Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 17
Gamla
Gýgjarhólsheimilið
Höf: Guðni Karlsson
Tekið saman í tilefni af að 100 ár voru liðin frá fœðingu móður minnar ogflutt á samkomu að Hótel Geysi
6. október 1996. Lítið eitt breytt hér.
Fyrir síðustu aldamót bjuggu í Þjórsárholti í
Gnúpverjahreppi Guðni Diðriksson og Helga Gísladóttir.
Með 8 efnileg börn á framfæri, þar af 3 frá fyrra
hjónabandi Helgu og stækkandi bú þótti Guðna þröngt
um sig í Þjórsárholti. Hann ákvað því að selja
Þjórsárholtið og festa kaup á Gýgjarhólnum.
Á fardögum 1898 tók fjölskyldan sig upp. Helga
Gísladóttir, amma, reiddi Sigþrúði á öðru ári, og gekk þá
með yngstu dóttirina Guðlaugu, sem fæddist í desember.
Hin bömin voru:
Viktoría Guðmundsdóttir á 13. ári,
Margrét Guðmundsdóttir 11 ára,
Ingvar Gísli Guðmundsson á 10. ári,
Guðmundur Guðnason á 6. ári,
Ulfar Guðnason á 5. ári,
Kristján Guðnason á 4. ári og
Ingimar Guðnason á 3. ári.
Laxá mun hafa verið riðin á
Sólheimavaði. Síðan var farið sem leið
liggur upp að Kópsvatni og Hvítá riðin á
Kópsvatnseyrum. Af ásunum ofan við
Drumboddstaði fór fólkið að sjá
„fyrirheitna landið“ og leiðin að styttast
heim að Gýgjarhóli. Farið var austan við
Einholtsásana og sennilega áð síðustu
áningu við Stakás. Farið var yfir
Gýgjarhólslækinn í Vaðhvamminum og
upp lækjarbakkann, vestanundir
Melhólnum og upp á Pálstúnið.
Guðni, afi, var mikill búmaður,
nokkuð vinnuharður og krafðist mikils af
sínu fólki, en hann var bamgóður og
lofaði fólkinu að skemmta sér utan
vinnutímans. Gýgjarhólsheimilið var og rómað myndar-
og gleðiheimili, enda heimilið ævinlega fjölmennt.
Auðvelt er að ímynda sér stemmninguna þegar þessi
hæfileika systkini vora að alast upp á fyrsta og fram á
annan tug aldarinnar.
Systkinin á Gýgjarhóli vora sérstaklega söngelsk og
fyrir tónlist. Guðmundur lærði t.d. á orgel hjá ísólfi
Pálssyni á Stokkseyri og spilaði oft í Haukadalskirkju,
m,a. þegar Helludalsbræður voru skýrðir. Kristján varði
greiðslu sem hann fékk fyrir yfirvinnu þegar hann var að
læra eldsmíði í Reykjavrk til að læra á fiðlu. Dagvinnan
rann í búið, eins og þá var algengt þegar ungir menn
unnu utan heimilisins.
Söngurinn hélst lengi við á Gýgjarhóli og man ég
eftir að þau Lýður, Kristján og Magga sungu oft saman
raddað nokkur lög áður en þau fóru að mjólka
kvöldmjaltimar.
í fyrstu lék allt í lyndi á Gýgjarhóli að öðru leyti en
því að Helga, amma, festi þar aldrei yndi og saknaði
Gnúpverjahreppsins og nágrannanna þar. Fljótlega fór
einnig að bera á heilsuleysi hjá ömmu. Hún lá tímunum
saman á sjúkrahúsi í Reykjavík og stundum var hún flutt
suður á kviktrjám. Árið
1915 dó amma á
Gýgjarhóli.
Fleiri ský dró fyrir
sólu. Eftir þrálát veikindi
og dvöl á berklahælinu dó
Ingimar árið 1917 og
Ingvar 1918. Guðmundur
dó einnig 1918 úr
Spönskuveikinni. Guðni
var dapur. Kristján var
eini sonurinn sem heima
var. Sem ungbam var
hann mjög veikur og því
ekki mikill á velli, en hann
vann verkin af hagleik og
seiglu. Systumar ákváðu
að gera allt sem þær gætu
til að halda heimilinu
saman. Samheldnin og
samhjálpin var mikil hjá
systkinunum á Gýgjarhóli
og hélst hún áfram þótt
fjölskyldumar yrðu tvær.
Það var harmur á Gýgjarhóli, en Katrín Ketilsdóttir,
hún Kata litla, eins og hún var nefnd lífgaði alltaf upp á
heimilið. En þangað kom hún í fóstur þriggja vikna
gömul árið 1910. Kata var í miklu uppáhaldi á
Gýgjarhóli. Hún var svo orðgóð, glettin og lagði alltaf
gott til allra mála.
Þrátt fyrir hæfileika Gýgjarhólssystkinanna voru þau
nokkuð hvert með sínu sniði.
Viktoría var bókhneigð og útskrifaðist sem kennari.
Einnig var hún við nám í Svíþjóð. Sem unglingur þótti
hún ekkert sérlega handlagin. „Þú snérir þessu ekki
öfugt ef það væri bók“ heyrði Magga einhverju sinni
móðir þeirra segja við Viktoríu. Seinna varð Viktoría
Helga Gíslad. og Guðni Diðrikss. á Gýgjarhóli.
Litli - Bergþór 17