Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 12
úsdýragarðurinn í Slakka frh Þegar komið var svín í dýrahópinn, settum við upp bauk, sem á stóð „Fóðursjóður dýranna" og skilti niður við veg, sem á stóð „Mini-dýragarður“. Aðsóknin var svo góð, að árið eftir, 1995, urðum við að taka ákvörðun um það hvort við hættum, eða legðum eitthvað meira í þetta. Við byggðum fleiri smáhús fyrir dýrin og byrjuðum að selja inn og það sumar komu um 7.000 manns. Það er frítt fyrir tveggja ára og yngri svo það eru nokkuð fleiri sem koma en þeir, sem borga sig inn. í fyrra komu um 12.000 manns. Nú erum við komin með um 14 dýrategundir, Smábílapallurinn. hingað. Hann er núna 1/2 mánaðar og hinn brattasti. Það berst líka heilmikið af kettlingum hingað og suma þeirra getum við gefið áfram. Við höfum verið að byggja við og laga til á hverju ári. I ár vorum við að laga svæðið norðan við bæinn. Við sáum auglýsta smábíla fyrir börn og keyptum þá, en þá þurfti að útbúa aðstöðu fyrir þá. Við ætluðum fyrst að hafa þá bara á malarplani, en það endaði með því að við byggðum trépall undir þá og þeir hafa gert mikla lukku. Helst hefðum við þurft að byggja 3. burstina við bæinn í ár líka, því aðstaðan í veitingasalnum er of þröng. En það er ekki hægt að gera allt í einu. 1 Spekingslegur geithafur. þ.e. endur, hænsn, dúfur, kalkúna, kanínur, lömb, kálf, geitur, svín, hvolpa, kettlinga, naggrísi og svo er það folaldið Líf, sem er stóra trompið okkar. Það virðist ætla að vaxa og dafna og er orðið heilmikil fitubolla. I fyrra vorum við með villtan tófuyrðling sem hét Rósa og hrafninn Flóka. En við viljum þó helst ekki vera með vilt dýr, vegna þess að sumir eru á móti því, og ætlum því að halda okkur við húsdýrin. Hrafninn flaug á braut, en í stað Rósu fáum við nú yrðlinga úr refabúi að Stærri-Bæ í Grímsnesi. En engin regla er án undantekninga, því um daginn fengum við gæsarunga. Það komu til okkar hjón með tvö börn, 8 og 10 ára, sem höfðu verið í sumarbústað upp á Brekku. Börnin höfðu l'undið grágæsaregg, sem þau vöfðu í lopapeysu og höfðu haldið heitu með lux-lampa. Útúr egginu kom unginn Tímon, lítill hnoðri, sem kúrði í hálsakoti og var svo ósköp sætur. En málið vandaðist þegar halda átti heim með ungann, svo eftir að hafa frétt af okkur, komu þau með hann Líf í góðum félagsskap. Litli - Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.