Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 21
..................................................
^ Afi mmn
Höf: Guðmundur Rúnar Arneson, Furubrún.
Afi minn heitir Hárlaugur. Hann á heima í Hlíðartúni. Hann er
bóndi. Hann er dökkhærður, stór og feitur. Hann á afmæli 14. júní
og er 68 ára, hann er fæddur 1928. Þegar ég fer til hans þá förum við
út að gefa kindunum. Stundum förum við út að keyra og við förum
með ruslið í gáminn. En á sumrin er skemmtilegast, þá er heyskapur,
þá eru túnin með mikið gras og þá slær afi túnin. Svo látum við
baggana inn í hlöðu. Það er gaman að láta baggana detta ofan á sig.
Þegar afi var yngri var hann í lögreglunni, þá var hann á böllum að
taka fulla menn. Stundum þurfti hann að láta þá í fangageymsluna
niðri í kjallar á skemmtistöðunum. Hann á bíl sem heitir Lada Sport.
Hann á tvo traktora Zetor og Massey Ferguson. Svona er nú afi
minn.
Bróðir minn
Höf: Jóhann Pétur Jensson, Laugarási.
Ég á tvo bræður. Þeir heita Ingimar og Róbert.
Þeir eru báðir eldri en ég. En nú ætla ég að
segja frá Ingimari. Hann er stór, grannur,
ljóshærður og með blá augu. Hann getur verið
skemmtilegur, en stundum er hann leiðinlegur
og þá er hann að stríða mér og vill ekki gera
neitt. Hann er mjög góður í borðtennis og hann
spilar með KR. Hann var að þjálfa mig í
borðtennis árið 1995. Hann er líka góður í
frjálsum og körfubolta. Hann var að æfa körfu
áður en hann fór. Hann býr í Reykjavrk af því
hann er í Kvennaskólanum. Hann býr í íbúð
með Róbert og þá er ég búinn að segja frá
bróður mínum.
Vorið
Höf: Finnur Torfí Gíslason,
Norðurbrún.
Á vorin fæðast lömbin og grasið
verður grænt og þá endar skólinn. Þá
dreifa bændumir áburði á túnin og þá
er lílca hægt að leika sér mikið. En í
skólanum er hundleiðinlegt. Það
nennir enginn að sitja inni og læra á
vorin því þá er svo gott að leika sér úti
í sólinni.
Hvernig hjálpa
ég til heima
Höf: Gunnar Karl
Gunnarsson, Birkiflöt.
Þegar við mamma
tökum til, þá byrjum við
á að taka saman öll
leikföngin og flokkum
þau í dótakassana. Við
tökum líka saman allar
bækurnar mínar og
röðum þeim í
dótaskápinn. Svo fáum
við okkur blauta tusku
og þurrkum ryk þar sem
það þarf. Það er líka gott að nota tækifærið
og skipta á rúminu mínu og búa um það. Við
pússum lrka gluggann með sérstöku spreyi og
svo endum við á að sópa og skúra gólfið.
Svo hjálpa ég mömmu líka oft við að ryksuga
ganginn og stofuna. Mér finnst líka gaman
að hjálpa til þegar mamma er að baka. Ég sé
um að hella öllu í skálina og setja eggin í
deigið. Ég er duglegur að hjálpa til.
v________________________________________2
1 1 Systir eða bróðir Höf: Kristinn Fannar Sveinsson, Laugarási. Ég á tvö systkini. Þau heita Guðrún Linda, kölluð Linda og Sigurður Snær, kallaður Siggi. Ég ætla að segja frá Sigga. Hann er fjögurra mánaða 66 cm á lengd og 41 1/2 cm höfuðmál. Hann á afmæli 5. október og er dökkhærður og mikið sætur. Á daginn sefur hann eins og öll ungböm, en sefur lítið. En á næturna sefur hann eins og steinn, en vaknar snemma á morgnanna. Hann vill ekki láta kyssa sig mikið en það er í lagi að skella smá kossi á hann. Hann vill mikið fjör og hlær mikið þegar það er gaman. Við í fjölskyldunni höldum að hann sé að fá tennur, hann sýgur nefnilega svo mikið puttana. Þá held ég að ég sé búinn að telja upp allt sem tengist Sigga, bæ, bæ. 1
Litli - Bergþór 21