Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - 01.07.1997, Blaðsíða 27
Frá Bókasafni Biskupstungna Bókasafn Biskupstungna hóf útlán sín um miðjan nóvember í vetur. Það er samsteypa úr safni Ungmennafélagsins, sem starfað hefur lengi, og skólabókasafni sveitarinnar. í safnstjóm eru Bjami Kristinsson, Pétur Skarphéðinsson, Ingunn Bima Bragadóttir, Kristinn Bárðarson og svo Þuríður Sigurðardóttir. Safnstjóm hélt tvo fundi á vetrinum. Frá því í nóvember og fram eftir febrúar var safnið opið tvö kvöld í viku þ.e. á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum milli hálf níu og hálf ellefu. Halla Bjamadóttir á Vatnsleysu sá um útlánatímana eins og hún hefur gert undanfama vetur. Seinni hluta vetrar var safnið aðeins opið einu sinni í viku fyrir almenning en það var á þriðjudagskvöldum. Aðsókn var góð um miðbik vetrarins en minnkaði nokkuð þegar leið að vori. Skólabókasafnið var aftur á móti opið nemendum og starfsfólki skólans þrjá daga í viku allan starfstíma skólans. Safnið verður svo lokað til loka ágúst en þá opnar það aftur. Bókainnkaup vom í samráði við Ingu Bimu Bragadóttur og voru svo ákveðin á fundi safnstjómar. Mest var keypt af bókum fyrir jólin en samt að nokkru jafnt og þétt yfir veturinn. Nemendur skólans fengu bækur lánaðar frá septemberbyrjun og aðrir lánþegar á opnunartíma safnsins frá því seint í nóvember og til mafloka. Ekki em notuð útlánaskírteini en öllum sveitungum er heimilt að fá lánaðar bækur án endurgjalds. Eg vil nota tækifærið til að þakka skil á bókum og góða samvinnu. Eldri böm leikskólans komu í sögustund einu sinni í viku um miðjan veturinn. Einu sinni komu eldri borgarar sveitarinnar í heimsókn í skólann og skoðuðu jafnframt safnið og voru það allt ánægjulegar heimsóknir. Fram hefur farið tölvuskráning safnsins í gagnagrunn og er henni ekki að fullu lokið. Það verk unnu Sigurður Guðmundsson og Stefán Böðvarsson ásamt bókaverði. í sumar mun sú skráning vonandi þokast áfram og vonandi verður hægt að senda bókalista heim á heimili í haust til að greiða fyrir útlánum og notkun safnsins. Safninu hafa borist góðar gjafir og þakkar þær og alla fyrirgreiðslu, sérlega er Drumboddsstaðaheimilinu þökkuð stór bókagjöf. Þunður Sigurðardóttir, bókavörður. Frá Slysavarnadeild og Björgunarsveit Aðalfundur Slysavamardeildar Biskupstungna var haldinn 23. maí. Sitjandi formaður Svavar Sveinsson á Drumboddsstöðum gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en Loftur Jónasson á Lambabrún var kosinn formaður. Stjómina sitja auk hans, Skúli Sveinsson Reyniflöt gjaldkeri og Guðni Lýðsson Kistuholti 11 ritari. Starf deildarinnar hefur að mestu verið að þoka áfram húsbyggingu deildarinnar á Dalbrúnarvegi 1 eftir því sem fjármagn hefur leyft og vantar nú aðeins herslumuninn að því sé lokið. Helstu tekjustofnar deildarinnar eru söfnun einnota umbúða og sala á ullarsokkum, heymarhlífum, öryggisgleraugum o. fl. ásamt jólavömm frá SVFÍ. Þá hefur deildin séð um dreifingu endurskinsmerkja meðal skólabarna í Reykholtsskóla. Björgunarsveitin undir forystu Ingva Þorfinnssonar á Spóastöðum og Snorra Geirs Guðjónssonar í Vegatungu var 4 sinnum kölluð út til leitar og einn bfll var dreginn upp úr Asbrandsá. Þrjú námskeið voru haldin í vetur fyrir meðlimi sveitarinnar, sem öll miðast við að gera þá færari um að bregðast við þeim vandamálum sem upp geta komið í starfi björgunarsveitarmannsins. Guðni Lýðsson, ritari. GABÐAÞJÓNUSXA trjáplöntvsala Hellulagnir, stígagerð, vegghleðslur, trjáklippingar, illgresiseyðing o.fí. Sigurður Gunnar Ásgeirsson garðyrkjufrœðingur Útvega allt efni. Tilboð eða tímavinna. s. 486-8797 Gróðrastöðinni FurubrÚn s. 486-8771 Reykholti, Bisk. Litli - Bergþór 27

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.