Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 22
Ritsmíðar nemenda í 4. og 5. bekk Revkholtsskóla veturinn 1996-1997. frh... Systir eða bróðir Höf: Guðríður Olga Sigurðardóttir, Rauðaskógi. Ég ætla að segja frá elstu systur minni. Elsta systir mín hét Petra og hún var 17 árum eldri en ég. Hún var flink að teikna og við geymum myndimar sem hún gerði þegar hún var hér í skólanum. Hún kunni líka að búa til brúður og margt fleira. Svo bjó hún til sögur og ljóð. Einu sinni fór hún og Bjössi maðurinn hennar með okkur krakkana inn á Hlöðuvelli og þar gistum við í sæluhúsi. Það var rosalega gaman eins og allt annað sem við gerðum saman. Við vorum reyndar svolítið myrkfælin í kofanum, því þegar Petra fór út í bfl að sækja eitthvað datt henni í hug að stríða okkur og klóra í gluggann og við héldum að þetta væri draugur eða eitthvað svoleiðis. Hún fór líka með mig, Önnu og Bergþór í Jólaland og það var lrka rosalega gaman. I leiðinni fórum við í Eden og sáum appelsínutré og margt fleira skemmtilegt. Svo fór ég einu sinni í heimsókn til hennar í bænum. Við Bergþór vorum alltaf úti að leika okkur á róluvellinum. Krökkunum fannst mjög skrítið að ég væri móðursystir hans, því við erum jafnstór þótt hann sé þremur árum yngri en ég. Þó að ég sakni systur minnar þá finn ég ennþá meira til með honum að eiga enga mömmu lengur. Frá opnum degi í Reykholtsskóla. Vorið Höf: Reynir Arnar Ingólfsson, Engi. Ég er búinn að bíða eftir vorinu. Þá get ég hjólað og verið úti eftir kvöldmat. Þá hitti ég strákana og þá hjóla allir strákarnir saman. Á vorin koma fuglamir frá heitu löndunum. Þá vakna ég við að skógarþrösturinn syngur. Á vorin langar mig að hætta í skólanum. A móti sælgæti Höf: Droplaug Guttormsdóttir, Skálholti. Sælgæti er mjög óhollt. Það veldur tannpínu og það er ekki mjög þægilegt. Það er til margs konar sælgæti t.d. gos, brjóstsykur, súkkulaði, lakkxís, sleikjó o.fl. í sælgætinu er mikill sykur og ef maður borðar mikinn sykur verður maður feitur. Maður fær bólur og hver vill svosem vera bólufés eða velta um af spiki. Þá er erfitt að hlaupa og maður er ekki snöggur að forða sér í eltingaleik eða öðrum leikjum. Nammi er dýrt og getur valdið magapínu. Hver vill svo sem hanga á klósettinu í frítíma sínum. Það er líka dýrt að fara til tannlæknis þess vegna eru tannlæknar heppnir því þeir eru hátt launaðir. Ekki myndi ég vilja hanga hjá tannlækni margar vikur og eyða peningum í þá, frekar myndi ég gera eitthvað skemmtilegra eins og að kaupa eitthvað sem maður getur notað. Svo myndi ég frekar fara í ferðalag en hanga hjá tannlækni í píningum eins og að halda munninum opnum í hálftíma eða eitthvað eins. Því segi ég að ég er á móti nammi og öllu því sem fylgir; bólufési, veltandi spiki, klósettferðum sí og æ og tannlæknaferðum. Litli - Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.