Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 6
Hreppsnefndarfréttir Hreppsnefndarfundur 8. júlí 2001. Ályktun óformlegs fundar sem haldinn var að Borg í Grímsnesi, 2. júlí 2001. „Sameiginlegur, óformlegur fundur hreppsnefnda Biskupstungnahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps haldinn að Borg í Grímsnesi 2. júlí 2001, samþykkir að óska eftir því að tekin verði til þess afstaða áfundum hverrar hreppsnefndar fyrir sig, að skipuð verði samstarfsnefnd með tveimfulltrúumfrá hverju sveitarfélagi til þess að kanna möguleika á sameiningu fyrrgreindra sveitarfélaga, samkvœmt 90 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Rétt þykir að sveitarstjórnirnar taki afstöðu til þessarar ályktunar í síðasta lagi 15. júlí 2001. Fundurinn leggur áherslu á að samstarfsnefndin skili áfangaskýrslu til hreppsnefndanna fyrir 1. september nœst komandi. Tillaga hreppsnefndar um fulltrúa í samstarfsnefndina er að Sveinn A. Sæland og Margeir Ingólfsson verði aðalmenn, Margrét Baldursdóttir og Svavar Sveinsson sem varamenn. Samþykkt. Ábending samvinnunefndar miðhálendisfrá fundi hennar 17.-19. maí s.l. um að auglýsa beri breytingu á legu Sultartangalínu 3 í tengslum við mat á umhverfisáhrifum. Einnig að hús sem byggð hafa verið fyrir staðfestingu svæðisskipulags miðhálendis sem gildir til 2015 verði flokkuð sem fjallasel. Þetta á ekki við um Árbúðir sem hefur hlotið samþykki sem hálendismiðstöð. Hreppsnefnd samþykkir athugasemdir samvinnunefndar miðhálendis við aðalskipulagsáætlun Biskupstungnahrepps að þessu leyti. Beiðni frá Geirharði Þorsteinssyni um að leggja vinnuslóða um landareign hans, sem er hluti úr landi Stóra-Fljóts. Næstu nágrönnum hefur verið kynnt málið. Erindið er samþykkt. Aðrar skýringar og beiðni um lögbýlisrétt vegna væntanlegrar húsbyggingar er frestað. Hreppsráðsfundur 16. júlí 2001. Erindi frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í veginn frá Tungufljóti að Gullfossi. Kynnt og samþykkt. Oddvitafundur Laugarásslæknishéraðshaldinn að Flúðum 18. júní, auk oddvita Þingvallasveitar. Á fundinum var m.a. samþykkt að ráða áfram ferðamála- fulltrúa fyrir uppsveitir Árnessýslu, ótímabundið. Kynnt og samþykkt. Erindi frá skólaskrifstofu Suðurlands vegna ráðningar leikskólaráðgjafa. Biskupstungnahreppur lýsir yfir áhuga á að nýta sér þjónustu leikskólaráðgjafa að því gefnu að önnur sveitarfélög á svæðinu sýni málinu áhuga og að kostnaður verði ekki hærri en fram kemur í bréfi frá skólaskrifstofu Suðurlands 28. júní 2001. Bréf frá Sambandi Islenskra Sveitarfélaga. Tillögur byggðanefndar sem skipuð var í nóvember 2000. Markmið nefndarinnar er m.a. að ná fram víðtækri samstöðu sveitarstjórnarmanna um aðgerðir sem miði að því að draga úr fólksflutningum til höfuðborgarsvæðisins. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu um ákvæði reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum. Kynnt og vísað til félagsmálanefndar. Bréf frá Biskupstungnahreppi til Skipulagsstofnunar dagsett lO.júlí 2001. Um leyfi til byggingar íbúðarhúss á Bergstöðum og svarbréf Skipulagsstofnunar frá Í2. júlí s.l. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að þessu máli. Hreppsnefndarfundur 12. september 2001 Nýtt deiliskipulag frístundasvæðis að Reykja- völlum, Biskupstungum. Kynnt. Deiliskipulagið er ekki í samræmi við auglýst aðalskipulag Biskupstungnahrepps 2000-2012. Hreppsnefnd getur því ekki samþykkt viðkomandi skipulag. Leigusamningur um gamla áhaIdahúsið,(Fjósið). Kynntur og staðfestur. Fjörutíu ára afmæli Aratungu. í tilefni þess að félagsheimilið Aratunga var fyrst tekið í notkun á árinu 1961 er við hæfi að þess sé minnst enda hefur félagsheimilið þjónað íbúum sveitarfélagsins dyggilega og verið miðstöð menningar og viðburða s.l. fjóra áratugi. I afmælisnefnd hafa verið valin Sigurður Þorsteinsson, Sigurður Erlendsson. Þuríður Sigurðardóttir, Garðar Hannesson og Ragnar Sær Ragnarsson. Stefnt er að því að afmælisins verði minnst með dagskrá í félagsheimilinu fyrir aðvenntu. Dagskrá verður kynnt síðar. Itrekuð bréf til Lánasjóðs sveitarfélagavegna lántöku fyrir Hitaveitu Reykholts og kaldavatns- framkvæmda sveitarfélagsins. Ákvörðun um tímasetningu Tungnarétta,2001. Lögð fram fundargerð fjallskilanefndar frá 24. ágúst 2001. Málið rætt nokkuð og ljóst að sitt sýnist hverjum. Samþykkt að fara að óskum fjallskilanefndar og að halda óbreyttum tíma á upphafi rétta þ.e. að réttir hefjist klukkan 9:00 árdegis. Beiðni um fjárveitingu í að lagfæra réttirnar er vísað til fjárhagsáætlunar. Kaupsamningur vegna Einholts II, í Biskupstungum þar sem Kristín Erna Hólmgeirsdóttir og Trausti Kristjánsson selja eignarhaldsfélaginu Skorradal kt. 580501-2140 jörðina. Hreppsnefnd fellur frá forkaupsrétti. Sameining sveitarfélaga, fyrri umræða um tillögur samstarfsnefndar vegna fyrirhugaðrar sameiningar Biskupstungnahrepps, Grímsnes og Grafningshrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Leggur nefndin til eftirfarandi ferli varðandi sameiningu þessara sveitarfélaga á grundvelli sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998: 1. Atkvœðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu fari fram laugardaginn 10. nóvember 2001. (Kjörskrá skal gera m.v. íbúaskrá fyrir kjördag). 2. Kosning sveitarstjórnar hins sameinaða sveitarfélags fari fram augardaginn 25. maí2002, sbr. 1. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. Kjördeildir verði óbreyttarfrá því sem nú er. Litli - Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.