn skemmtilegasti. Hann kvað vin sinn og samflokksmann, Árna Johnsen, vera endalausa uppsprettu yrkisefna, enda væri í honum mikill náttúrkraftur. Hjálmar sagði af för þeirra Árna og Þorsteins Pálssonar í Tungnaréttir í haust, en Hjálmar hafi ekki komið í réttirnar síðan 1960. Eftir heimsókn sína í réttirnar var hann margs fróðari, m.a. vissi hann nú af hverju réttardyrnar væru svona þröngar. Auðvitað er það til þess að Árni Johnsen komist ekki með gítarinn sinn inní almenninginn. Margir tóku til máls á þessum skemmtilega fundi, en ég læt þetta duga enda bað Pétur um stuttan pistil. í lokin vil ég fyrir hönd Lionsfélaga, þakka sveitungum góðar undirtektir vegna sölumennsku okkar. Stjóm næsta starfsárs skipa eftirtaldir: Kristján Valur Ingólfsson, Skálholti, formaður, Olafur Stefánsson, Syðri- Reykjum, ritari og Sigurður Guðmundsson. Reykjavöllum, gjaldkeri. F.h. stjórnar 1996-1997, Kristinn M. Bárðarson. Litli - Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.